Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Fjöldi rangæskra mormóna sem flutti til Utah á árun-
um 1855-1914, samkvæmt samantekt LaNora Allred.
nokkur Jóhannesson hafi komið með þeim til Eyja í
trúboðserindum, en flutt þaðan fljótlega, líklega til
Keflavrkur, og kann ég ekki frekar af honum að
segja.
Nokkrir Vestmannaeyingar heilluðust af boðskap
þessara ungu manna og létu fljótlega skírast, sumir
þeirra virtir vel í Eyjum. Af sjálfu leiddi að Rangæ-
ingar fréttu fljótt af þessum trúmálahræringum, því
að tengsl voru jafnan mikil milli Eyja og Rangár-
vallasýslu. Lágsveitir hennar og Eyjamar vora í raun
sama atvinnusvæðið, fleiri og fleiri sveitamenn tóku
sér fasta búsetu í Eyjum og allmargt fólk stundaði
vinnu sína ýmist þar eða uppi á landi.
Rangæingar til Utah
Þó nokkrir Rangæingar gengu trúarhreyfingu
mormóna á hönd, en fylgjendur hennar áttu ekki
alltaf sjö dagana sæla á fósturjörðinni og máttu
stundum sæta beinum ofsóknum. Það var því næsta
eðlilegt að þeir tóku margir þann kost að flytjast til
ríkisins sem trúbræður þeirra höfðu komið á fót
vestanvert í miðjum Bandarrkjunum. Þar, í fjöllum
luktu héraði sem nefnt var Utah áttu þeir nokkuð víst
að mega iðka trú sína í friði. Forystumenn mormóna-
kirkjunnar hvöttu trúsystkini sín líka óspart til að
flytja til Utah, jafnvel þvinguðu þau til þess; þörf var
á fleira fólki til þess að nýta ónumin lönd og stækka
og styrkja það sjálfstæða samfélag Síðustu daga
heilögu sem konta átti á fót.
Raunar er harla sennilegt að fleira en trúaráhuginn
einn hafi ráðið skírn sumra íslendinganna til
mormónatrúar. Arferði var ákaflega erfitt á þeim
árum sem hún var sem ákafast boðuð, atvinnulíf og
stjómarfar staðnað og leiðir til betra lífs vandfundn-
ar. Þess vegna sáu margir þann kost vænstan að flytja
„úr Islandsgreyinu, sem alltaf er magurt og oft ill-
viðrahólmi“ að sögn Eiríks á Brúnum. Þá var
Ameríka nærtækust, þó að fjarri lægi. Innflytjendur
voru þar velkomnir og töluverður áróður var rekinn
fyrir ágæti álfunnar.
Búferlaflutningur til fjarlægs lands var samt eng-
inn bamaleikur og margir stukku út í algera óvissu.
Mormónar gerðu mikið úr landkostum í Utah, þar
var jarðnesk Síon í margra hugum, og sennilegt er að
förin hafi þótt áhættuminni ef fyrirfram var ákveðinn
áfangastaður þar sem gott var undir bú og fyrir var
hjálpsamt og samvinnuþýtt fólk með sömu trú og þá
væntanlega svipuð lífsviðhorf. Þá blasti við þessi
lausn; að gerast mormóni.
Venjulegir lúterstrúarmenn áttu raunar líka greiða
leið til Utah. Nokkrir Islendingar sem þangað fluttu
héldu sinni bamatrú til æviloka og þess voru einnig
dæmi að mormónar yfirgæfu kirkju sína og tækju
aftur upp fyrri trú. Ekki er sjáanlegt að þeir hafi
goldið þessa að ráði, en þó var nokkur togstreita milli
trúflokka og ætla má að lúterskir Islendingar í
fylkinu hafi fundið til einhverrar einangmnar, a.m.k.
meðan þeir voru mjög fáir; trúin var það ríkur þáttur
í lífi Utahbúa.
Ólíkar trúarkenningar
Hér verður ekki reynt að slá neinu föstu um það
hvaða kenningar mormóna heilluðu landann mest,
enda er höfundur þessa pistils lítt fróður um þær. En
það er ljóst að ýmsir trúarsiðir þeirra voru harla
ólíkir siðum lútersku kirkjunnar.
Barnaskímina álitu þeir hina verstu firru, niður-
dýfing væri sú eina aðferð við skím sem einhvers
virði væri og ferminguna töldu þeir gagnslausa. Þeir
ræddu og stundum um frívilja mannsins og hefur
sumum fylgjendum lútersks rétttrúnaðar sennilega
þótt óþarft að leggja mikla áherslu á það atriði. í
góðu samræmi við kenninguna um fríviljann var viss
víðsýni; mormónar héldu því ekki ákveðið fram að
þeir einir gætu orðið sáluhólpnir. „Því það er ekki
okkar meining, en að þeir (fylgjendur annara trúar-
bragða) ekki nái til sömu upphafningar í guðs ríki
sem trúfastir mormónar eða Síðstu Daga Heilögu,
þar þeir ekki sökum þekkingarleysis hafa inngengið
um þær réttu dyr, sem ekki getur orðið þeim til
fordæmingar“, segir Loftur Jónsson í bréfi til Páls
Sigurðssonar í Arkvörn á jóladag 1869.
Fjölkvæni
Hjúskaparreglur mormóna brutu þó inest í bága við
hefðir annarra kristinna samfélaga. Þeir álitu hverj-
urn karli heimilt að eiga margar konur og hlaut slík
kenning að hneyksla margan sómakæran borgarann,
bæði hér og erlendis. Ekki er gott að átta sig á hvað
íslensku mormónarnir lögðu mikla áherslu á þennan
þátt trúar sinnar. Sumir þeirra voru jafnan andvígir
honum, einkanlega konurnar, en einnig einstaka
þekktir karlar, til að mynda Eiríkur á Brúnum.
Nokkrir Islendingar fylgdu fjölkvæninu ekki
aðeins í orði heldur einnig á borði og áttu fleiri en
eina konu í senn, og skylt töldu flestir trúbræðumir
að verja þennan sið í viðræðum við aðra og gripu þá
til orða Krists. „Hver sem helst yfirgefið hefur hús,
bræður, systur, föður, móður, konu og böm, eða
eignir, mín eða náðarboðskaparins vegna, mun fá
hundraðfalt og öðlast eilíft líf.“ Þetta túlkuðu
http://www.vortex.is/aett
4
aett@vortex.is