Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 19
Gjafabréf
Hér með færi ég Ættfræðifélaginu í Reykjavík
eintak af nýútkominni bók minni um talsímakonur á
íslandi, tímabilið frá 1906 til 1991, þetta eru 85 ár í
sögu símans. Bókin fékk nafnið “Stelpurnar á stöð-
inni”, en svo voru þær nefndar í daglegu tali lengi
fram eftir öldinni.
Samantekt mín á riti þessu spannar tæplega 6 ár
og hef ég unnið þetta verk alein, án nokkurrar utan-
aðkomandi hjálpar. Lítil sem engin gögn voru til að
byggja á og því erfitt um vik . Ég geri mér fyllilega
grein fyrir því að ekki eru allar konurnar þarna með,
en þó hefur mér tekist að halda nokkurn veginn utan
um starfið, sem nú er aðeins nafn á launaflokki hjá
Póst og símamálastofnun . En það var áhuginn sem
rak mig áfram, því þessum konum þurfti að gera skil,
eða öllu heldur þessu tímabili kvennasögunnar.
Bestu þakkir til félagsmanna fyrir veitta aðstoð ,
þegar eftir var kallað. Blessun fylgi störfum ykkar.
Hafnarfirði í desember 1996
Ásthildur G. Steinsen
Vestfirzldr
slysadagar
1880-1940
Bókarkynning
í Vestfirzkum slysadögum segir frá slysförum á
Vestfjörðum, á sjó og landi, á árunum 1880-1940.
Þetta er mikið verk, unnið af elju og nákvæmni, og
efni sótt í fjöldamargarheimildir, prentaðar, skrifaðar
og munnlegar. Itarleg grein er gerð fyrir aðdraganda
og atburðum og fólki þvf er kom við sögu, búsetu
þess, ætterni og fjölskylduhögum. Þetta er verk handa
öllum Vestfirðingum og öllum af vestfirzku bergi
brotnir en í raun á það erindi við alla Islendinga, því
að frásögn þess er hluti af sjálfri þjóðarsögunni,
harmsaga og hetjusaga í senn.
Sögufélag ísfirðinga gaf út.
Eyjólfur Jónsson tók saman.
Bóndi nokkur var alldrjúgur yfir lærdómi sínum,
sagði einu sinni við konu sína: "Þú veizt ekki hvað þú
átt gott að eiga mig, sem er bæði læknir, skáld og
lagamaður." Nokkru seinna brá þessi sami bóndi sér til
Reykjavíkur og hafði þar nokkurra vikna dvöl. Þegar
svo fréttist að hans væri brátt von heim, orti ná-
grannakona hans þessa vísu:
Þá heim kemur hundur
held ég verði fundur
fagnaðar um flærðar rann.
Lýsnar upp líta,
- langar til að bíta
lækni, skáld og lagamann.
Skrudda Ragnars Asgeirssonar 1957
J
SþjtiM ctm ........
niðurlag
Ættrakning:
Foreldrar Patriciu Allred voru Louise ( sk. Guðlaug)
Patterson f. Freeman, f. 1912íSelkirkíManitoba,d. 1976
og Ralph Patterson.
Móðurafi var Bjöm Sigvaldason Freeman, f. 26. des.
1874 í Hólsseli í Skinnastaðasókn, N.-Þing. Foreldrar
Bjöms voru Sigvaldi Gíslason f. 1828 á Breiðavaði í
Eiðasókn, S.-Múl.,og JónínaSigríðurEinarsdóttir,f. 1852
í Ljósavatnssókn. Sigvaldi var sonur Gísla Nikulássonar á
Eyvindará og Breiðavaði, og k.h. Margrétar, dóttur Árna
Rustikussonar á Tókastöðum. Sigvaldi var bróðir Bjöm
Gíslasonar, Dannebrogsmanns fráGrímsstöðum og Hauks-
stöðum. Jónína var dóttir Einars Jónssonar (Jónssonar
Einarssonar prests Hjaltasonar), síðast í Hólsseli, og k.h.
Kristbjargar Grímsdóttur (Einarssonar, Árnasonar,
Þorlákssonar) frá Krossi í Ljósavatnsskarði.
MóðurammaPatriciu Allred var Jóhanna Sigurðardóttir
f. 26. mars 1874 áHamri íHörðudalíDal. Foreldrar Jóhönnu
vom SigurðurErlendssonf. 1846 áDunki, ogk.h. Hólmfríður
Steindórsdóttir. Sigurður var sonur Erlendar Sigurðssonar
á Hamri. Hólmfríður var frænka Sigurðar, dóttir Steindórs
Sigurðssonar á Hrappsstöðum og k.h. Jóhönnu Jónsdóttur,
dóttur Jóns Sigurðssonar í Hlíð í Dalasýslu.
Björn og Jóhanna komu ung til Kanada með foreldrum
sínum, ólust upp í Selkirk og bjuggu þar til æviloka.
Heimilisfang:
Patricia Allred, Professor of Art History,
Minneapolis College of Art and Design
4006 Edmund Blvd.
Minneapolis, Mn 55405
Tölvupóstur: Pallred@PANTRY.MCAD.EDU.
19