Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004
Skírnarskál Brands
Bj ar nhéðinssonar
Ekki grunaði þau hjónin Guðrúnu Friðriksdóttur
Fljartar og Adam Þór Þorgeirsson, þegar þau skírðu
son sinn í Akraneskirkju árið 1965, að skímarskálin
væri nátengd litla kollinum sem þar var vatni ausinn.
En Þorgeir litli sem þar var skírður er 9. ættleggurinn
frá Brandi Bjarnhéðinssyni sem upphatlega gaf
skímarskálina til Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Brandur Bjarnhéðinsson, langalangafi Eiríks
Hjörtssonar, sem um er fjallað hér að framan, var
lögréttumaður og lögsagnari, bóndi og kirkjuhatdari
á jörðinni Vík (Reykjavík) frá 1708 til dauðadags
1729. Hann var framfarasinnaður, dugnaðar- og
gáfumaður sem endurbyggði og stækkaði gömlu
Víkurkirkjuna sem var síðasta torfkirkjan í Vík og
stóð við núverandi Aðalstræti. Hún var öll
timburþiljuð og þótti bera af öðrum guðshúsum á
sinni tíð. Auk þess gaf Brandur kirkjunni margt
góðra gripa; m.a. kertastjaka, altaristöflu og forláta
skírnarskál úr messingi.
Skírnarfatið kom í kirkjuna 1715-1724 og stóð á
altarishorninu í um hundrað ár allt fram til ársins
1827 þegar smíðuð var undir það súla. Það vék svo
fyrir skírnarfonti Bertils Thorvaldsens árið 1839.
Skírnarfatið sem sýnir í botninum boðun Maríu var
Þorgeir Adamsson sonar-dóttur-dóttur-sonar-sonar-
sonar-sonar-dóttur-sonur Brands gamla Bjarnhéðins-
sonar var skírður upp úr skál forföður síns árið 1965.
Skírnarskál sem Brandur Bjarnhéðinsson, langa-
langafi Eiríks Hjörtssonar gaf Dómkirkjunni í Reykja-
vík á árunum 1715-1724.
keypt 1842-3 fyrir sex ríkisdali af Sr. Hannesi
Stephensen fyrir heimakirkju hans að Görðum á
Akranesi. Þar stóð skímarskálin á sínum fæti allt
fram til ársins 1896 þegar hún var flutt í
Akraneskirkju. 1947, eða um hálfri öld síðar, fékk
svo þessi fallega, söguríka skál veglegan font eða
súlu gerða af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara.
Fonturinn var gjöf þeirra hjónanna Haraldar
Böðvarssonar og Ingunnar Sveinsdóttur.
En það lá við að saga skálarinnar yrði öll eina
dimma vetramótt fyrir nokkrum árum en þá brutust
nokkrir óprúttnir náungar inn í kirkjuna og stálu
ýmsum góðum gripum og þar á meðal skálinni góðu.
En hvort sem það var af flýti, hræðslu eða þá að
skálin var ekki úr eðalmálmi þá hentu eða misstu
þjófamir hana rétt utan við kirkjuvegginn þar sem
hún fannst svo nokkru seinna. Svo enn stendur hún í
Akraneskirkju eins og hún stóð þegar Þorgeir
Adamsson sonar-dóttur-dóttur-sonar-sonar-sonar-
sonar-dóttur-sonur Brands gamla Bjamhéðinssonar
var úr henni vatni ausinn á páskunum árið 1965. En
þá langfeðgana Þorgeir og Brand skilja nett 300 ár!
Guðfinna Ragnarsdóttir.
Hólmfríður Gísladóttir f.v. formaður Ættfræði-
félagsins óskar eftir að kaupa Sögu íslendinga í N.
Dakota eftir Thorstinu S. Jackson.
Niðjamót
Umtjöllunin um niðjamót, sem auglýst var í síð-
asta blaði, mun bíða betri tíma og rýmis í blaðinu.
Ritstjóri
http://www.vortex.is/aett
22
aett@vortex.is