Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Árni Thorlacíus kaupmaður í Stykkishólmi. Þeir Eiríkur Hjörtsson voru systrasynir. (Birt með góðfúslegu leyfi Þjóðminjasafns). sem var bóndi á Flankastöðum (Flangastöðum) á Miðnesi 1681.28 Kona hans var Ólöf Einarsdóttir f. um 1654, ættuð frá Súluvöllum á Vatnsnesi. Brandur andaðist í Reykjavík 1729 um 69 ára að aldri en hann er talinn 43 ára í Mt. 1703 og Ólöf kona hans 49 ára. Þau búa þá á Bygggörðum á Seltjarnar- nesi og eru þar trúlega þar til þau taka við Víkur- bænum 1708. Ólöf kona hans bjó áfram í Vík til 1730 en flutti þaðan að Breiðholti og bjó þar síðan.29 Brandur hefur verið vel efnum búinn, dugnaðar- og gáfumaður og framfarasinnaður. „Gagnmerkur maður“ segir Klemens Jónsson í bók sinni Saga Reykjavíkur. Hann komst á unga aldri í þjónustu Bessastaðamanna og var ráðsmaður þeiira í Viðey fyrir aldamótin. Hann er orðinn lögréttumaður 1708, gerðist lögsagnari Nielsar Kjer í Gullbringusýslu 1709 og um 1710 í Kjósarsýslu. Á Alþingi er hans getið frá 1708-1728.30 Sem kirkjuhaldari tók hann á móti Jóni Amasyni Skál- holtsbiskupi er hann vísiteraði í Víkursókn 1724. Brandur endurbyggði og stækkaði gömlu kirkjuna, sem varð síðasta torfkirkjan í Vík, öll timburþiljuð og þótti bera af öðrum guðshúsum og stóð þar til 1769. Þar að auki gaf hann kirkjunni margar góðar gjafir m. a. altaristöflu sem sýndi Jesús breyta vatni í vín í brúðkaupinu í Kana, predikunarstól, baksturs- jám- og öskjur, grallara, altarisklæði og altarisdúk auk tveggja messingsstjaka og skírnarfats úr messingi sem kom í kirkjuna einhvem tíma á árunum 1715-1724. Messingsstjakar Allar þessar gjafir voru til árið 1794 en eru nú glataðar nema messingsstjakamir og skímarfatið. Stjakarnir eru elstu gripimir sem Dómkirkjan á í dag. Þeir voru notaðir sem altarisstjakar allt fram til ársins 1959 en á seinni árum er annar þeirra notaður undir páskakertið. Og á því logaði glatt þegar Björg dóttir mín, 9. ættliðurinn frá Brandi, fermdist í Dóm- kirkjunni á annan í páskum árið 1985. Og báðir lýstu þeir upp guðshúsið þegar hann faðir minn fermdist í Dómkirkjunni á sínum tíma. Skímarfatið vék fyrir skírnarfonti Bertils Thor- valdsen árið 1839. Síðan lá leið þess í kirkjuna að Görðum á Akranesi og allt frá árinu 1896 hefur það verið í kirkjunni á Akranesi. Þar hvflir það á fonti útskomum af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara. 31 (sjá sér grein) Því hef ég valið að vefja hér inn frásögnina af Brandi Bjarnhéðinssyni og afskiptum hans af kirkj- unni í Vík að eitt bama Eiríks Hjörtssonar átti eftir að tengjast arftaka Víkurkirkju, Dómkirkjunni, óvenju- legum böndum, en það var elsti sonurinn Eiríkur. Auk þess átti annar afkomandi Brands, dóttursonur Eiriks, sr. Bjarni Hjaltesteð, sonur Guðríðar Eiríks- dóttur, eftir að verða aðstoðarprestur við Dómkirkj- una árin 1903-1909. Eiríksbörn Um böm Eiríks Hjörtssonar og kvenna hans má m. a. fræðast í Sýslumannaævum. (Jón og Oddur Hjalta- lín). En Árni Thorlacíus, systkinabam við Eirík, fékk Boga Benediktsson á Staðarfelli, til þess að taka saman ættartölu sína árið 1835. 1. Eiríkur Eiríksson var fæddur 1794, elstur bama Eirrks Hjörtssonar. Móðir hans var Helga Jónsdóttir. Eiríkur var ókvæntur og barnlaus alþýðumaður og ætti því að fara fáum sögum af honum. En víða leynast fróðleiksmolar og sú varð reyndin með Eirík. Hann var, segir í Sýslumannaævum, hringjari. I Sögu Dómkirkjunnar eftir sr. Þóri Stephensen kemur fram að hann hafi verið fjórði hringjari kirkjunnar og gegnt því starfi frá 1835 til 1856 eða í 21 ár. Þar segir einnig að auk hringjarastarfsins hafi Eirflcur verið ráðinn grafari við nýja kirkjugarðinn, Hólavallagarðinn, þar sem í fyrsta sinn átti að grafa eftir skipulagi og til þess þurfti sérstakan umsjónar- mann, „sem einnig gæti staðið fyrir grafartekt" eins og séra Þórir Stephensen kemst að orði. Og, heldur hann áfram: „Þannig varð til nýtt kirkjulegt starf á Islandi“ nefnilega grafari og kom það í hlut Eiríks Eiríkssonar að verða fyrsti formlega ráðni grafarinn á Islandi. Það er svo kaldhæðni örlaganna að leiði þess manns sem fyrstur gróf Reykvðcinga eftir skipulagi og skikki skuli nú horfið í gleymskunnar dá og hvergi vera finnanlegt. En ekki var upphefðin öll talin, því þegar orgel var keypt í kirkjuna árið 1840 þurfti það ekki aðeins manninn með sér, heldur tvo og þurfti annar að spila http://www.vortex.is/aett 15 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.