Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 20
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004
dóttur sína Ragnhildi í höfuðið á móður sinni. Afi
skírði son sinn og föður minn Ragnar eftir henni og
ég son minn Ragnar. Tvö langafabörn pabba heita
Ragnhildur og Ragnar.
Bjami Eiríksson á Hamarlandi sonur Ragnhildar
Guðmundsdóttur skírði einnig dóttur sína Ragnhildi
en hennar maður var Einar Jóhannesson á Blámýrum
við Isafjarðardjúp. Elísabet dóttir þeirra var kona sr.
Jóns Olafssonar í Holti við Önundarfjörð. Þeirra dóttir
er Ragnhildur fædd 1937 bóndi á Gemlufalli í Dýra-
firði. Og hún á líka litla Ragnhildi fyrir bamabam.
Aðeins fimm böm þeirra Ragnhildar og Eiríks
komust upp og fjögur áttu afkomendur. Ekki sé ég
Ragnhildarnafnið hjá dætmnum Önnu og Guðríði en
ekki skal ég sverja fyrir að það geti ekki leynst
einhvers staðar. Hjartamafnið rennur áfram hjá börn-
um Bjama og er eins og kunnugt er líka orðið að
ættamafni og fer afar vel sem slíkt. Eiríksnafnið
rennur áfram meðal niðja Sigríðar og einnig gmnar
mig að það hafi orðið lífseigt hjá Hjaltesteðunum, þótt
ekki hafi ég fylgt því eftir. Mettunafnið skýtur upp
kollinum hér og þar og sömuleiðis Oddur og Jón.
Jón bóndi í Straumi, bróðir Eiríks Hjörtssonar, skírir
dætur sínar Mettu og Rannveigu í höfuðið á langömmu
sinni Mettu og móður sinni Rannveigu. Þriðju dóttur-
ina skírir hann Guðnýju en hún fæðist einmitt um
svipað leyti og Eiríkur bróðir hans missir Guðnýju
konu sína sem hafði búið með þeim á Bústöðum.
Hér er aðeins drepið á örfá af þeim mörgu nöfnum
sem við sögu koma en oft verður eitt nafn lífseigara
en annað. Gaman væri því að fá fregnir af því hvern-
ig hinum ýmsu nöfnum ættarinnar hefur reitt af.
Ættargripir
Líkt og nöfnin tengja okkur ættinni og sögunni, eins
og frásagnir og fróðleikur af ýmsu tagi, ættarsvipir og
einkenni, eru ættargripir ekki síður dýimætir. Það var
til dæmis afar skemmtilegt að komast að því að
eiginmaður Hrannar systurdóttur minnar, Þorgeir
Adamsson garðyrkjustjóri hjá Kirkjugörðum Reykja-
víkur, hafði á sínum tíma verið skírður í kirkjunni á
Akranesi upp úr skírnarfati því sem Brandur Bjarn-
héðinsson langalangalangalangalangalangalangafi
hans gaf Dómkirkjunni um 1710. (Sjá sér grein)
Það sama er að segja um vitneskjuna um það að
páskaljósið skuli hafa logað í stjakanum hans Brands
Bjamhéðinssonar við fermingu bæði Ragnars föður
míns og Bjargar dóttur minnar í Dómkirkjunni en
Brandur var líka langalangalangalangalangalanga-
langafi hennar.
Það er líka undarleg tilviljun að Björg dóttir mín
skuli eiga í fórum sínum silfurskeið sem móðursystir
Eiríks Hjörtssonar, Guðrún Oddsdóttir Thorlacíus,
og maður hennar Ólafur Thorlacíus á Bíldudal áttu
fyrir um 250 árum! (sjá sér grein)
Varúð!
Þessi litla samantekt um Eirík Hjörtsson, konur hans
og börn, er afrakstur margra stolinna stunda undan-
farinna ára. Hún hefur veitt mér ómælda gleði og
ánægju. Og það er með vissri tregðu sem ég læt þetta
litla greinarkorn frá mér fara. En ég hugga mig við
að ég get haldið áfram að spinna við Eirík Hjörtsson
í báða enda lengi enn!
Hér er stiklað á stóru og margt snöggsoðið. Ég hef
gaman af ýmsum vangaveltum og mannlegum þátt-
um sem sumir hverjir verða seint sannaðir eða
afsannaðir. Allt sem betur má fara og sannara reynist
er kærkomið og vona ég að það sem rangt er eða
ónákvæmt verði fært til betri vegar. Einnig fagna ég
öllum upplýsingum um aðra afkomendur Eiríks, þar
er margt óunnið.
Ég vona að mér verði fyrirgefnar syndimar, en
satt best að segja myndi þetta allt daga uppi ef ég ætti
að sitja yfir því þar til allt væri fullkomið. En mig
langar þrátt fyrir vankantana og öll spurningamerkin
til þess að deila þessum fróðleiksmolum með
fleirum.
Hafið samband
Ég hef leitast við að tengja Eirík við sem flesta og þá
frekar nafnkunna menn en aðra svo hægt sé að rekja
sig inn í ættina. Það er von mín að við sem af þessum
ágæta Eiríki Hjörtssyni erum komin og áhuga höfum
á frekari kynnum og fróðleiksmolum getum hist og
borið saman bækur okkar, það væri gott tilefni góðra
stunda. Það er einnig einlæg ósk mín að allir sem
eitthvað vita meira um forfeður eða niðja Eiríks
Hjörtssonar hafi samband við mig.
Einnig leikur mér forvitni á að vita hvort ætt
Ragnhildar Guðmundsdóttur eða eitthvað af hennar
fólki hefur búið áfram á Óttarsstöðum, sömuleiðis
hverjir eru niðjar Jóns Hjörtssonar bróður Eiríks en
hann var giftur Guðrúnu Jónsdóttur frá Nesi og bjó
einmitt á Óttarsstöðum. Metta dóttir hans átti Jón
Illugason í Hafnarfirði og þeira börn voru m. a. Jón í
Efstabæ í Reykjavík og Guðný sem átti Hermann
Guðmundsson í Reykjavík. Önnur dóttir Jóns var
Rannveig og hennar sonur var Steindór Sveinsson á
Óttarsstöðum og sonur hans Sveinn í Hvassahrauni.56
Allur fróðleikur er velkominn!
150 ára frétt!
Ég vil að lokum endurtaka að það var ólýsanleg
tilfinning og skemmtileg að sjá þennan forföður
minn, alþýðumanninn Eirík Hjörtsson, sem ég hafði
aldrei heyrt minnst á, rísa upp úr myrkri aldanna,
lifna við ef svo má segja og fá á sig fjölþætta og
fróðlega mynd. Það hefur veitt mér ómælda ánægju
að fá að fylgja honum eftir á lífsins braut frá upphafi
til enda, og geta svo spunnið við í báðar áttir, aftur í
aldir og fram á okkar daga.
Og til marks um það hvað ég lifði mig inn í ævi og
störf Eiríks Hjörtsonar, sorgir hans og gleði eftir að
hafa fylgt honum eftir skref fyrir skref í nærri 80 ár, þá
er ég einn daginn að fletta kirkjubókunum og sé þar að
http://www.vortex.is/aett
20
aett@vortex.is