Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Saga silfurskeiðar Ættargripir eru mörgum kærir og vegir þeirra geta ver- ið órannsakanlegir og ótrúlegir eins og vegir silfur- skeiðarinnar sem hér verður frá sagt. En skeiðin er ættuð frá Guðrúnu Oddsdóttur Thorlacíus móðursyst- ur Eiríks Hjörtssonar, sem um er fjallað hér að framan. Þessa silfurskeið fékk Soffía Gestsdóttir, síðar húsfrú á Staðarfelli, að gjöf frá Guðbrandi Stur- laugssyni bónda í Hvítadal í Saurbæ um 1885 þegar hún dvaldi hjá honum og konu hans Sigríði Guð- brandsdóttur við hannyrðanám milli fermingar og tvítugs, en Soffía var fædd 1866. Guðbrandur var gildur bóndi og erfði auð eftir föður sinn. (Dalamenn bls. 454). Á skeiðina eru greiptir stafimir Ó Th og G Th sem ég tel nokkuð víst að standi fyrir Ólafur Thorlacíus og Guðrún Thorlacíus. Þau giftust 1788. Guðrún Thorlacíus var dóttir Odds Hjaltalíns lögréttumanns á Rauðará og langalangalangömmusystir mín. Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur skoðað skeiðina og er sama sinnis um uppruna hennar. Af stimplunum má ráða að skeiðin sé trúlega búin til í upphafi árs árið 1815, sama ár og Ólafur Thorlacíus dó. Sonur þeirra hjóna Ólafur f. 1804 d. 1837 varð bóndi í Innri-Fagradal í Saurbæ frá 1831- 1837 ásamt konu sinni Helgu Sigmundsdóttur úr Akureyjum d. 1865. Ekki er ólíklegt að skeiðin ásamt öðru hafi verið seld á uppboði eftir að Ólafur yngri dó og skeiðin þá komist í hendur Guðbrands Sturlaugssonar sveitunga hans en hann var fæddur 1820 og dó 1897. Soffía Gestsdóttir og Sigurbjörg Guðbrandsdóttir móðuramma mín voru systradætur og uppeldissystur og hjá Soffíu og síðar Björg Magnúsdóttur ljós- móður, dóttur hennar, ólst móðir mín, Björg Guð- finnsdóttir, upp til 11 ára aldurs. Soffía gaf tengda- móður sinni Björg Grímsdóttur skeiðina en hún var móðir Magnúsar Friðrikssonar bónda og oddvita á Staðarfelli á Fellsströnd. Soffía veiktist af bamsfararsótt þegar Björg dóttir hennar fæddist árið 1888 og annaðist þá amma hennar Björg Grímsdóttir hana og var litla telpan því skírð Björg. Björg Grímsdóttir gaf svo nöfnu sinni og sonardóttur skeiðina en hún gaf síðar dóttur minni og nöfnu Björg Soffíu skeiðina í skímargjöf árið 1972. Þannig komst þessi gamla silfurskeið, ættuð úr föðurætt minni, fyrir tæpum 200 árum, um langan veg gegnum móðurætt mína til dóttur minnar. Guðrún Thorlacíus var systir langalangalanga- langömmu Bjargar Soffíu dóttur minnar! Guðfinna Ragnarsdóttir. Rafræna skráningin að hefjast Fulltrúar Ættfræðifélagsins áttu fund með fulltrúum Þjóðskjalasafns íslands fimmtudaginn 30. sept. um rafræna skráningu ættfræðigagna. Málið var rætt í vetur og í framhaldi af þeim við- ræðum var Eiríkur Guðmundsson sagnfræðingur hjá Þjóðskjalasafni íslands fenginn til að kynna málið á félagsfundi hjá Ættfræðifélaginu í mars. Þessu var síðan fylgt eftir með grein í fréttabréfinu sem kom út í maí en þar var birtur útdráttur úr erindi Eiríks. Á fundinum núna kom fram að Þjóðskjalasafn íslands telur að vinna við verkefnið geti hafist eftir 2 til 3 mánuði eða jafnvel fyrr. Verkefnið felst í því að slá inn í tölvu upplýsingar úr manntölum og prófarkalesa innsláttinn og gera leiðréttingar. Nú þegar hafa upplýsingar úr manntölum 1816, 1835, 1870 og 1880 verið slegnar inn. Það er því næsta verkefni að prófarkalesa þennan innslátt áður en gögnin verða gerð aðgengileg á vef Þjóðskjala- safns Islands. Þjóðskjalasafni íslands sýnist heppilegast að taka allt landið frá einhverjum ákveðnum punkti og vinna í samfellu og nota aðferð sem er vel þekkt hjá Þjóð- skjalasafninu, þ.e. að byrja á Skeggjastaðasókn og halda þaðan suður og vestur um landið þar til hringn- um er lokað. Hugsanlegt er að þegar einni sýslu er lokið verði hægt að gera þau gögn aðgengileg á vef Þjóðskjalasafns Islands. Hyggilegt þykir að dreifa aðeins einni sókn á mann til að byrja með á meðan verið er að meta getu og hæfni manna til að takast á við verkefnið. Hægt er að fjölga sóknum í hverri afhendingu síðar meir, ef ástæða er til. þ.e. þegar menn hafa sannað getu og hæfni. Ættfræðifélagið hefur sent út tölvupóst til félaga sinna til þess að kanna áhuga þeirra á að taka þátt í þessu verkefni. Þeir sem hafa áhuga þurfa að hafa samband við félagið annað hvort með tölvupósti, sem er það auðveldasta, eða í síma til að láta skrá sig. Þeir sem láta skrá sig munu síðan fá sendar nánari upp- lýsingar um verklag og ljósrit af texta til yfirlestrar. Ef einhverjir vildu taka að sér innslátt á leiðréttingum væri gott að láta það koma fram við skráningu. Með félagskveðju, stjóm Ættfræðifélagsins Ættfræðifélagið aett@vortex.is Þórður Tyrfingsson gjaldkeri mitta@mmedia.is http ://www.vortex. is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.