Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 10
Gef eg mig undir geymslu þín, göfugleg Jesú móðir. Vænti eg þú munir vitja mín. Vefst eg hér í sárri pín. þér sé heiður hæsti herrann góði. Efni kvæðisins er alþekkt og er meðal annars að finnaíhinniíslenskugerð afMaríusögu,samsafnsriti um Maríu ritað á katólskri tíð sem nýkomið er út að nýju hjá Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Jón Helga- son segir að sökum þess að ort sé út af efni í katólskri bók geti engin vafi leikið á um það að Gyðingsdiktur hafi einnig verið ortar í katólskum sið, enda þótt hann bæti því við að engin merki sjáist í hinum varðveittu gerðum að á bak við búi svo gamall texti.19 Ég leyfi mér að draga fullyrðingu Jóns í efa. I fyrsta lagi er auðvitað alls óvíst að Maríusaga hafi verið frumheimildin. Sagan um gyðingsdrenginn og hjálp Maríu gæti vel hafa slitnað úr tengslum við hina stóru sögu og lifað sjálfstæðu lífi sem dæmisagaeins og til að mynda öll viðlögin og kvæðabrotin sem eitt sinn vóru hluti af heild sem er nú fyrir löngu glötuð. Og jafnvel þótt Maríusaga hafi verið frumheimild þá er allsendis óvíst að skáldið hafi ekki getað komist að sögunni eftir siðaskipti. Þegar Árni Magnússon er að safna handritum um 150 árum eftir siðaskipti nær hann brotum af tugum uppskrifta af sögunni. Til er heimild um eina Maríusögu sem Árni náði ekki að klófesta og lét hann séra Eyjólf Jónsson á Völlum skrifa hana upp fyrir sig. Veit síðan enginn hvað varð um handritið eftir að séra Eyjólfur ritaði það upp. Þá má einnig benda á að ekki er víst að við höfum fullar sagnir af öllum uppskriftum á Maríusögu sem í landinu hafa legið á síðari öldum. Sú hugsun sem liggur að baki fullyrðingu Jóns gefur sér fyrirfram með hvaða hætti lútherskir menn ortu út frá katólsku efni. Það er augljóslega ákaflega hæpin forgjöf í rannsókninni, svo ekki sé meira sagt. Hún gefur sér líka að við hin opinberu trúarskipti hafi myndast ákveðin gjá milli hins “katólska” og hins “lútherska”, og menn hafi ekkert verið að fara þar á milli. Svovill til að viðhöfum gottdæmi umað menn hafi gengið út af hinum lútherska garði og inn á hinn katólska akur. Eitt af þeim kvæðum sem Jón gaf út í Islenskum miðaldakvæðum eru Maríulyklar.20 Eins og nafnið bendir til er það kveðið undir ýmsum bragarháttum og eru sumir dýrari en aðrir. Kvæðið er ekki varðveitt í eldri uppskrift en frá síðasta hluta 17. aldar. Hins vegar hefur einhver á fyrri hluta 18. aldar setið með uppskrift af kvæðinu sem hefur hugsanlega verið skert, að minnsta kosti tekur hann sig til og eykur við síðari helming 12. erindis og yrkir síðan heil 55 erindi til viðbótar.21 Þess má geta að upphaflega kvæðið er ekki nema 36 erindi svo þetta er allmikil viðbót. Það væri sannarlega þörf rannsókn að bera viðbótina saman við eldri gerðina og kanna hvort og þá á hvern hátt efnistök eru ólík. Þá væri einnig merkilegt að vita hvaða kenningar yngra skáldið notar um Maríu og hvers hann vænti af henni að skáldalaunum, svo nokkuð sé nefnt. Slík rannsókn verður þó að bíða betri tíma. Þess í stað langar mig hér í lokin að renna frekari stoðum undir þá staðreynd að um Maríu hafi verið ort og tekist á um í lútherskum sið. I fyrsta lagi vil ég benda á að í útgáfum Guðbrands Þorlákssonar gerir hann harða atlögu að Maríu Guðsmóður. Allir þekkja hvernig Lilja var leikin. Guðbrandur mun hafa fengið Arngrím lærða til að breyta kvæðinu á þann hátt að María var tekin burt en Kristur látinn leysa hana af hólmi, þar sem unnt var. Á hinn bóginn vitum við líka að fólkið þekkti sína gömlu Lilju og enda þótt ein 200 ár liðu svo að kvæðið komst ekki óbrjálað á þrykk, var það geymt og varðveitt. Jafnvel eru þess dæmi að Maríulofið í Lilju hafi verið skrifað upp sérstaklega. Ég hef orðið var við að þessa aðferð, að prenta kvæði úr katólskum sið og breyta þeim einungis að því leyti að fella Maríu á brott úr kvæðinu, notar Guðbrandur víðar en fræðimenn hafa veitt athygli til þessa og er undirritaður raunar að vinna að smágrein um afdrif katólska arfsins í höndum Guðbrands. Við skulum líta áafdrif eins kvæðisins er það hefur lent undir bullarans svertu, eins og Hannes Finnsson Skálholtsbiskup kallaði prentverkið.22 Kvæðið er nefnt Heimsósómi. Það er ákaflega fallegt og hugljúft kvæði. Skáldið uggir um eigin hag. Hann segir í byrjun: Mörg er mannsins pína, megum vér líta á það. Hver um hagina sína hugsi og geymi að. Hve sárlegt er það syndamyrkur er angrar mann á allan hátt. Aldrei er hann svo styrkur. Heimur og holdsins vandi hefur svo margan villt. Þriðji er óhreinn andi, öllu fær hann spillt. Illir kaupmenn erum vér þá ef vér flýjum föður vorn Krist, en föðmum þessa þrjá. Kvæðið er 16 erindi í V ísnabókinni og ber á engan hátt með sér að koma úr katólskum sið. Það er falleg hugvekja til manna að iðrast synda sinna og snúa frá glapræðisbrautinni. Nú vill hins vegar svo heppilega til að kvæðið er varðveitt í einu af þremur meginhandritum katólskra helgikvæða, AM 713 4to, og er því örugglega ort fyrir siðaskiptin. Þegar 10

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.