Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 22
Af sumarferðinni 1996 Sumarferð félagsins varfarin 27. júlí s.l. svo sem auglýst hafði verið. Þó að næsta bók af Manntalinu 1910 nái yfir Árnessýslu, þá þótti of skammt síðan sumarferð félagsins var farin um þá sýslu. Sú sýsla sem ekki hefur verið farið um á seinni árum var Borgarfjarðarsýsla og varð hún því fyrir valinu að þessu sinni. Lagt var af stað frá Umferðamiðstöðinni kl. 8.15 með 54 manna rútu frá Teiti Jónassyni HF. Ekki skiluðu sér nema 31 farþegi svo vel var rúmt í bílnum. Fararstjórar voru þeir stjórnarmenn Þórarinn B Guð- mundssonogSigurðurMagnússon. Ekkert nýnæmi var á leiðinni upp í Hvalfjarðarbotn ef undan er skilið munninn að nýju Hvalfjarðargöngunum hjá Tíðar- skarði. Við Botnsskálann tók á móti okkur Vífill Búason bóndi á Ferstiklu og til rnargra ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju. Kom hann í stað áður auglýsts leiðsögumanns sem hafði forfallast. Reyndist Vífill fjölfróður um hrepp sinn og sýslu. Byrjaði hann strax að lýsa jörðum og ábúendum þeirra og því helsta sem markvert var á leiðinni svo sem verslunarsögu sveit- arinnar. Næst var áð við Saurbæjarkirkju og var Vífill þar hagvanur og fræddi ferðalangana um byggingarsögu núverandi kirkju. Var farið niður í kirkjugarðinn og skoðaður legsteinn séra Hallgríms Péturssonar og Guðríðar Símonardóttur vestan við grunninn af gömlu kirkjunni. Áfram hélt leiðin út Hvalfjarðarströndina og á móts við vesturendann á Miðfellinu er beygt upp í Svínadalinn, yfir Laxá í Leirársveit og upp með henni þar sem hún kemur úr Eyrarvatni(Kambshólsvatni), áfram rekja sig vötnin Þórustaðavatn(Glammastaðavatn) og Geitabergsvatn. Áður en farið er yfir Geldingadragann sjáum við bæinn Dragháls þar sem lengi hefur búið Sveinbjörn alsherjargoði og kvæðaþulur. Þegar komið er yfir blasir við Skorradalurinn með vatninu og kjarrivöxnum hlíðum beggja vegna með fjölda sumarbústaða. Við vesturenda Skorradalsvatns hittum við Bjarna Backmann fyrrum kennara og safnvörð úr Borgar- nesi, sem ætlar að vera með leiðsögn um uppsveitir Borgarfjarðarsýslu. Förum við nú yfir Hestháls og þvert yfir Lundareykjadal og Flókadal sjáum t.d. Bæi og Stóra-Kropp og virðum fyrir okkur umdeilt nýtt vegarstæði áður en ekið er í gegnum þéttbýlið Kleppjárnsreyki. Næst er stoppað fyrir framan nýja kirkju í Reykholti sem á að vígja daginn eftir en í kjallara hennar(eða neðri hæð) stendur yfir Snorra- sýning sem við skoðum. Þaðan er farið í Eddu- hótelið í Reykholti og snæddurhádegisverður, steiktur fiskur eða lambakjöt og á eftir er kaffi og góðgæti. Kíktu sumir á Snorralaug áður en áfram var haldið upp Reykholtsdalinn. í fyrstu höfðu flestallir sest fremst í rútuna en smá saman hafði fólk farið að færa sig til að hafa betra útsýni og hafa rýmra um sig (jafnvel hjón sátu ekki saman um stund amk). Kom Vífill þá með þessa vísu: Vífill sat og sagði frá sífellt því sem best hann kunni. Þórarinn bar ábyrgð á aftursætislausunginni. Innarlega í Reykholtsdal er farið yfir hálsinn og komið niður hjá Stóra-Ási og haldið áfram upp Hálsasveitina að Hraunfossum og Barnafossi. Þar er nýbúið að laga alla aðtöðu svo sem bifreiðastæði og útsýnispalla. Hér var stoppað, skoðað og teigt úr sér áður en haldið var áfram að Húsafelli. Fyrst var stoppað í Bæjargilinu hjá kvíarhellunni, sem fræg er orðin. Áður af sögusögnum nú úr Sjónvarpinu í kraftlyftingakeppnum. Enginn úr þessum hópi reyndi að lyfta henni. Næst var haldið í kirkjuna og hún barin augum, einnig legsteinar sem voru bæði inni í kirkjunni og úti í kirkjugarðinum. Réttviðhefurhöggmyndasmiðurinn og málarinn Páll Guðmundsson (afkomandi Snorra prests) breytt gömlurn súrheysturni í vinnustofu. VíttumáHúsafeili sjásthöggmyndirPáls. Þarnarétt við er gamla íbúðarhúsið, sem ýmsir okkar helstu málara gistu í við iðju sína. Búið er að gera húsið upp og er það nú leigt út til gistingar. Margir fengu sér einhverjahressinguíþjónustumiðstöðinniog skoðuðu sundlaugarnar. Nú var haldið yfir Hvítá framhjá Kalmannstungu yfir Norðlingafljót. Næsti bær er Fljótstunga þaðan sem systkinin Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Sigrún húsfreyja á Húsafelli eru. Nú varhaldið beint niður Hvítársíðuna þar sem um miðja öldina bjuggu hagyrðingar á hverjum bæ, segir Bjarni okkur og þylur bæjarnöfnin meðan bíllinn rennur áfram veginn. Ekki er stoppað fyrr en í Borgarnesi við Safnahúsið. Þarna er listasafn, bókasafn Páls Jónssonar, bæjar- bókasafnið, náttúrufræðisafn og minjasafn t.d. var 22

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.