Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Fyrsti náttúru- verndarsinninn Sigríði frá Brattholti má kalla fyrsta íslenska náttúruverndar- eða umhverfissinnann. Hún var fædd í Brattholti 1874 og bjó þar allt sitt líf, bærinn var nokkuð afskekktur, en þangað komu engu að síður gestir langt að til að skoða náttúruperluna Gullfoss. Sigríður og systur henn- ar þekktu fossinn vel og var umhugað um hann, þær vísuðu gestum gjaman til vegar og lögðu m.a. fyrsta göngustíginn á svæðinu. Sigríður hafði ekki tækifæri til skólagöngu en var vel lesin og listræn, mikil hannyrðakona og teiknari. Um aldamótin 1900 fengu fjársterkir erlendir aðilar áhuga á virkjanaframkvæmdum á íslandi. Breskur maður hafði augastað á Gullfossi og bauð föður Sigríðar 50.000 krónur fyrir fossinn en hann sagði: „Ég sel ekki vin minn“. Seinna komst Gullfoss í hendur aðila sem vildu virkja og hóf þá Sigríður baráttu sína fyrir friðun fossins. Hún barðist við marga af valdamestu og ríkustu mönnum landsins, lagði á sig langferðir við erfiðar aðstæður og gekk á milli valdhafa í Reykjavík. Þegar illa gekk og málið virtist tapað hótaði Sigríður að henda sér í fossinn. Til þess kom sem betur fer ekki því með aðstoð lögfræð- ings síns Sveins Björnssonar, síðar forseta, fékk hún samningnum rift um síðir þegar leigugjald barst ekki á réttum tíma og Gullfoss komst þá í eigu ríkisins. Sigríður lést árið 1957 og var jarðsett í Hauka- dal. Hennar verður ávallt minnst fyrir að hafa komið í veg fyrir virkjun Gullfoss. Lágmynd af Sigríði, gerð af Ríkharði Jónssyni, var reist við Gullfoss og sérstök stofa, Sigríðarstofa, er í þjónustumiðstöðinni við Gullfoss. 3. Einar Gunnarsson bóndi Auðsholti svo Syðra- Langholti. f. 1766 Litla-Fljóti Bisk. d. 28. apr. 1829 Syðra- Langholti. ~ Katrín Gunnarsdóttir. 7-3 4. Gunnar Egilsson bóndi Litla-Fljóti, Múla, Hrosshaga, Spóastöðum, síðast Auðsholti. f. 1731 d. 1794 (Esph. 6464) ~ Sigríður Einarsdóttir 11-4. I riti Hannesar Finnssonar biskups, „Mannfækkun af hallærum á Islandi“, segir svo um Biskupstungur árið 1784: Þá var í allri sveitinni einn einasti skattbóndi, forstands og sómamaðurinn Gunnar Egilsson, sem strax um haustið skar meira af heyum en nokkur annar, og síðan aptur með góu, áður en hannfór til vers, gjörði aðra gángskör að fjárskurði af heyum, hvar með hann héltfleiru kvikfjár eptir um vorið og hafði meiri not, bœði af því, er frálagðist, og hinu sem aflifði, en aðrir. Hann var líka sá eini í þeirri sveit, er í miklu haustrigníngunum 1780 hélt heyum sínum að öllu óskemmdum í garði, með því að hann í tíma bar ofan á þau mykju úrfjósi. 5. Egill Gissurarson bóndi Bergsstöðum Bisk. 1729 - 1735, Halakoti Bisk. (Stgr. 2271) f. 1686 ~ s.k. Halldóra Gunnarsdóttir. 19-5 6. Gissur Jónsson bóndi Efra-Langholti Ytrahreppi 1703. f. 1656 ~ Guðrún Egilsdóttir f. 1661, búandi ekkja Efra- Langholti 1709. 4. grein 2. Helga Jónsdóttir hfr Gýgjarhólskoti svo Bryggju. f. 21.apr. 1815 Króki Bisk. d. 31. maí 1860 Bryggju. ~ Þórður Jónsson 2-2 3. Jón Jónsson bóndi Króki 1801 - 1835. f. 1761 Lambhúskoti Bisk. d. 22. des. 1839 Einholti. ~ Sigríður Jónsdóttir 8-3 4. Jón Guðmundsson bóndi Lambhúskoti 1755 - 1778, Króki 1791 - 1792. f. 1720 d. 23. okt. 1792 Króki. ~ Sesselja Jónsdóttir. 12-4 5. Guðmundur Jónsson bóndi Bræðratunguhjáleigu 1729. f. 1683 ~ Þorgerður Einarsdóttir. 20-5 5. grein 3. Elín Jónsdóttir hfr. Helludal 1801-1816. f. 1767 Hvammi Landmannhreppi d. 27. febr, 1830 Helludal. ~ Tómas Sæmundsson. 1 - 3 http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.