Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 15
- aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent -
Og aftur skrifar Ásmundur
Enn er leitað á fræðslumið Ættfræðifélagsins, að
þessu sinni er tilefnið það að fyrir stuttu var mér
lánað 1. bindi af Ormsætt. Á bls. 129 rakst ég á
karlmannsnafn, sem mér fannst kunnuglegt. Vildi ég
fá staðfestingu á því sem ég held. Getur það verið rétt
að karlmaðurinn í textanum, sem ég læt fylgja með sé
afkomandi Guðmundar Vigfússonar bónda og
hreppstjóra á Bíldhóli á Skógarströnd, f. 1799, d.
1874 og konu hans Málmfríðar Jónsdóttur.
Sólveig Þórhallsdóttir f. 15. jan. 1852 í Tungu í
Hörðudal, Dal. d. 15. jan. 1944, fyrst í húsmennsku
álnnra-Leiti, Skógarstrandarhr. Snæf., síðarhúsfreyja
á Ölverskrossi í Kolbeinsstaðahr. Hnapp. M. 18. maí
1883 Jón Guðmundsson f. 23. júní 1855 í Arnhúsum,
Skógarstrandarhr., d. 23. júní 1901, fyrst í hús-
mennsku, síðan bóndi á Ölverskrossi. For.:
Guðmundur Jónsson bóndi í Arnhúsum og k.h.
Málmfríður Jónsdóttir.
Börn þeirra:
Guðmundurf. 18. júní 1884
Guðmundurf. 22. ágúst 1885
Ásmundur f. 3. nóv. 1889
Málfríður f. 6. jan. 1893
Guðlaugurf. 31. marz 1895.
Ef þessi ágiskun mín er rétt, sem ég stakk upp hér
fyrr í textanum, er þá einn armurinn af afkomendum
Guðmundar Vigfússonar fundinn.
Það virðist vera dálítið erfitt að höndla þá ætt,
sérstaklega 3 ættliði og afkomendur þeirra. Þessir
ættliðir eru sjálfur Guðmundur Vigfússon bóndi
Bíldhóli, Vigfús Einarsson faðir hans f. 1767 bóndi
íLaxárdal, Skógarstrandarhreppi og EinarSæmunds-
son faðir hans f. 1740, bóndi á Vörðufelli á Skóg-
arströnd.
Hvar liggja upplýsingar um þessa þrjá
heiðursmenn og afkomendur þeima? Svar óskast!
S vo er annað. Mig vantar tilfinnanlega upplýsingar
urn Ásgerði Klemensdóttur f. 21. maí 1909, dóttur
Klemensar Jónssonar bónda á Dýrastöðum í Norðu-
rárdalogk.h.KristínarJóhannesínuÞorvarðardóttur,
er þessi Ásgerður lífs eða liðin, og hvað gerði hún?
Upplýsingar vantar lika um systur hennar, Guðrúnu
f. 30. sept 1917, hún mun hafa gifst Herði
Guðmundssyni bifreiðarstjóra í Reykjavík. Hverra
manna er þessi Hörður Guðmundsson og hvar vann
hann? Er Guðrún lífs eða liðin og hvar starfaði hún?
Hverjir eru afkomendur ef einhverjir eru?
V onast eftir svari við fyrirspumum í Fréttabréfinu.
Kæra Ættfræðifélag
Margt er það sem hugann þjakar. Eg undirritaður
var að blaða í smákveri sem heitir “Ættartala hjón-
anna Samsonar Samsonarsonar og Óskar Gunnars-
dóttur”, tekið saman af Sigvalda Grímssyni Borg-
firðingi frá Höfða í Dýrafirði 1873. í aftasta kafla,
sem ber heitið 38 kynþáttur efst á blaði 42, kemur
fyrir nafn sem þekkt varð á Sjöundá á Rauðasandi,
þegar ósköpin gengu þar yfir hér áður fyrr og löngu
frægt er orðið. Steinunn Bjarnadóttir, getur það
verið rétt sem flækst hefur inn í hausinn á mér, að
Steinunn þessi sé Steinunn Bjamadottir, sem var á
Sjöundá og í fyllingu tímans eftir fangavist var
dysjuð í Skólavörðuholtinu í Rvík? Væri mér það
mikill fengur að hið sanna kæmi íljós, ranghugmyndir
eru skaðlegar hvar svo sem þær verða til. Því vænti
ég svars á síðum fréttabréfsins við tækifæri.
Svo er annað, úr því byrjað er að pára. Getur
einhver veitt mér upplýsingar um mann að nafni
Gunnlaugur Gunnlaugsson, þessi rnaður bjó um
tíma í Öxl í Breiðuvík á Snæfellssnesi. Um ártal veit
ég ekki, því síður um aldur hans, sennilega 2 giftur
því önnur konan hét Guðrún Gísladóttir, um nafn á
hinni konunni er ég ekki viss, gæti verið Borghildur
eða eitthvað í þá áttina. Þessi Gunnlaugur var sagður
nokkuð rótlaus í kvennamálum og afleiðingar eftir
því, um sannleiksgildi þessa veit eg ekki. Hverra
manna var þessi Gunnnlaugur sem bjó í Öxl? Hvar
flæktist hann bæði fyrir og eftir veru sína í Öxl?
Guðrún Gísladóttir var ættuð frá Hvammi á
Barðaströnd, dóttir Gísla Gíslasonar bónda þar og
k.h. Salome Guðmundsdóttur, sem er að öllum
líkindum ættuð af Rauðasandi. Við þessum áleitnu
spumingum væri yndislegt að fá svar við á síðum
Fréttabréfsins. Hverra manna voru hjónin í Hvammi,
Gísli og Salome? Eg veit að þegar stórt er spurt getur
orðið lítið um svör, ei að síður vona ég og treysti að
svör fáist við þessum spurningum mínum, vitna þar
til upplýsingavilja félaga minna í Ættfræðifélaginu,
að miðla fróðleik til þeirra sem eftir þvi leita þegar
þeir sjálfir eru komnir í þrot sem spyrja, en langar að
komast ögn lengra í grúski sínu.
Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna.
Akranesi þann 6. Jan. 1997.
Ásmundur U. Guðmundsson
Suðurgötu 124
300 Akranesi.
15