Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Side 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Side 14
aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - aðsent - Ásmundur U. Guðmundsson, á Akranesi leitar gjaman til félaga í Ættfræðifélaginu þegar finna þarf svörvið áleitnum spumingum. Erþað til eftirbreytni; vel mættu fleiri félagsmenn nýta sér Fréttabréfið til samskipta við aðra lesendur blaðsins. Vonandi bregðast félagsmenn vel við spurningum Ásmundar ef svör finnast. Hér á eftir fara bréf sem Ásmundur hefur ritað Fréttabréfinu síðustu mánuði og er hann beðinn velvirðingar á því hvað dregist hefur að birta þau en það stafar af því hve stopul útgáfa Fréttabréfsins hefur verið að undanfömu. H.H. Kæra Ættfræðifélag Enn á ný leita ég á náðir ykkar í Ættfræðifélaginu. Þannig er, mér er svo gjörsamlega fyrirmunað að finna stafkrók um mann, sem hét Kristmann T orfason, vitað er að hann fór til Vesturheims 1887, þá bam að aldri, með foreldrum sínum, Torfa Sveinssyni bónda í Kirkjuskógi í Miðdölum, Dalasýslu (þar 1871-87, áður í Neðri-Hundadal 1857-71) og þriðju konu hans Guðrúnu Jónsdóttur. Settust þau að í Glenboro í Manitoba og áttu þar heima til æviloka. Þrátt fyrir leit í líklegum sem ólíklegum gögnum, finn ég ekki stafkrók um þennan frænda minn Kristmann, nema smá klausu, aðeins nafnið hans og að hann hafi fallið í heimsstyrjöld, í Dalamönnum 1. bindi á bls. 237. Yrði ég mjög þakklátur hverjum þeim sem gæti frætt mig um lifshlaup Kristmanns, sömuleiðis um bróður hans Matthías, sem líkur benda til að sé fæddur á Islandi, getur eins verið fæddur vestanhafs, hann finn ég ekki heldur. Þrátt fyrir leit í Vestur-íslenzkum Æviskrám, hefur mér ekki tekist að finna neitt um Torfa Sveinsson og hans fólk nema í 2. bindi á bls. 247-8, er þar lesning varðandi Jón Andrés Olsen uppeldisson hans en hann var sonur Guðrúnar þriðju konu Torfa. Um hin börn Torfa, sem fóru vestur um haf 1887, Kristfríði Jensínu og Kristhönu Ingibjörgu og Gísla sem fór vestur um haf með fjölskyldu sína 1888, finn ég ekki neitt nema í Dalamönnum 3. bindi, þar er smávegis um þau, eins um Torfa, sem skrifað er mest um. Þar sem vitnað er til búsetu afkomenda Gísla Torfasonar vestan hafs finn ég ekki neitt þó leitað hafi mikið í Vestur-íslenzkum Æviskrám. Væri ég þakklátur hverjum þeim sem frætt gæti mig um afkomendur Gísla, búsetu þeirra og lífshlaup. Það skal segjast eins og er, að mjög er andstætt að eiga heima utan borgarmarka Reykjavíkur, en þurfa að sækja stofnanir og söfn þau er geyma gögn varðandi ættfræði, varla er hægt fyrir þá senr langt eiga að sækja að offra einum, jafnvel fleiri dögum fyrir áhugamál sín íleitir að efni, því skrifstofutíminn er stuttur á degi hverjum, svo meira en hálfur dagurinn væri til lítils gagns. Það væri til bóta fyrir ættfræðigrúskarana ef viðeigandi stofnanir væru með opinn tíma utan við hefðbundinn opnunartíma, svona 2-3 tíma einu sinni í viku eða hálfsmánaðarlega, fyrir þá sem ættu heima utan umráðasvæðis Reykjavíkur, en væru að grúska í ættum sínum. \ Til athugunar Vegna skrifa minna í síðasta tölublaði Fréttabréfs Ættfræðifélagsins um Jón Gott- skálksson ogKristínuNeveláBlómsturvöllum á Hellissandi, vil ég gera hér yfirbót. Eftir að blaðið kom út, var mér bent á dóm frá árinu 1812, í dóma-og þingbók Snæfellsnessýslu, þar sem fyrirgreind Jón og Kristín koma við sögu. Eftir að hafa athugað þennan dóm, svo og dóma-og þingbókina næstu ár á eftir, sýnist mér að mikilll vafi sé á því, að Jón Gott- skálksson hafi verið faðir Kristjönu (f. um 1815) sem seinna var húsfreyja í Bjarneyjum. Vissulega áttu þau Jón Gottskálksson og Kristín Nevel börn saman, þar á meðal Krist- jönu, sem f. var 12.des. 1811 á Blómsturvöll- um og dó á 1. ári, en þar með er ekki sagt og raunar ekki líklegt, að Jón Gottskálksson hafi verið faðir Kristjönu í Bjarneyjum. Með þessu aukast líkurnar á því að sá hafi verið Jón Jónsson í Lukku, sem áður hefur verið nefndur. Þetta bið ég niðja Kristjönu í Bjarn- eyjum að hafa í huga. Og þá er mál að linni bollalegginum mínum um barnsfeður Kristínar Nevel. 7. janúar 1997 Eggert Th. Kjartansson. V_______________________________________) 14

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.