Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 8
fást við eigin veru eða tilveru í ljósi þess sannleika sem hann veit réttan og sannan. Olafur er í þeim skilningi að yrkja sig til Guðs, ef svo má segja. Og lyndiseinkunn hans hefur verið með þeim hætti að hann vill sífellt vera að miðla af reynslu sinni: Nú vil eg kenna þér náungi minn nokkuð gott í þetta sinn, heilagt kvæði eg helst finn sem hug mun líka þínum, báðum okkur í brjóstið inn blási Guð anda sínum. Hver var þessi trú Olafs sem innblés honum anda skáldskaparins? I fyrsta lagi er ljóst að hún er lúthersk trú. Hann nefnir sjálfur bæði Lúther og Melankthon með nafni. í kvæði sem ber heitið Uppá Guðs orð og fyrirheit skulum við sálast með öllum heilögum tekur hann dæmi af Móses og Davíð og hvemig þeirkomust undan ógn komandi dauða með réttri trú. Síðan víkur hann sögu að upphafsmanni siðaskiptanna og segir: Herra Lutherum hér eg finn sem hægan fékk vel afganginn, hann lét það vera sönginn sinn að svo elskaði Guð heiminn. Á dómi Guðs hann dýrðlegur mun upprísa. Á hinn bóginn kemur hin nýja kenning ekki allstaðar ómenguð fram. Olafur virðist til að mynda halda fast í hugmyndir katólskunnar um gerbrey tingu sakramentisins, sem eru í andstöðu við hugmyndir Lúthers. Hann orðar sýn sína með eftirfarandi hætti: Nýlega nú mig hefur nært þín kvöldmáltíð góð, þar inni þú mér gefur þitt allra helgast blóð. Sig þar við sál mín huggar síst því nú um sig uggar. Meðtók eg þig með mínum munni og hjartans trú, lífsbrauð mér lambi þínu lausnari minn vertú. Allir þeir rétt þig eta sem á þig trúna setja. Hold þitt með blessuðu blóði breyti mér um til sín, so mun þá sjálfs þíns góði son blífa eignin mín. Guðdóms þíns Guð lifandi eg gjörist þá hluttakandi. Hér virðist komið að undarlegri sambræðslu katólskrar trúar og lútherskrar. Sú hefur lengi verið hugmynd manna að sambúðin hafi gengið bærilega. Svo segir til að mynda í hinni stórmerkilegu bók Jónasar Jónassonar frá Hrafnagili Islenzkum þjóðháttum: Það er líkast því, að eftir siðaskiptin hafi lengi ráðið einskonar samsteypa af katólsku og lúthersku, og eimdi lengi af því, jafnvel fram á 18. öld. Það var ekki nema eðlilegt, að svo færi. Prestar voru alls ekki hámenntaðir, sízt framan af, og var víst oft óljós greinarmunurinn, og fólkið hafði fátt af bókum og var lítt læst. Þó að Guðbrandur biskup gerði sitt til að breiða út bækur og sannan lærdóm, var það lengi að komast inn í alþýðu; menn trúðu að vísu bókunum og lútherskri kenningu, en létu hitt fljóta með [...]" Sambúðin virðist þó ekki alltaf hafa gengið svo snurðulaust fyrir sig. Svo segir lil að mynda í kvæði er ekki hefur verið prentað fyrr: Afsegi fyrir utan töf eg Lútherum innað gröf; hlæ eg spotta’ og hæði rnjög, hans Lútheri huggunarlög; laungum hata’ og lasta nú Lútheraníska lærdóms trú, sá Lútherskur sem hér dó Satans klær hann sér tilbjó. Öll Rómerja orð og líf, upprigtugur þar við blíf, hrínging messu og helgra bón, hef ég mér fyrir sæluvon, lýð sem Páfans lærir skrá, langt í hjartað grafið fá sá fær himna sjálfur bú sem er af Rómverskri trú.12 Kvæðið er að vísu aðeins varðveitt í ungu handriti skrifað á árunum 1861-6613 en það á sér hins vegar eldri rætur því það er varðveitt í samsteypubók. Hversu miklu eldri er þó ekki unnt að segja. Vel má vera að einhvers staðar í handritageymslunum liggi eldri uppskrift eða uppskriftir sem veitt geti gleggri upplýsingar. Kvæði á borð við það sem hér er staldrað við ætti að minnsta kosti að vekja upp forvitni um þá heimsmynd og lífsskoðun sem menn mótuðu og miðluðu ígegnum aldimarmeðhinni skriflegu arfleifð. I Inngangi sínum fyrir Ijósprentun Vísnabókar Guðbrandar Þorlákssonar segir Sigurður Nordal: ‘ ‘Eftir 1612 [það er eftir að Guðbrandur gaf út V ísnabókina] var ekkert katólskt kvæði prentað á Islandi.”14 Þetta 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.