Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Síða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Síða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 mann, 11. október 1868. Til minningar um þessa menn var reist áletruð silfurplata á klapparholti við slysstaðinn árið 1968, 100 árum eftir slysið og það var Erlingur Filippusson sem áletraði plötuna. Drykkfelldur Það hefur sjálfsagt ráðið úrslitum við val Þórunnar á mannsefni að Gísli var bróðir Eiríks, því hún sagði Brynjúlfi frá Minna-Núpi að hún hefði svo sem ekki séð neitt við hann umfram aðra biðla. Gísli var 22 ára, fimm árum yngri en Þórunn, þegar þau giftu sig. Flutti hann til hennar í Fljótsdal og bjuggu þau þar nokkur ár. Gísli þótti karlmenni að burðum en einnig nokkuð drykkfelldur og mjög fljótfær. Enda ganga enn sögur eystra um að Gísli hafi verið gallagripur. Sýslumaðurinn á Höfðabrekku í Mýrdal, Magnús nokkur Stephensen, sem síðar varð landshöfðingi fór illa með Gísla og þau hjónin. Þeir sem hafa kynnt sér hann vita að hann var býsna mikil refur og sérgóður maður. Svo virðist sem Gísli hafi í fljótfæmi, og að konu sinni forspurðri, ákveðið að hafa býla- og búfjárskipti við Magnús á Höfðabrekku í Mýrdal. Reyndust þetta slök skipti því þau Gísli og Þórunn fengu ekki nema hálfa Höfðabrekkuna þegar til kom og það lakasta af búfénu. Þetta voru nú ekki sérlega góð kaup hjá honum langalangafa mínum enda undu þau illa hag sínum á Höfðabrekku. Þau fengu ári síðar ábúð á jörðinni Ytri-Asum í Skaftártungu. Þar bjuggu þau í átta ár og leið þar nokkuð vel. Þau áttu saman sex böm. Sögu- hetjan okkar, Þórunn Gísladóttir, var fjórða í röðinni í þessum bamahópi. Sigurður og Erlingur sem fædd- ust í Fljótsdal, synir Benedikts, fylgdu þeim. Margt var því í heimili á Ytri-Asum og þau hjónin bláfátæk. Ljósmóðir Á Ytri-Ásum gerðist Þórunn ljósmóðir eftir að hafa aðstoðað konu Þorkels Eyjólfssonar prests, (föður Jóns þess sem fékk viðumefnið ,,fomi“) á Eystri- Ásum í bamsnauð, en 130 km voru þá til læknis. Tókst Þórunni að bjarga lífi konunnar og fór síðar að áeggjan séra Þorkels í ljósmóðurnám til Skúla Thoroddsen læknis á Móeiðarhvoli. Þaðan tók hún ljósmóðurpróf 1847 og var sama ár skipuð ljósmóðir í Skaftafellssýslu og síðar í Gullbringusýslu. Alls tók hún á móti 397 bömum um ævina, segir Brynjúlfur frá Minna-Núpi, „og þurfti aldrei að vitja læknis þar sem hún var við.“ Sigurður og Erlingur, hálfbræður Þómnnar vom gefnir fyrir veiðiskap og fluttu vestur á Suðumes þar sem var ein aðalmatarkistan á þessum ámm. Sigurður varð stórútgerðarmaður á þeirra tíma mælikvarða og átti eftir að lifa lengi. Erlingur dmkknaði 24 ára. Ýmsar sögur em um hvernig það gerðist. Sigurður útvegað þeim Þórunni og Gísla jörð til ábúðar á Suðumesjum. í því var náttúrlega miklu meiri framtíð, þá fyrst og fremst af því að þar var útræði. Það voru ekki miklir möguleikar í Skaftafellssýsl- unni. Það eina sem hægt var að stunda var sauð- fjárrækt eða öllu heldur sauðarækt, því að eina sölu- varan var ullin, sem bændur gátu lagt inn á Eyrar- bakka, hálfsmánaðarreið, að heiman og heim. Svolítið styttra eftir að það kom verslun á Papósi. Það var því enginn hægðarleikur að koma þessum litlu afurðum í verð. Það er ekki farið að rækta sauðfé til kjötfram- leiðslu fyrr en á 20. öld. Þá verður bylting á kjörum bænda. Það upplifði þetta fólk aldrei. Býjarsker Jörðin sem þau fengu til ábúðar hét Býjarsker, rétt fyrir sunnan Sandgerði, nafnið trúlega dönsk afbök- un á Bæjarsker, eins og bærinn hét áður. Bæjarsker er meira að segja nefnt í Landnámu, það er í landnámi Steinunnar gömlu, frænku Ingólfs Amarsonar. Eg hef kosið að halda Býjarskersnafninu í bókinni, þar sem bærinn gekk alltaf undir því nafni. Þórunn Gísladóttir vissi þó hvert rétta nafnið var. Það sést á því að hún gaf hólnum ofan við bæinn í Kálfa- fellskoti nafnið Bæjarsker. Það er einmitt sá hóll sem prýðir forsíðu bókarinnar. Gísli og Þómnn fluttu suður 1853 og bjuggu þar í 20 ár. Börnin verða fullorðin, líka Þórunn Gísladóttir en hún var á sjöunda ári þegar þau flytja í Býjarsker. Þórunn vex upp og fermist 1862, er þá reyndar á 16. ári, og því eldri en hún átti að vera. Hún fermist í Utskálakirkju hjá sr. Sigurði Sívertsen. Við fermingu fær hún eftirfarandi umsögn: Prýðilega kunnandi, prýðilega lesandi, greind og vel að sjer og kann vel biflíusögur. Siðprúð. Það kom fljótt í ljós að Þórunn Gísladóttir var „fljúgandi skörp og fjörug, fríð sýnum og óvenju kjarkmikil og áræðin“, segir Sigfús Sigfússon þjóðsagnasafnari, sem er aðalheimildarmaður okkar um Þóranni Gísladóttur frá þessum tíma. Sigfús skráði fjölmargar frásagnir Þórunnar en þær er að finna í 8. bindi af þjóðsögum hans. Tilhneiging til lækninga Á þessum ámm tíðkaðist ekki að kenna stúlkum að skrifa, það þótti nóg að kenna þeim að lesa. En Þórunn tekur það upp hjá sjálfri sér að læra að skrifa. Hún hefur lýst því hvernig hún notaði prik og forskrift, og líkti eftir stöfunum með því að rispa þá með prikinu í myglubletti á fjósbitunum. Þannig varð hún skrifandi. Til er rithandarsýnishom eftir hana. Þar sést að höndin er bæði skýr og vel læsileg. „Þess urðu menn fljó'tt varir að hún hafði ýmsa merkilega eiginleika fram yfir hversdagsfólk, svo sem skáldmælsku og dulsýna eiginleika og tilhneigingu til lækninga“, segir Sigfús. „Fékk hún og mjög vekjandi og örvandi uppeldi því foreldrar hennar voru aðkvæðamenn í sinni röð að fyrirsjón og dugnaði. Þar með lögðu þau fyrir sig lækningar og vom mjög urtafróð. Lærði því Þórunn snemma af þeim að þekkja urtir og lækningagildi það er fyrri menn trúðu að þær http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.