Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1997, Blaðsíða 11
handritið er aðgætt kemur í ljós að níu síðustu erindin hafa verið felld brott og mig langar til að birta þau hér, með þeirri undantekningu að vísu að eitt erindið er skert og mun ég fella það úr: Eru til englar góðir og ýmsir helgir menn, guðs en milda móðir, mestu ræður hún enn. Sjá miskunnarmeyjan skær, þiggur það fyrir Jesú ást er enginn annar fær. Innileg Jesús móðir, jungfrú María hrein. Þig heiðra allar þjóðir þú vart makleg ein að bera fyrir þínu brjósti þann lifandi guð er leysti oss sannan guð og mann. Þú ert hin bjarta blóma blezuð guðdóms höll. Af þínum sæta sóma syngur veröldin öll. Sæt María, heil vertú. Guð himnanna gjörðist maður af holdi þínu, frú. Guð var ei með gráti, getinn né fæddur af þér. Kóngurinn lítilláti líkn og miskunn tér. Þín óflekkuð jungfrúr magt eyddi þeirri allri smán er á var fólkið lagt. Þér munu allir unna eilífs herra kvon, þeir sem þitt nafn kunna þú ert vor hjálpar von, lifandi brunnur sæll og sætur, elskar hvern er iðrast vill og öngvan mann forlætur. Tak við máli mínu eð miskunnsamasta víf. Öndin óttast pínu, æ þegar skilst við líf. Halt því fram fyrir herrans dóm. veit eg víst að verndin þín hún verður oss eigi tóm. Láttu oss löstu bæta, lifandi drottning mín. Fyrir þann munninn mæta er mylkti brjóstin þín. Sættu oss við son þinn, Krist, svo að eilífu öðlumst vær með ykkur himnavist. Situr þú syninum hið næsta, sæl unr allan aldur. Þér gefur heiðurinn hæsta himnaríkis valdur. Honum og þér sé sungin sú endalaust eilíf dýrð. Amen, blezuð frú. Það þarf víst ekki að fara í grafgötur með það af hverju erindin vóru skorin burt áður en kvæðið var prentað, en heldur breyta lokaerindin ásýnd þess. Það má samt enginn skilja orð mín svo að ég haldi því fram að skriflega menningin sé fyrst og fremst katólsk menning, enda þótt mér virðist augljóst að þar sé fólgin mun meiri nálægð og tengsl við katólska hugsun en væri að vænta miðað við almennt viðhorf. Ég held þvert á móti að íslensk menning hafi einkennst af lifandi togstreitu milli hins eldra og hins yngra, milli arfsins og nýjabrumsins, milli katólsku og lúthersku, ef menn vilja kalla það svo. Mér virðist ennfremur að í hinni óopinberu orðræðu hafi farið fram lifandi og skapandi umræða sem við missum af meðan við dormum á yfirborðinu. Að lokum vil ég aðeins segja þetta: I spjalli mínu hef ég reynt að benda á að sumt er það í bókmenningu okkar sem ekki hefur verið gaumur gefinn, en er eigi að síður þess eðlis að það er ekki með öllu vansalaust. Það verður ekki unað við það lengur að heilar aldir standi sem opið gímald í menningarsögu okkar. Ávinningur okkar af því að taka til hendinni er þó ekki fyrst og fremst fólginn í því að draga fram áður óþekkta dýrgripi sem við vissum ekki að við ættum í fórum okkar. Ávinningurinn sem okkur getur hlotnast er að eignast í fyrsta sinn samfelldan skilning á framgangi bókmenningarinnar. Af hita þess skilnings munu handrit okkar, stór sem smá, loks eignast mál - og sum einnig hljóð. 1 Grein þessi var upphaflega flutt sem erindi í boði Ættfræðifélagsins hinn 28. nóvember 1996. 2 SjáSkímir 1922,tímaritHinsIslenzkabókmenntafélags, XCVI. ár, ritstjóri Ámi Pálsson, bls. VII. 3 Jón Helgason, Handritaspjall, (Reykjavík, 1958), bls. 9. 4 SkýrslaumhandritasafnHinsíslenzkabókmenntafélags eptir Sigurð Jónasson, Kaupmannahöfn, 1869), bls. IV. 5 Landsbókasafn íslands, árbók 1964, XXI. ár, [ritstjóri FinnbogiGuðmundsson],(Reykjavík, 1965), bls. [104]. 6 Landsbókasafn íslands, árbók 1964, bls. [104]. 7 Lbs 2368 4to. 8 Stefán Ólafsson. Kvæði II (Kaupmannahöfn, 1886), bls. 41. 11

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.