Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Side 25

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Side 25
í niðjatalsglugganum eru merkireitir sem nota má til þess að sníða stórar niðjaskrár með því að velja einungis beina leggi, einungis merkt spjöld eða einungis beina leggi á merktum spjöldum. Tvíteknar ættargreinar - Fjarlæging endurtekningar Til þess að benda á og fjarlægja endurtekningu í niðjatali skal merkja við í Fjarlægja tvískráð-reitinn í sníðingaiTammanum Snyrta (sjá 31-4). Endurtekning (myndun tvítekinna greina) verður til þegar niðjar giftra systkinabarna (eða systkina) birtast oftar en einu sinni í niðjaskrá. Ef tvíteknar greinar eru fjarlægðar úr skrá verður uppspretta tvítekningarinnar (skyld hjón) merkt með tveimur stjörnum (**) aftan við nöfn þeirra í niðjaskránni. Fyrsta útgáfa greinar helst í skránni - allar aðrar útgáfur verða fjarlægðar. Beinn leggur í niðjatali Segjum sem svo að mann langi til að senda ættingja skrá sem sýni hvernig skyldleika er háttað. Það mætti gera á þennan hátt: 1. Byrjað skal á eigin fjölskylduspjaldi. Valin er skipunin Beinn skyldleiki (undir Utbúa). 2. Valinn er Beinn skyldleiki út frá spjaldi ættingjans. 3. Finnið (með því að smella) spjald sameiginlegs áa. Ef hann/hún er ekki þekkt veljið Sjálfmerkt undir Merkja,veljiðSameiginlegurforfaðirundirStillingar og smellið á Leita. Reunion leitar nú að fjölskylduspjöldum með fleiri en einum bamahnappi í beinumlegg.Þannigfinnstsameiginlegurái.Tvísmellið á nafn hins sameiginlega áa á Sjálfmerkt-listanum. 4. Þegar fjölskylduspjald sameiginlega áans hefur birtst skal veljaNiðjatal undirUtbúa. Búið til niðjaskrá með því að merkja við í Aðeins beinn skyldl(eiki). Þessi síðasta skipun neyðir Reunion til að innifela aðeins þá niðja sem eru í beinan legg (miðað við barnahnappana) og þeir verða með feitu letri. (Sjá bls. 31-5.) Athugasemd: Þegar ofangreind aðgerð erendurtekin þarfaðsmellaáEyðaáöllum spjöldumívalglugganum Beinn skyldleiki (þegar 1. spjaldið er á skjánum). Inndráttur Niðjaskrá er texti sem sýnir niðja upphafsforeldra. Hver inndráttur þessarar textaskrár gefur nýja kynslóð til kynna. Til þess að ákveða hve langt inn skal draga hverja kynslóð skal merkja við á seðilinn sem finnst í Niðjatalsglugganum. Mælt ermeð að merkja við Dálkmerki (Dálkastillingu) af því að þá verður auðveldara að breyta bilinu á milli kynslóða þegar útlit skjalsins verður ákveðið í ritvinnsluforritinu. Hægt er að brey ta dálkastill ingunni í ritvinnsluforritinu og þar með bilinu milli kynslóða. Vistunarmáti Þegar niðjatal er búið til er um þessa kosti að ræða: •skráinverðursjálfvirkttilsem skjalíritvinnsluforriti eða • hægt er að vista skrána sem textaskjal á diski. Athugasemd: Áður en Niðjatal er búið til er hægt að fara í Skýrslur undir Kostir og þar má m.a. velja á milliritvinnslufoiTÍta, skráarsniðs(“Text”eða“RTF”, veljið Text) og leturgerða. (Sjá um RTF í 28. kafla.) Ættarskrár í ritvinnslu Vilji menn opnaniðjatal í ritvinnsluforriti skal smellt á hnappinn við nafn forritsins í rammanum Uttak og síðan á Skrá (Report). Skráin verður nú búin til, vistuð á diski sem textaskjal (í Skráamöppu) og opnast sem ritvinnsluskjal í viðeigandi forriti. Eftir þetta má nota ritvinnslufon'itið til þess að skoða, ritstýra og prenta skrána. Skrár vistaðar á diski Vilji maður einungis vista skrá sem textaskjal á diski skal smellt á hnappinn Aðeins diskaskrá og síðan á Vista (Save). Beðið verður um að gefa skránni nafn og hún verður vistuð á diski sem textaskjal. Börn fleirgiftra maka í niðjatali verða böm fleirgiftra maka skráð einu sinni íhverjuhjónabandi.Fráþessuemtværundantekningar: 1. Þegar niðjatalið er búið til gerir forritið ráð fyrir því aðfólkmeini:búiðtilskrásemsýnirniðjaeiginmannsins og eiginkonunnar á fjölskylduspjaldinu sem rakið skal frá. Hafi annað hvort eiginmaðurinn eða eiginkonan ábirtu fjölskylduspjaldi - upphafsforeldrarnir- eignast fleiri maka verða niðjar þessara annarra maka ekki á skránni. Vilji maður fá niðja annarra maka upphafsforeldra þarf að skipta um upphafsforeldrana. Látið skrána byrja á foreldri eða öðrum áa birtra upphafsforeldra. 2. Hafi sá kostur verið valinn að innifela ekki maka niðja í niðjatalinu og persóna fleiri en eins maka er í síðustu kynslóð niðjatalsins verður þessi persóna ekki talin tvisvar. (Skoðið dæmin á bls. 31 -6 í bókinni.) Útlit (form) niðjatals Til þess að tilgreina útlit niðjatala er notað valblað (aftan við Rammi) í niðjatalslugganum. Kostirnir eru Venjulegt (“Normal”), Stutt (“Short”) og Löglegt (“Legal” eða töluröðunaraðferðin). Hér fer á eftir stutt lýsing ásamt dæmum um hverja aðferð fyrir sig: 25

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.