Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Síða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins f nóvember 2005
Kristrún Magnúsdóttir, móðir Einars Kristjánssonar, lést af barnsförum við fæðingu hans.
Kristrún var af Ormsætt, fjórði liður frá Ormi Sigurðssyni b. í Fremri-Langey og víðar.
Hér er Kristrún ásamt foreldrum sínum og systkinum. F.v. Jón Eðvald, Guðrún Ormsdóttir, Kristrún, Magnús
Guðmundsson, Sólveig Sigþrúður og Þuríður.
Stöfunarkver handa börnum
„Hann ætti skilið að honum væri sýndur stafur“
sagði sr. Eiríkur í Vogsósum í Selvogi um strák þann
sem skar rassbótina úr buxum sínum til þess að losna
við að hrossið hlypi með hann heim að Vogsósum!
Jú, mér var sýndur stafur, en hélt þó buxunum
mínum heilum. Fyrsta bókin sem ég eignaðist var
stafrófskver eftir Hallgrím Jónsson kennara og
skólastjóra í Reykjavík. Þetta kver virðist hafa verið
geysivinsælt, 6. útgáfan kom út rétt fyrir 1940.
Hallgrímur var afkomandi Lauga-Magnúsar. I þessu
sambandi má geta þess að fyrsta stafrófskverið á
íslensku var samið í Dölum. Arið 1782 kom út í
Hrappsey „Stöfunarkver handa börnum“, en höfund-
ur þess var Gunnar Pálsson prófastur í Hjarðarholti.
Eftir starfrófskver Hallgríms tóku við bækur af fjöl-
breyttu tagi. Fyrst líklega Gamla testamentið eftir
Klavenes, þær kunnu þjóðsögur.
Svo er frá því að segja að í frambænum yfir
gestastofu og bæjardyrum var sæmilega rúmgott loft.
Þar bjó húsfólk um skeið. En þar stóð líka fallegur
bókaskápur sem geymdi í hillum fjölbreyttustu
vísindi. Þessi skápur og innihald hans var upphaflega
í eigu og umsjá Péturs, bróður fóstru minnar. Sá
bókakostur sem var í þessum skáp hygg ég að hafi
verið harla sjaldséður á alþýðuheimilum á þessum
tíma. Hér eru sýnishorn af því úr skápnum, sem enn
er í minni eigu:
Njóla - eftir Bjöm Gunnlaugsson Pr. 1884
Fomaldarsaga eftir Pál Melsted - útg. 1864
Lögfræðisleg formálabók - útg. 1886
Nokkrir árgangar af árbók fornleifafélagsins frá
1880
Elsta prentaða bókin árituð af Hirti Snorrasyni er
Hugvekjur eftir Svb. Hallgrímsson - pr. 1852.
Ennfremur fóru burt með skápnum til Jóns Jóels,
sonar Leysingjastaðahjónanna, og Sigríðar konu
hans, ljóðabækur Stefáns Olafssonar og sr. Jóns
Þorlákssonar á Bægisá, en þar lærði ég eitthvað,
sérstaklega eftir Jón á Bægisá.
Skreiðin frá Möngu í Galtardal
Sumt af kveðskap Jóns á Bægisá man ég ennþá, eftir
nærri 80 ár, eins og t.d. þetta:
Til konu einnar orti sr. Jón þetta:
Oft hefur Ingunn illa látið
en aldrei sem í kvöld,
hún liefur hœði gelt og grátið
og glennt upp kjaftatjöld!
Einn kollegi sr. Jóns fékk senda þessa kveðju:
Sigurður séra,
Satans versti unginn,
mildungur mera
miðlar öllu í punginn
-Kœsis koppur og sméra
afklœkjum útslunginn!
Svona kvað sr. Jón á Bægisá í fátækt sinni og
basli. En stundum siluðust baggar niður Öxnadalinn
http://www.vortex.is/aett
13
aett@vortex.is