Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 11

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 11
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 nafninu Dunkaður - stafsett á írsku Donnchadh. í gömlu bréfi frá 1393, sem afrit er af á skjalasafninu í Búðardal, kemur fyrir nafnið Dunkurskógur eða Dunkaðarskógur. Forn sagnalist íra En hvað um önnur keltnesk spor? Því miður hafa Islendingar lítið fengist við þessi fræði, þótt undar- legt megi virðast. Helst ber þar að nefna Guðrúnu frá Prestbakka sem birti grein í Breiðfirðingi 1982 og Dr. Hermann Pálsson háskólakennara í Edinborg. Hermann hefur ritað nokrar bækur um keltnesk fræði. Aðrir sem fjallað hafa um Keltana eru Einar Olafur Sveinsson, Gísli Sigurðsson og Sigurður Norðdal. Þar við bætist Ami Óla sem var afar víðles- inn og skrifaði margar mjög áhugaverðar greinar um Keltana og kom með skemmilegar tilgátur. Um það leyti sem Island var að byggjast var mikið og náið samband milli landnema hér og Bretlandseyja og Norðurlandanna. Miklar framfarir urðu í siglingum og tungumálaerfiðleikar voru litlir. Þótt meirihluti landnámsmanna kæmi frá Noregi varð mikil blöndun við fólk frá Irlandi og Suðureyjum og norskt fólk sem þaðan kom hafði oft blandast keltnesku fólki. Hermann Pálsson segir í bók sinni Finnugaldur og Hriflungar (1996): „I glöggum vísindaritum er fjalla um eðli og uppruna íslenskra fornsagna hníga ýmis rök að þeirri kenningu að þær dragi dám af fornri sagnalist er Irar stunduðu af mikilli prýði frá því fyrir árdaga norrænnar menningar og langt fram eftir öldum.“ Keltar fjölmennastir í Dalasýslu Því spyr maður sig: Fluttu ekki írskir landnámsmenn og þeirra fólk þessa sagnalist með sér yfir hafið? Þetta var hin munnlega list þar sem mæður kenndu bömum sínum. Enn í dag lifa gelísk ljóð á vörum fólks m.a á Barrey í Suðureyjum. Ljóð sem aldrei hafa verið skrifuð eða prentuð, samkvæmt bók Hermanns Pálssonar, Söngvar frá Suðureyjum. Mæður rauluðu yfir vöggum bama sinna, svo komu vinnusöngvamir þar sem konur sungu við mjaltir, vefslátt, þæfingu, strokkun og við að fela eld. Karlmenn sungu við róður, sáningu, við að marka lömb og rýja ull. Allir vinnusöngvar hafa lag. Ljóð og lag er eitt. Eg held það liggi nokkuð ljóst fyrir að þessi orðsins og lagsins list hefur borist með írsku fólki til Islands. Má þar einu gilda hvort þar voru á ferðinni þrælar eða landnemar. Þó tel ég að í sagnalistinni hafi írski arfurinn ávaxtast mest og best. Það að segja sögur, flytja drápur, ýmist af munni fram eða eftir skrifuðum handritum. Þar eigum við Breiðfirðingar drjúgan hlut og það tel ég enga tilviljun. Sennilega hefur hvergi á landinu verið fjölmennara lið keltnesks fólks en einmitt í Dalasýslu. Við skulum ekki gleyma því að tveir þriðju hlutar varðveittra Islendingasagna gerast og eru skráðar í Dölunum. Hér má sjá minnismerki um Auði/Unni djúpúðgu á Krosshólum. (Ljósmynd Björn Jónsson). Sönglausir og sögulausir Hermann Pálsson segir í bók sinni Söngvar frá Suðureyjum: „Island hefði aldrei orðið menningar- ríki ef það hefði byggst Norðmönnum einum, söng- lausum og sögulausum.“ Þetta eru stór orð en ef til vill felst í þeim nteiri sannleikur en menn hafa áður viljað viðurkenna. Það vekur furðu hversu hirðulausir íslendingar hafa verið um uppruna sinn - miðað við hinn mikla ættfræðiáhuga okkar. Það er sérstaklega athyglisvert í ljósi nýjustu genarannsókna sem sýna að hin keltnesku áhrif eru margfalt meiri en áður var talið. Samkvæmt frásögnum Ara fróða fluttist nær ein- göngu norskt fólk til landsins. Af því hefur leitt að það varð strax yfirþjóðtn. Margir af keltneskum uppruna voru trúlega einnig þrælar og ambáttir. Nærtækt dæmi er Melkorka Mýrkjartansdóttir. Saga Melkorku er rnikil saga sem sýnir okkur í hnotskum þann mikla mun, það regindjúp, sem forðum var milli víkinganna norsku og írsku þrælanna. Melkorka Eitt mig hlœgir, imgi sonur íþér sitðrœnn logi brennur, - þögult eftir œðum þínum írska komtngsblóðið rennur. Aðalstign þinn svipur sýnir. Sjá í helgra vœtta nafni, þvœ ég af þér þrœlamarkið, þú skalt verða konungsjafni. Þannig orti Dalamaðurinn Jóhannes úr Kötlum um Melkorku. Saga Melkorku er einstök, þær voru fáar írsku konurnar sem getið var eins og hennar. En gleymum því ekki að írsku konumar, hvort sem þær komust á blað eða ekki, áttu áreiðanlega drýgstan þátt í að varðveita írska menningararfinn og koma honum til skila til niðjanna í nýju landi. Það sorglega er, að á sama hátt og fomsögumar dvelja við ránsferðir víkinganna en þegja þunnu hljóði um fólkið sem þeir rændu, má segja að sú þögn ríki enn í dag. Ahuga- http ://w w w. vortex. is/aett 11 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.