Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Síða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Síða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 mormónar svo að hundrað eiginkonur mætti hver karl eiga og enga trú höfðu þeir á því að veraldlegum yfirvöldum tækist nokkru sinni að brjóta þessa reglu á bak aftur. „Þeir eru að taka til fanga einn og einn fjölkvænismann, setja þá í fangelsi, dæma þá í stórar sektir o.s.frv. En allt kemur fyrir eitt, því Herrans lög eru yfir staðarins lögum. Það er ekki langt þangað til það verður ljósara.“ Svo segir Þorsteinn Jónsson í bréfi til Jóns Borgfirðings 22. nóvember 1886. Horfnar kynslóðir og ættfræði Mikilsverður þáttur í mormónatrú var skírn látins fólks. Mormónar telja unnt að tryggja sálinni full- komnustu upphafningu í guðs ríki með því að skírast fyrir hana, þó að áratugir eða aldir séu liðnar síðan hún átti sér bústað í jarðneskum líkama. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að þekkja nöfn hinna dánu, fæðingardaga þeirra og dánardaga og þessi nauðsyn hefur vakið með mormónunum brennandi áhuga á ættfræði. Strax á fyrstu árum íslenskra mormóna í Utah tóku þeir að spyrja bréfavini sína hér heirna um ættir, fæðingar- og dánardaga, og enn í dag stunda þeir ættfræðirannsóknir og sálnaskím af kappi. Til dæmis má nefna að Þorsteinn Guðmunds- son, síðast bóndi á Lágafelli, sem fæddur var um 1724 og dó 28. október 1803 var skírður þann 7. júní 1961 og skímin staðfest með vottum 26. júlí sama ár. Sálir konu hans og tveggja sona nutu sömu náðar og vom jafnframt innsiglaðar eiginmanni og föður. Islenskir ættfræðingar hafa ærna ástæðu til að gleðjast yfir þessum áhuga trúflokksins á horfnum kynslóðum. Mormónar af íslenskum ættum komu íslenskum kirkjubókum á filmur, sem aðgangur er að á þjóðskjalasafni og héraðsskjalasöfnum og þeir tölvuskráðu næstum allar fæðingar eða skímir, gift- ingar og dauðsföll sem getið er í kirkjubókunum frá upphafi og til ársins 1870. í þann fróðleiksbanka er margt að sækja. Heimildir um Islendinga í Utah Danskættuð kona í Utah að nafni La Nora Allred hefur einnig tekið saman æviágrip Islendinganna sem settust að í fylkinu, leitað fanga í bæði íslensk- um og bandarískum skrám og ritum og skrifað fróð- legar frásagnir af lífi landnemanna. í mars 1998 gaf Islendingafélagið þar í byggð frásagnir þessar út í 120 síðna fjölriti sem ber nafnið The Icelanders of Utah. Þar er getið 355 Islendinga sem með vissu settust að í mormónaríkinu og óljósar heimildir eru um 16 til viðbótar. Raunar er víst að sumir þeirra fóru aldrei alla leið. I bók sinni Gekk ég yfir sjó og land segir sr. Kristján Róbertsson margt af örlögum flestra Utah- fara. I samantekt þeirri sem hér fer á eftir er að sönnu sumt af því endurtekið, en einkum greint nokkuð frá því sem íslenskar kirkjubækur og La Nora Allred hafa frekar að segja um nokkra Rangæinga úr hópi Utahfaranna og fjölskyldur þeirra. Oddi á Rangárvöllum. Strax á fyrstu árum íslenskra mormóna í Utah tóku þeir að spyrja bréfavini sína hér heima um ættir, fæðingar- og dánardaga, og enn í dag stunda þeir ættfræðirannsóknir og sálnaskírn af kappi. (Ljósmynd Björn Jónsson). Fjölskylda Samúels Bjarnasonar Samúel Bjamason fæddist á Reyðarvatni 22. apríl 1823, óskilgetinn sonur Bjarna Jónssonar og Mar- grétar Gísladóttur. Samúel fluttist ungur til Vest- mannaeyja með móður sinni, giftist þar Margréti Gísladóttur, sem einnig var Rangæingur, fædd 20. nóvember 1822, dóttir Gísla Andréssonar og Sigríðar Guðmundsdóttur á Velli. Samúel skírðist til mormónatrúar 3. júní 1853 og kona hans í júlí árið eftir. Þau lögðu af stað til Utah það ár, komust þó ekki á áfangastað fyrr en haustið 1855 og námu land í Spanish Fork, fyrst Islendinga til að setjast að í Vesturheimi. Samúel hlýddi boðum mormónakirkj- unnar af einlægni, jafnt í hjúskaparmálum sem á öðrum sviðum og árið 1861 tók hann sér aðra konu, Gertrude Marie Mortensen frá Danmörku. Að sögn La Nora Allred greina giftingarskýslur vestra frá þrem giftingum Samúels til viðbótar, auk Margrétar og Gertrude voru Kristín Pálsdóttir, Hall- dóra Jónsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir eiginkonur hans. Um Kristínu og Halldóru er ekkert vitað, en Kristján Róbertsson segir frá því að Jóhanna Sveinsdóttir hafi gifst rosknum Islendingi vestra og hefur eftir Kate B. Carter að hún hafi þegið af honum fjárstuðning til fararinnar gegn því að verða ein af konum hans er vestur kæmi, en nafn þessa Islendings viti hann ekki. La Nora Allred getur að vísu ekki sögunnar um fjárstuðninginn, en tæpast er hægt að rengja upplýsingar hennar um eiginkonur Samúels. Jóhanna var dóttir Sveins Þórðarsonar og Helgu dóttur Guðnýjar Erasmusdóttur sem frá segir hér á eftir. Hún var fædd 9. febrúar 1861, var skírð til mormónatrúar árið 1874 um leið og aðrir í fjölskyld- unni en flutti ekki vestur fyrr en 1881. Hjónaband hennar og Samúels slitnaði fljótlega og Jóhanna yfirgaf kirkju mormóna. Síðar giftist hún dönskum manni, James Peter Johnson að nafni. Þau bjuggu í Scofield og seinna í Cleveland. Þar dó Jóhanna 17. maí 1927. Guðný Erasmusdóttir, amma Jóhönnu, fæddist á Kirkjulæk 6. september 1794, dóttir Erasmusar http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.