Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 18

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2004, Blaðsíða 18
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2004 Bjarni 10. Tíunda bam Eiríks og elsti sonur þeirra Eiríks og Ragnhildar er Bjarni, f. 1825. Hann fluttist til Vest- tjarða og kvæntist prófastsdótturinni Sigríði Friðriks- dóttur á Stað Jónssonar og varð bóndi á Hamarlandi á Reykjanesi. Bjami drukknaði á heimleið úr sölvafjöru úr Gilsfirði 7. ágúst 1869 aðeins 44 ára. Sigríður gekk þá með tíunda bam þeira hjóna og sjö böm voru á lífi. Einn sona Bjarna var Eiríkur d. 1948 sem ólst upp hjá Guðríði föðursystur sinni og Birni Hjaltested járnsmið manni hennar í Suðurgötu 7 í Reykjavík. Þar lærði hann jámsmíði, tók við smiðjunni eftir fósturföður sinn og kallaði sig Hjaltested. Eiríkur byggði sér lítið hús á lóð fósturforeldra sinna árið 1896 og árið 1906 reisti hann sér nýtt og mun stærra hús á sömu lóð, tvílyft timburhús með risi rétt við tjamarbakkann og varð það Tjamargata 11. 1988 var húsið síðan flutt suður í Litla- Skerjafjörð að Skerplugötu og Ráðhús Reykjavíkur að hluta til reist á lóðinni. Hús Eiríks Hjaltested gengur nú undir nafninu Mýri og er þar rekið dag- heimili á vegum borgarinnar. Þar er að finna myndir af þeim hjónum Eiríki Hjaltested og konu hans. Meðal bama Eiríks Bjamasonar Hjaltested voru Guðrún, kona de Fontenays sendiherra Dana, og Helgi Eiríksson bankastjóri Utvegsbankans.44 Annar sonur Bjarna var Hjörtur, en böm hans tóku upp ættarnafnið Hjartar. Börn Hjartar voru Friðrik, Halldóra, Olafur og Loftur. Enn annar sonur Bjama var Friðrik bóndi á Mýrum í Dýrafirði. Bjarni var afi Friðriks Hjartar skólastjóra, Guðrúnar de Fontenay (Möller), Helga Eirikssonar bankastjóra og Elísabetar Einarsdóttur konu sr. Jóns Olafssonar í Holti við Önundarfjörð. Bjami var einnig langafi Birgis Möller f. v. sendiráðsritara, Guðrúnar Friðriksdóttur Ryden, Friðriks Guðna Þorleifssonar skálds og kennara og Agústu Agústsdóttur söngkonu og langalangafi Helga Agústssonar sendiherra og Olafs Ragnars Grímssonar forseta íslands.45 Rannveig 11. Og þá er komið að Rannveigu langömmu minni. Hún var fædd 8. júní 1827. Hún giftist Kristjáni Jónssyni tómthúsmanni á Vegamótum við Laugaveg í Reykjavík. Hann var dugandi og athafnasamur maður, ættaður af Suðumesjum og Grímsnesi og gerði út í félagi við Sigurð Jónsson í Kasthúsum. Reru þeir frá Klapparvörinni sem stóð nokkru vestan við Sólfarið við núverandi Sæbraut. Jón Helgason biskup skrifar í bókinni „Þeir sem settu svip á bæinn“: „Þeir Kristján og Sigurður stunduðu lengst af sjó saman, þó aðallega á grunn- miðum. Báðir vom þeir sístarfandi, enda varð af- koma þeirra beggja góð.“46 Sagt var um Rannveigu langömmu mína að hún hefði verið svo gjafmild og góð við þá sem minna áttu sín að varla hefði bóndi hennar verið kominn að landi í Klapparvörinni fyrr en hún var búin að gefa fiskinn út og suður. Mýri, við Skerplugötu I í Litla-Skerjafirði, hús Eiríks Bjarnasonar Hjaltested, sonarsonar Eiríks Hjörtssonar. Það verður 100 ára á næsta ári. Það stóð áður við Tjarnargötu 11, en þar reis síðar Ráðhús Reykjavíkur. Ólafía Jóhannesdóttir, í litla steinbænum hennar Þorbjargar Sveinsdóttur að Skólavörðustíg 11, þar sem foreldrar mínir bjuggu síðar og þar sem ég er fædd, talar f minningabók sinni um þarfamanneskj- una Rannveigu á Vegamótum.47 Þau Rannveig og Kristján áttu þrjú böm: Jón, Margréti og Ragnhildi sem dó á unga aldri. Jón afi minn, sem var sjómaður og verkamaður á Vegamótum við Laugaveg, skírði svo frumburð sinn, Ragnar föður minn, eftir þessari litlu systur sinni. Margir kannast við Ragnar föður minn (d. 1991) en hann var í rúm 40 ár baðvörður við Austurbæjar- barnaskólann og mjög fróður um gömlu Reykjavík, iafnt staði sem menn, enda alinn þar upp og bjó þar alla tíð.48 og49 Rannveig Eiríksdóttir er m. a. langamma Ama Jóns Eyþórssonar bónda, múrarameistara og hagyrð- ings á Bálkastöðum í Hrútafirði og Baldurs Eyþórssonar verkfræðings á Seltjamamesi. Margrét dóttir þeirra Rannveigar og Kristjáns fluttist til Kanada og er frá henni mikil ætt komin. Hún giftist Ólafi Guðmundssyni Péturssonar Ólafssonar danne- brogsmanns frá Kalastaðakoti. 50 og 51 Sonur þeirra var Mundi O. (Ólafsson) Goodmanson hljóm- sveitarstjóri í Winnipeg. En um hann segir Björgvin Guðmundsson tónskáld: „Mundi var einn sá gagnmúsíkalskasti maður sem ég hefi kynnzt.“52 Sonur hans var Harold Goodmansson sem margir Islendingar kannast við sem framkvæmdastjóra Leifs Eiríkssonar hátíðarinnar í Gimli 1983. Til er ættartala Munda O Goodmanson tekin saman af Steini Dofra. (Sjá heimildaskrá) Og römm er sú taug sem rakka dregur föðurtúna til, mætti segja um þetta fólk, því árið 2000 lauk langalangömmubarn Margrétar, 7. ættliðurinn frá Eiríki Hjörtssyni, Tristin (Þórstína) Goodmansson 23 ára, frá Kanada, prófi í íslensku frá HÍ, 113 árum http://www.vortex.is/aett 18 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.