Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 eftir að formóðir hennar yfirgaf ísland! Lang- ömmubam Margrétar er Laurence Petersen f. v. biskup mormóna í British Colombia og mikill áhuga- maður um ættfræði. Margir af niðjum Margrétar hafa haldið mikilli tryggð við ísland . Guðrún 12. Næsta barn var telpa skírð Guðrún eftir móðurömmu sinni, en Guðrún varð ekki langlíf. Guðríður 13. Þá er komið að yngstu dóttur Eiríks Hjörtssonar og Ragnhildar Guðmundsdóttur, sem lifði, en það var Guðríður. Hún átti Bjöm Pétursson Hjaltested jámsmið, en hús þeiira, upphaflega kallað Teitshús eftir Teiti Finnbogasyni dýralækni sem byggði það urn 1835, stóð við Suðurgötu 7 í nánd við Ráðhús Reykja- víkur. Var það síðar kallað Hjaltesteðshúsið.53 En einmitt í því húsi bjó Steingrímur Thorsteinsson skáld á árunum 1873-1879 og er allt eins víst að hann hafi þar fyrst kynnst Guðríði seinni konu sinni sem var systurdóttir Guðríðar Hjaltesteð og nafna hennar. Hjaltesteðshjónin fluttu í Suðurgötu 7 árið 1859. Húsið var síðar gefið að Arbæjarsafni þar sem það stendur nú. Böm Guðríðar og Bjöms voru Georg Pétur stjórnarráðsfulltrúi og Bjami aðstoðarprestur við Dómkirkjuna, en þeir bjuggu síðar hvor í sínum helmingi hússins, og Sigríður kona Pálma Pálssonar yfirkennara við Menntaskólann í Reykjavík. Þau bjuggu í Nordalshúsi og sonur þeirra sem var ógiftur og bamlaus gaf síðar Háskóla Islands húsið. Jón Helgason biskup segir um Guðríði Eiríks- dóttur í bókinni „Þeir sem settu svip á bæinn“ að hún Guðríður Hjaltesteð, yngsta dóttir Eiríks sem lifði. Eina niyndin sem vitað er að sé til af börnum Eiríks Hjörts- sonar. hafi verið „...einstök merkiskona, sem allir þeir er henni kynntust, höfðu hinar mestu mætur á, enda var heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir myndarskap og rausn við alla, sem þangað komu, en þeir voru ekki fáir.“54 Um Björn mann hennar segir Klemens Jónsson í Sögu Reykjavíkur að hann hafi verið „einn af merkustu borgurum hjer síðari hluta fyrri aldar.55 Guðríður Eiríksdóttir var amma þeirra bræðra Svavars blaðamanns og útgefanda Fálkans, Óla Péturs læknis, Bjöms stórkaupmanns og Kjartans fulltrúa Hjaltested og langamma Friðriks Þórs kvikmyndagerðarmanns og Sigríðar Geirsdóttur f. v. fegurðardrottningar og þeirra systra. Ólafur 14. Þá er komið að Ólafi en hann var fæddur 1835, og síðasta barn þeirra hjóna sem lifði. Tíu ára er hann orðinn munaðarlaus. Fátt veit ég um hann annað en það að hann drukknaði á Kollafirði árið 1869 tæplega hálffertugur að aldri og var þá til heimilis í Stöðlakoti, trúlega hjá Önnu elstu systur sinni, en hún hafði orðið ekkja tveim árum áður. Ólafur var ókvæntur og barnlaus. Guðmundur 15. Yngsta barn Eiríks og Ragnhildar var Guð- mundur, f. 1836. Hann varð aðeins hálfs árs. Reykjavíkurdætur Þær Eiríksdæturnar Sigríður, Anna, Rannveig og Guðríður voru sannkallaðar Reykjavíkurdætur. Þær ólust upp á Rauðará og bjuggu síðan allar í hjarta Reykjavíkur: Anna í Stöðlakoti í Syðstabænum, Rannveig á Vegamótum við Laugaveg nú við Vega- mótastíg og Guðríður í Suðurgötunni. Sigríður bjó svo á Nauthól með Alexíusi sínum Jónssyni. Þær systur hafa án efa þótt góðir kvenkostir enda giftust þær allar hinum mætustu dugnaðarmönnum. Mikill samgangur hefur verið rnilli heimilanna, enda stutt að fara. Þegar Jón afi minn var skírður 1860 voru báðir mágar Rannveigar þeir Bjöm Hjaltesteð og Eiríkur Eiríksson guðfeður hans. Það er líka gaman að sjá að margir af afkomend- um Eiríks hafa búið og búa enn í Reykjavrk og halda áfram að setja svip sinn á mannlífið. Ragnhildur Erla Þorgeirsdóttir, lítil frænka mín, sem ber nafn þriðju konu Eiríks Hjörtssonar, og er komin af henni í bæði föður og móðurætt, er t. d. 12. ættliðurinn Reykvík- ingur og hafa forfeður hennar búið í Reykjavík samfellt í 325 ár eða frá árinu 1681. Ja, hvað telst ekta Reykvíkingur ef ekki hún! Saga nafnanna Þegar litið er á nöfnin í þessari ætt má sjá að mörg þeirra ganga í ættir mann fram af manni, líkt og Ragnhildamafnið sem komið er frá Ragnhildi síð- ustu konu Eiríks okkar Hjörtssonar. Eins og áður sagði skírði Rannveig Eiríksdóttir langamma mín http://www.vortex.is/aett 19 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.