Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 mannatali 1825, og þar hefur einnig bæst í hópinn sonurinn Bjarni, fæddur 23. júní sama ár, heitinn eftir Bjarna fyrra manni Ragnhildar. I sóknarmannatali 1825 búa þau Eiríkur og Ragn- hildur á Rauðará. Bæði eru þau talin læs og fermd. Anna er 2 ára, Jón 1 árs og Bjarni 0 ára. Eiríkur, elsti sonurinn, er enn heima orðinn 30 ára gamall, Ingi- mundur er 16 ára og Sigríður 13 ára. 1827 fermist Sigríður þá sögð 15 ára, yngst miðkonubarnanna og þann 8. júní sama ár fæðist þeim Rauðarárhjónunum lítil dóttir, Rannveig, langamma mín, skírð er eftir ömmu sinni lögsagnaradótturinni Rannveigu Oddsdóttur Hjaltalín. I sóknannannatali 1830-31 þegar Eiríkur er um sextugt búa þau hjónin enn á Rauðará en Jón litli er horfinn af spjöldum sögunnar. Anna er 8 ára, Bjami 5 1/2 árs og Rannveig 3 1/2 árs. Hjá þeim eru einnig Ingimundur sonur Eiríks og Önnu, 20 ára, og Eiríkur elsti sonurinn, 36 ára. Og enn bætist í hópinn þótt Ragnhildur sé farin að nálgast fertugsaldurinn. í 1829 fæðist lítil stúlka sem skírð er Guðrún eftir móður- ömmu sinni. Sléttu ári seinna er hennar saga öll. Dánarorsök sögð krampi. 1832 fæðist svo lítil lífseig hnáta, Guðríður Eiríksdóttir, sem síðar varð Hjaltesteð. Sveitalimur 1835 er komið að næsta bami, Ólafi, en sama ár er Rauðará ásamt Hlíðarhúsum, Ananaustum, Seli, Örfirisey og Amarhóli bætt við kaupstaðarlóðina. 1836 þegar Ragnhildur er 44 ára fæðir hún síðasta bam sitt, dreng, sem hún skírir eftir föður sfnum Guðmundi. Og nú er það Eiríkur, elsti sonur Eiríks, sem er guðfaðir yngsta sonarins. En það gengur jafnilla að koma upp föðumafni Ragnhildar og móðumafninu því Guðmundur litli deyr aðeins hálfs árs úr uppdrætti. Það er óhætt að fullyrða að það hafi verið fjör í Eiríki Hjörtssyni því hann er vel á sjötugsaldri þegar hann á þrjú yngstu böm sín. En aldurinn hefur sjálfsagt farið að setja spor sín á Eirík fljótlega eftir það og lífsbaráttan orðið erfiðari. Af manntalinu 1845 sést að þau Eiríkur og Ragnhildur hafa yfir- gefið Rauðará og flutt í Þingholtin með Ólaf son sinn þá 10 ára gamlan og Guðríður litla 13 ára er orðin „plejebam“ í Sauðagerði 5 í Reykjavík hjá Pétri Skúlasyni. Eiríkur, elsti sonurinn, starfar sem hringjari við Dómkirkjuna. Ingimundur 36 ára er jámsmiður og fluttur til Akureyrar, Sigríður er 35 ára gift Alexíusi Jónssyni, Rannveig og Anna era vinnukonur í Reykjavík og Bjami er farinn sem vinnumaður vestur á firði. Og nú styttist í endalokin. Þann 27. desember 1845 andast Eiríkur Hjörtsson, 76 ára gamall, og er jarðsettur þann 3. janúar 1846, „sveitalimur í Þingholti, giftur“. Og dauðinn aðskildi þau hjónin ekki lengi þótt aldursmunurinn væri mikill. Aðeins hálfu ári síðar, þann 23. júlí 1846, deyr Ragnhildur aðeins 54 ára. Sögu alþýðumanns er lokið, sögu sem rúmar sorg og gleði, erfiði og áföll en sjálfsagt einnig bæði ást og unað. Sögu sem hvergi er skráð og verður varla skráð utan þess fátæklega brots og samtínings sem hér er á borð borinn. Eiríkur Hjörtsson vann engin stórvirki, sem skráð eru á spjöld sögunnar, eins og frændi hans, sonur Guðrúnar móðursystur hans, Arni Ólafsson Thorlacíus, stórhöfðingi, auðmaður, útgerðarmaður og verslunarmaður í Stykkishólmi. En hann ræktaði sitt land og sótti sinn sjó og lagði sitt að mörkum til þess að litla, hrörlega húsaþyrp- ingin við víkina yrði að reisulegasta þorpi. Ræktarsemi Hann skilaði þjóð sinni mörgum góðum þegnum og við getum ekki annað en fyllst aðdáun á föður- kærleik hans og baráttu við að hafa þá Eirík og Hjört litla hjá sér þótt hann stæði einn og á móti blési. Við dáumst einnig að þeirri ræktarsemi sem hann sýnir eiginkonum og ættmönnum, lífs og liðnum með því að skíra eftir þeim: Hjörtur, Rannveig, Anna, Guðný, Guðrún, Guðmundur, Jón, Bjarni... Við fylgjum lífshlaupi hans með þrem eigin- konum og 15 börnum, lífi og dauða, frá áhyggjuleysi æskuáranna til örbirgðar og endaloka ellinnar. 76 ára er hann mát þótt uppeldinu sé enn ekki lokið, Ólafur aðeins 10 ára og Guðríður litla 13 ára komin til vandalausra. En frá vöggu til grafar er Eiríkur í Reykjavík: Skildinganes, Breiðholt, Bústaðir, Klepp- ur, Laugarnes, Landakot, Þorfinnshús, Melshús, Rauðará, Þingholt. Reykvískur alþýðumaður-einn í langri röð horfinna kynslóða. Árni Thorlacíus Það er sjaldnast sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón, það sannast hvergi betur en við ættfræði- athuganir. Meðan aldimar þegja þunnu hljóði um almúgamanninn, er skráður á spjöld sögnnar ýmiss fróðleikur um þá sem betur mega sín. Og við þökkum fyrir hvem fróðleiksmola- nema hvað! Um Arna Thorlacíus í Stykkishólmi, en þeir Eiríkur voru systrasynir, er skjalfestur mikill fróðleikur og aðgengilegur m.a. í Sögu Stykkishólms. En auk þess að vera með mikil umsvif í verslun og útgerð lét Ami byggja hið fræga norska hús í Hólminum árið 1831. Hann var einnig eins og margir vita velgjörðar- maður Sigurðar Breiðfjörðs skálds sem tileinkaði honum Númarímur. Um Ama er sagt að hann hafi verið fríður, hávaxinn og mikill að vallarsýn. Og það er enginn sem getur bannað mér að gera því skóna að þeirn frændunum Eiríki og Arna hafi svipað saman! Brandur Bjarnhéðinsson Einn ættfeðra okkar Eiríks Hjörtssonar, hverra verka enn sér stað í Reykjavík er Brandur Bjarnhéðinsson lögréttumaður og lögsagnari, kirkjuhaldari og bóndi á jörðinni Vík frá 1708 til dauðadags 1729. Hann var fæddur um 1660 talinn sonur Bjarnhéðins Jónssonar http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.