Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 13
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 Ásmundur Uni Guðmundsson frá Krossi: „Veit ég ykkur villist sýn66 Ásmundur Uni fjallar hér um gamalt manns- hvarf, sögusagnir og embættisglöp en einnig hina munnlegu geymd þar sem svo margt varð- veitist kynslóð fram af kynslóð. Það fer ekki hjá því að oft leiti á hugann löngu gengnir atburðir sem síðar meir vilja komast á blað. Þeir sem eldri em fræddu okkur yngri á atburðum og sögum sem þeim eldri menn höfðu frætt þá um. Þannig varðveitist fróðleikurinn kynslóð fram af kynslóð. Þá var oft lítið skjalfest eða skráð annað en það sem embættismennimir, prestar og sýslumenn, skráðu í sínar bækur og var það oft æði stopult og víða eru gloppur og göt í þeim gögnum. Mér vitanlega hefur verið mjög hljótt um þann harmleik sem varð á fjallskilasvæði Miðdælinga haustið 1840, er Ólafur Jósúason frá Bæ týndist. Svo virðist sem flestir hafi viljað gleyma þessum atburði sem fyrst. Það er vandasamt að fjalla um harmleik sem átti sér stað fyrir 166 árum, þar sem lítið eða ekkert er til skjalfest um hann í opinberum gögnum. En margt varðveittist í minni fólks og almannarómur sagði margt og verður reynt að byggja á þessu tvennu eins og hægt er í þessum pistli. A þessum tíma var ólga talsverð í Kvennabrekku- og Sauðafellssóknum m.a. vegna kirkjubygginga og mynduðust í hreppnum tvær fylkingar sem tókust harkalega á og getur það eitt og sér hafa verið orsök þess að ekkert var fært inn í kirkjubækur um þetta mál. Kirkjudeilur voru ekki nýjar af nálinni þarna en fyrstu heimildir um kirkju á Kvennabrekku eru frá 13. öld, það var Maríukirkja og Jóns (Jóhannesar) postula. Með konungsúrskurði 30. júní 1871 eru Miðdalaþing og Kvennabrekkuprestaköll sameinuð í eitt prestakall; Suðurdalaþing. Jafnframt er Kvenna- brekkukirkja lögð niður og sóknin lögð til Sauða- fells. Með stjórnarbréfi 15. september 1919 er Sauðafellskirkja svo lögð niður og kirkja reist á Kvennabrekku á ný. Svona deilur ásamt öðrum ágreiningsefnum eru ekki til þess fallnar að efla samheldnina. Þokumistur Samkvæmt upplýsingum sem ég fékk sendar frá Veðurstofu Islands á liðnu ári, þar sem ég spurði um veðurfar haustið 1840, eða sem næst 10. október það ár, kom fram að reglulegar veðurathuganir hafi ekki hafist fyrr en 1845 í Stykkishólmi. Aftur á móti voru gerðar daglegar athuganir í Reykjavík frá 1840. í veðurathuganabók Reykjavíkur stendur að 10. Úr Miðdölum. Ólafur Jósúason sem týndist í göngum haustið 1840 var frá Bæ í Miðdölum. (Ljósmynd Björn Jónsson). október 1840 hafi verið norðan stormur og skýjað, hámarkshiti var um 6,5°C en lágmarkshiti 2,5 °C. Loftvægið er skráð 1005 millibör. Næstu tvo daga er skráður norðan stormur og loftvogin stígur. Sagt er að þokumistur sé í lofti og einnig kemur fram að hugsanlega hafi gert norðan hret með snjókomu til fjalla sumstaðar á landinu. Þessi lýsing bendir til þess að myndarleg lægð hafi verið á norðurleið fyrir austan land samfara háþrýstisvæði yfir Grænlandi. Hugsanlega gæti hér verið um að ræða slærna haustlægð, eða leifar felli- byls, en þá hefðu skaðar vegna hennar trúlega orðið víðar. Undir þessa kenningu tekur „Árferði á íslandi í þúsund ár“ bls. 241, en þar er einnig tekið fram að vetur hafi lagst snemma að 1840 með miklu frosti og áfreðum. Raunar mun allt áriðl840 hafa orðið mönn- um þungt í skauti, samkvæmt sömu heimild. Þar segir einnig að hafís hafi hrakist fyrir norðan land og austur um og borist suður fyrir land og allt til Reykjaness. Það er því ljóst að veðurfarið haustið 1840 hefur verið heldur kuldalegt og tekið á bæði menn og málleysingja jafnt í byggð sem á fjöllum uppi. Það gefur tilefni til þess að geta sér til um hrakninga og erfiðleika ýmiss konar en best er þó að halda sig við það fáa sem hægt er að festa hönd á í þessu tilviki. Týndur Það er athyglisvert að faðir minn, Guðmundur Pálmi Ásmundsson, sem er minn aðalheimildarmaður um þennan harmleik, talaði alltaf um að það hefði verið þoka þegar Ólafur Jósúason týndist. Undanfarandi veðurfarslýsing rennir stoðum undir það sem faðir minn sagði um þokuna, því vitað er að Snjófjöllin http://www.vortex.is/aett 13 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.