Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.2005, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nóvember 2005 Guðrúnar Kristjánsdóttur Jónssonar frá Mýri í Bárðardal. Guðrún var föðursystir Kristjáns Jóns- sonar „fjallaskálds“ og þeir Guðjón og Kristján því systkinaböm. Guðjón var bóndi í Garðshomi í Þing- eyjarsýslu ásamt konu sinni Olöfu Andrésdóttur. Foreldrar hennar voru Andrés Ólafsson og Sesselja Jónsdóttir sem bjuggu í Fagranesi í Reykjadal. Þau fluttu til Ameríku árið 1889. Sjö synir þeirra komust til fullorðinsára. Tveir þeirra Jón og Hjálmar bjuggu á Islandi. I Vesturfaraskrá er Hjálmar þó ranglega sagður fara vestur. Guðjón var mjög stórskorinn maður, mikill mmur og nokkru eldri en kona hans sem var mun nettari en hann. Hann þótti af mörgum nokkuð sérstakur mað- ur. Þegar kom að því að þau Ólöf ætluðu að giftast þótti sumum sveitungum þeirra ráðahagurinn ekki góður og hún of góð fyrir hann. Jóhanna á Fjalli hafði það eftir prestinum sem gaf þau saman að það hefði verið það prestsverk sem honum hefði þótt erfiðast á sínum prestsferli. Fætur eins og Guðjón! Guðjón var með afbrigðum fótstór maður, svo fótstór að það var haft að orðtaki í sveitinni, jafnvel ára- tugum eftir að hann flutti vestur um haf, að einhver „væri bara með fætur eins og Guðjón í Garðshomi“ ef hann var mjög fótstór. Þegar ég sagði afkomanda Guðjóns, Richard Björnssyni, frá Norður-Dakoda frá þessu, fór hann strax að hlæja og þau hjónin bæði. Hann sagðist nú loksins fá skýringu á fótstærð yngsta sonar síns, en hann væri með þá stærstu fætur sem sést hefðu í Norður-Dakóda!!! En Guðjón var langalangafi hans!! Guðjón var líka með óskaplega dimma og djúpa rödd, sagði Jóhanna á Fjalli mér. Eg hitti fyrir nokkrum árum Sigríði Karlsdóttur, langömmubam þeirra hjóna, en Hjálmar afi hennar var sonur Guðjóns og Olafar. Hjálmar flutti ekki flutti vestur með foreldrum sínum. Karl faðir Sig- ríðar var póstmeistari í Borgamesi. Þegar ég var að tala um hina miklu og djúpu rödd Guðjóns sagði Sigríður mér að hún syngi nú alt og væri með mjög djúpa rödd!! Stjáni bassi Frændur Richards Bjömssonar, einnig afkomendur Ólafar og Guðjóns, sögðu mér að einn sonur Ólafar hefði verið kallaður Stjáni bassi!! Hann hefði verið mikill hljómlistarmaður og verið með mikla og djúpa rödd sem gaf honum þetta viðumefni. Eg heimsótti einnig Andreu Dumas, dóttur Jónatans, sonar Ólafar og Guðjóns, í Valhalla í Norður-Dakoda sumarið 1996. Hún var þá orðin Sendið félaginu netfangið ykkar! gömul kona. Hún talaði ágæta íslensku. En það sem sló mig var bæði hversu stórskorin hún var, af konu að vera, og hversu dimmrödduð hún var. Eg hitti líka Ingu Johnsson, barnabarn Ólafar, dóttur Stjána bassa, í Gimli 1996. Hún var áberandi stór- skorin, gömul kona og sömuleiðis ein dóttir hennar. Hjálmarshús Eftir að þau Ólöf og Guðjón fluttu vestur var Hjálmar sonur þeirra, sem eins og áður sagði, varð eftir á Islandi, til heimilis í Hrauni í Aðaldal en þar bjó frændi hans, Sigurður Jónsson, systkinabam við hann, systur- sonur Ólafar móður hans. í Hrauni búa nú Hólmgrímur Kjartansson og kona hans Kristbjörg Steingrímsdóttir frá Nesi í Aðaldal. Sigurður Jónsson var móðurafi Hólmgríms. Jóna Andrésdóttir, móðir Sigurðar Jóns- sonar, langamma Hólmgríms, var systir Ólafar. Kristbjörg í Hrauni sagði mér að þegar hún kom fyrst í Hraun hefðu verið þar í túninu tættur af fjár- húsi sem kennt var við Hjálmar og kallað Hjálmars- hús en hann mun hafa haft kindumar sínar þar. Ég held að það sjáist enn móta fyrir þessum tóftum. Ein dóttir Hjálmars var Eva Hjálmarsdóttir sem gaf út bækumar Það er gaman að lifa og Hvítir vœngir. Eva dó ung, að ég held úr berklum. Islenskir afkomendur Fjölmargir afkomendur systra Ólafar, þeirra Jónu og Rannveigar, búa enn fyrir norðan. Þar má nefna Dag Jóhannesson bónda og fyrrum oddvita í Haga í Aðal- dal (bróður Hrings listmálara), Hólmgrím Kjartans- son bónda í Hrauni í Aðaldal og Kristján Kárason bónda og fyrrum oddvita á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Jón, bróðir Guðjóns, flutti einnig vestur með sín böm en ég fæ ekki betur séð en einn sona hans, Kristján Hallgrímur Jónsson, f. 1875 d. 1910, hafi orðið eftir á Islandi og verið sjómaður í Holti í Mjóafirði. Gaman væri að fá fréttir af þeim legg ættarinnar, en Kristján Hallgrímur Jónsson átti amk fimm böm. Af þeim sem komust til fullorðinsára áttu amk tvö afkomendur. Fréttabréf Ættfræðifélagsins mun nú koma út tvisvar á vormisseri og tvisvar á haustmisseri. Miðað er við textaskil 1. janúar, 1. mars, 1. september og 1. nóvember. Ólöf Andrésdóttir. http://www.vortex.is/aett 23 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.