Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Guðfinna Ragnarsdóttir: Reykvíkingurinn Eiríkur Hjörtsson 1771-1846 -brot af sögu alþýðumanns- erindi flutt á fundi Ættfræðifélagsins 22. október 1998 Seinni hluti - styttur Börn Reykvíkingsins Eiríks Hjörtssonar og afkomendur þeirra hafa sett svip sinn á bæinn og þjóðlífið í rúm 200 ár. Og Reykjavíkursagan var svo sem ekki að byrja þegar Hjörtur Eiríks- son fór að gera sér dælt við Rannveigu, lög- sagnaradótturina í Skildinganesi, því foifeður hennar höfðu þá búið í Reykjavík óslitið frá því 1681 eða í um hundrað ár. Við skildum við Eirík Hjörtsson í síðasta blaði þegar hann giftist Önnu miðkonu sinni og flytur að Rauðará. Hér má segja að hefjist nýr kafli í lífi Eiríks. Hann er enn ungur, eignast góða konu og fær fljótlega góða jörð til ábúðar. Hann hefur drengina sína Eirík og Hjört hjá sér, þeir fylgja honum og alast upp hjá þeim Önnu. 16. ágúst 1805 eignast þau Anna litla telpu. Og Guðný Eyjólfsdóttir, fyrsta kona Eiríks, á sterk tök í hjarta hans. Litla telpan hans hlýtur nafnið Guðný. En Guðnýjarnafnið verður ekki farsælt nafn, hvorki hjá Eiríki né afkomendum hans, eins og síðar á eftir að koma í ljós. En áður en kostajörðin Rauðará með sínum gjöfulu mógröfunt, jörð afa hans og ömmu, verður hans liggur leið hans nokkuð víða. 1804 er hann enn á Landakoti, 1805 í Þorfinnshúsi og 1806 í Melshús- um. Það er ekki fyrr en 1807 sem þau Anna setjast að á Rauðará. Þau hjónin eru þá bæði 36 ára, Eiríkur 12 ára, Hjörtur 9 ára og dóttirin Guðný eins og hálfs árs. 1809, sama ár og Jörundur hundadagakonungur lagði landið undir sig, fæðist sonurinn Ingimundur og 1812 eiga þau dótturina Sigríði. I Manntalinu 1816 býr Eiríkur ásamt Önnu konu sinni enn á Rauðará. Hjá þeim eru bömin þeirra þrjú. Guðný er þá 11 ára, Ingimundur 7 ára og Sigríður 4 ára (í mannt. stendur ranglega Sigurður). Hjá þeim eru einnig Hjörtur 19 ára og Eiríkur 21 árs. Þetta hafa trúlega verið góð ár hjá Eiríki, hann er einn ábúandi á jörðinni og ómegðin ekki mikil. Anna deyr En Guðnýjamar stoppa stutt. 1820 deyr Guðný litla dóttir þeirra Eiríks og Önnu aðeins 15 ára gömul. Og enn syrtir í álinn. Sorgarsagan úr Laugarnesinu endurtekur sig. Aðeins ári eftir að Eiríkur fylgir sinni annarri Guðnýju til grafar stendur hann yfir moldum Önnu konu sinnar. I Ministerialbók Reykjavíkur 1816-1838 sést að Anna Magnúsdóttir bóndakona á Rauðará deyr úr taksótt 10. júní 1821 rétt fimmtug að aldri. Og enn stendur Eiríkur einn uppi, 50 ára gamall, nú með fjögur börn, ekkjumaður í annað sinn og Sigríður litla aðeins átta ára. Og grasið grær á leiðum tveggja eiginkvenna og þriggja bama. En eins og grasið grær gróa líka sárin. Eiríkur fær til sín vinnukonu haustið eftir að hann missir konu sína. Ragnhildur heitir hún, ekkja, 28 ára gömul. Þótt aldursmunurinn sé rúm 20 ár tengjast þau Eiríkur nánum böndum. Þau eru þá bæði búin að missa maka sína. Og Eiríkur er ekkert að tvínóna við hlutina. Þau Ragnhildur gifta sig í kirkju eftir þrjár lýsingar í des. 1821 aðeins hálfu ári eftir að Anna deyr. Hann er þá 52 ára, hún 28 ára. Ragnhildur Guðmundsdóttir, þriðja kona Eiríks Hjörtssonar, er fædd um 1792, ættuð frá Óttars- staðakoti, Skógtjöm og Deild á Álftanesi Gíslasonar í Óttarsstaðakoti Ólafssonar b. Óttarsstöðum í 53 ár Hallssonar. Ragnhildur átti því djúpar rætur í sinni heimabyggð á Vatnsleysuströndinni og Álftanesinu og þar bjó hún einnig með Bjama fyrri manni sínum þar til hann lést. Hjaltesteð 1823 fæðist svo fyrsta bam þeirra Eiríks og Ragn- hildar. Eiríkur er þá rétt fimmtugur og Ragnhildur um þrítugt. Þau eignast dóttur, og ræktarsemi Eiriks er sú sama og áður. Telpan fær nafnið Anna, eftir annarri konu Eiríks. Annað bam þeirra Ragnhildar er drengur fæddur um 1824. Og enn reynir Eiríkur að koma upp Jónsnafninu, en án árangurs. Jón litla finn ég aðeins einu sinni skjalfestan, þá eins árs í sóknar- http ://w w w. vortex. is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.