Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Ragnar Böðvarsson, Selfossi:
Af rangæskum mormónum
s
Islendingar í Utah
Um miðja síðustu öld var andlegt líf íslendinga í
nokkuð svipuðum skorðum og það hafði verið um
aldir. Aherslur á einstök atriði trúarinnar breyttust að
vísu eitthvað í áranna rás og skynsemistrú hins upp-
lýsta einveldis hafði dregið verulega úr valdi
myrkrahöfðingjans og útsendara hans sem á galdra-
öld hélt mörgum kristnum þjóðfélögum í heljargreip-
um óttans. Kenningunni um eilífa útskúfun var þó
jafnan haldið nokkuð á lofti, en vitaskuld var prest-
um mismunandi lagið að boða kristindóminn og
eflaust hafa margir þeirra munað eftir að Guð var
ekki aðeins strangur, heldur líka réttlátur.
Oft voru prestamir virtir foringjar í sinni sveit,
bæði í andlegum og veraldlegum efnum og sumir
vora býsna iðnir við að tengja trúna daglegu lífi,
hvöttu söfnuðinn óspart til kristilegs lífemis og
vöruðu hann strengilega við öllu því sem stefnt gat
sálinni í voða. Þá var nauðsynlegt að geta bent ræki-
lega á hvemig fyrir þeim færi sem ekki væri nægi-
lega hlýðinn kirkjunnar boðum og bönnurn og var þá
gripið til samlíkinga af ýmsu tagi.
Forfaðir þess er þetta ritar, séra Jón Jónsson
„köggull“ sem á árunum 1810-1836 var prestur á
Kálfafelli í Fljótshverfi, skammt frá fjallinu Harð-
skafa, komst svo að orði í prédikun „að á dómsdegi
myndu sálir fordæmdra skoppa niður til helvítis eins
og lambaspörð á hjami niður Harðskafann." Þessu
lík var kenning margra stéttarbræðra séra Jóns; þeir
héldu fast við hefðbundnar kenningar og játningar og
þótt þeir hafi líklega fæstir haft hugmyndaflug til að
líkja sálunum við lambaspörð, var guð þeirra fyrst og
fremst guð valdsins og dómsins, guð refsingarinnar.
Viðhorf fólksins
Fáar sögur fara af raunverulegum viðhorfum
almennings til kenninga kirkjunnar. Trúlega hafa
flestir tekið við þeim án mikillar umhugsunar og
þrátt fyrir allan guðsorðalesturinn lítið velt fyrir sér
innri rökum trúarinnar eða látið sér detta í hug að
hægt væri að túlka Biblíuna á mismunandi vegu. Þó
má vel vera að fleira hafi verið hugsað og jafnvel
talað á hljóðlátum rökkurstundum en við nútíma-
menn getum gert okkur grein fyrir, bæði um trúarefni
og veraldleg mál. En flestir alþýðumenn sem hugs-
uðu að ráði öðruvísi en valdsmennirnir og fjöldinn
höfðu vit á að þegja.
Með auknu frelsi úti í hinni stóru veröld, fleiri
Hagur margra landnema í Utah var mjög bágur og
sumir bjuggu í jaröhýsum fyrstu mánuðina eða jafnvel
árin. Teikning úr bók LaNora Allred; The Icelanders
of Utah.
fréttum af því sem þar var að gerast og vaxandi áhrif-
um sannmenntaðra manna á þjóðlífið, fóru sífellt
fleiri að átta sig á því að þær hugmyndir sem haldið
hafði verið að fólki lengur en elstu menn mundu
þyrftu ekki endilega allar að vera hinar einu réttu.
Jafnvel væri hugsanlegt að lúterskir prestar væru
ekki einu mennirnir sem vit og þekkingu hefðu til að
boða kristna trú, þar kynni ýmislegt að orka tvímælis
og óhætt væri að hlusta eftir því sem aðrir hefðu að
segja.
Það er reyndar líklegt að ýmsir hugsandi menn
sem af mestri alvöru hugsuðu um trúmál hafi beðið í
ofvæni, þó að óafvitandi væri, eftir nýrri túlkun á
Guðs orði og erindi þess við manninn. Fyrir slíka
menn var ung og nýstárleg trúarkenning sem kom
allt í einu inn í drungalegt og staðnað trúarlíf lands-
manna, líkust vorblænum sem smaug inn í dimma og
saggafulla torfkofa bændanna og hjalla tómthús-
mannanna eftir langa og kalda vetur.
Kenningar mormóna berast til íslands
Engan þarf því að undra þótt nokkur hópur manna
tæki með opnum huga við kenningum mormóna,
þegar þær bárust hingað til lands um miðja öldina
með tveim ungum mönnum, þeim Þórami Hafliða-
syni og Guðmundi Guðmundssyni sem þá settust að
í Vestmannaeyjum að loknu handverksnámi í Kaup-
mannahöfn, en þar höfðu þeir látið skírast til
mormónatrúar. Heimildir frá Utah segja að Jón
http://www.vortex.is/aett
3
aett@vortex.is