Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 17
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Franz Gíslason:
Takk fyrir leiðréttingarnar!
Svolitlar vangaveltur um Pál Þorkelsson
Guðjón Óskar Bergsson birti í síðasta tölublaði
Fréttabréfsins (1/2006) tvær leiðréttingar við grein-
ina um Grasaættina í tölublaðinu þar á undan
(4/2005) en hún byggðist á erindi sem ég flutti á
fundi í Ættfræðifélaginu í október í haust í tilefni af
útkomu samnefnds rits. Kann ég Guðjóni bestu
þakkir fyrir enda hefði verið snautlegt fyrir mig ef
báðir þessir fingurbrjótar hefðu farið athugasemda-
laust hjá garði.
Thoroddsen - Thorarensen: Sem betur fer er farið
rétt með nafnið í ritinu sjálfu (Grasaœttinni). Líklega
hefur gamli augnlæknirinn minn verið mér eitthvað
ofarlega í huga þegar ég reit punktana fyrir erindið
enda var Skúli Thoroddsen minnisstæður maður!
Sólveig - Sigríður: A þessum nafnaruglingi kann
ég enga skýringu en bót er í máli að stúlka þessi
(„barnfuglinn“ eins og sr. Jón Steingrímsson nefndi
hana) er ekki nefnd á nafn í Grasaœttinni þó skyld
okkur væri sem dóttir formóður okkar, maddömu
Þórunnar Hannesdóttur Scheving.
Sama hefti (1/2006) flytur ítarlegt ágrip af fram-
ættum dr. Jóns Þorkelssonar sem orti undir skálda-
heitinu Fornólfur og einatt bar viðumefnið forni en
svo skemmtilega vill til að allnánir snertifletir
mynduðust milli fjölskyldu Jóns og grasaættarinnar.
Er þar þá fyrst að nefna að báðar fjölskyldumar
bjuggu um skeið (1844-53) samtímis á sömu jörðinni
í Skaftártungu, sr. Þorkell Eyjólfsson og hans fólk á
Eystri-Ásum en Þórunn Sigurðardóttir langalang-
amma mín og hennar fólk á Ytri-Ásum. Þómnn rifj-
aði síðar upp helstu atburði í lífi sínu fyrir fræða-
þulinn Brynjúlf frá Minna-Núpi. Þar segir hún m.a.
frá því að sr. Þorkell hafi beðið sig að hjálpa konu
sinni (Ragnheiði Pálsdóttur af Pálsætt á Síðu) í
bamsnauð. Var hún treg til enda ólærð en lét svo loks
tilleiðast fyrir þrábeiðni klerks. Sat hún yfir Ragn-
heiði og gekk allt vel. Þetta „gekk allt vel“ þýðir
reyndar að Ragnheiður lifði barnsburðinn af en bam-
ið (stúlka) dó fimm daga gamalt og höfðu prests-
hjónin þá misst þrjú fyrstu börnin sín í frumbemsku.
Þrátt fyrir það hvatti sr. Þorkell Þómnni til að fara í
ljósmóðurnám og fór hún sama vor (1847) og lauk
námskeiði og prófi hjá Skúla Thorarensen lækni á
Móeiðarhvoli. Er þar kominn sá maður er varð hálft
tilefni þessa greinarkoms. Þórunn varð síðan ljós-
móðir um langt árabil, fyrst í Vestur-Skaftafellssýslu
en síðan á Suðumesjum, og þótti farsæl í starfi. Hún
tók m.a. á móti fimm bömum þeirra Ragnheiðar og
Þorkels, fjögur lifðu. Alls eignuðust þau hjón sautján
böm og komust tólf þeirra á legg. Það var því síst að
undra að sumum þeirra væri komið í fóstur, t.d. Jóni
forna sem fæddist sama ár (1859) og foreldrar hans
fluttu að Borg á Mýrum. Eins og fram kom í nefndu
Fréttabréfi ólst hann upp hjá Eiríki Jónssyni í Hlíð,
einmitt þeim sama og Þórunn Sigurðardóttir hafði
rennt til hýru auga þegar hún var ung stúlka.
Leiðir þessara fölskyldna skildu um sinn þegar
Gísli og Þómnn á Ytri-Ásum tóku sig upp árið 1853
og fluttu að Bæjarskerjum sunnanhalt við Sandgerði
á Suðurnesjum. En afkomendur þeirra áttu þó eftir að
komast í snertingu hverir við aðra alllöngu síðar.
Eldri bróðir Jóns Þorkelssonar hét Páll, f. 1850.
Einnig hann var settur í fóstur og óx upp í Hörgsdal
á Síðu frá sex til sautján ára aldurs. Hann lauk prófi
í gullsmíði í Reykjavík 1872 og stundaði þá iðn til
1886 er hann tók sig upp og hélt í víking, fyrst til
Parísar þar sem hann lærði m.a. tannsmíði en 1889
fór hann til Noregs og var gullsmiður þar og í Kaup-
mannahöfn til 1906 er hann flutti aftur heim til
íslands. Settist hann að á Laugavegi 4 í Reykjavík.
Um haustið sama ár komu til Reykjavíkur austan frá
Brúnavík í Borgarfirði eystra tveir dóttursynir
Þórunnar Sigurðardóttur (synir Þórunnar Gísladóttur,
þ.e. Grasa-Þórunnar), þeir Gissur (afi minn), 23ja
ára, og Erlingur (síðar grasalæknir), 33ja ára. Þeir
ætluðu að stunda smíðar um veturinn og er sjálfsagt
engin tilviljun að þeir fengu inni hjá Páli á Lauga-
vegi 4. Þeir höfðu lært nokkuð í silfursmíði og ann-
arri iðn hjá Filippusi föður sínum en ekki hef ég
fundið fyrir því traustar heimildir að þeir hafi þennan
vetur rekið silfursmíðaverkstæði á Laugarvegi 4 eins
og Jón Bjarnason blaðamaður hélt fram í minningar-
grein um Erling. Er öllu líklegra að þeir hafi verið í
vinnu og læri hjá Páli enda hefur þessi forframaði
heimsmaður getað miðlað þeim mörgu af þekkingu
sinni og kunnáttu.
Þær upplýsingar sem hér hafa verið raktar um Pál
Þorkelsson koma allar úr 3. bindi Vesturskaftfell-
ingatals Bjöms Magnússonar. Eitt atriði finnst mér
þar afar athyglisvert en það er frásögnin af tann-
smíðanámi hans í París. Nú veit ég að í Ættfræði-
félaginu er urmull af margfróðum fræðaþulum og
auglýsi hér með eftir meiri upplýsingum: Lumar
einhver á meiri vitneskju um Pál og þá sér í lagi á því
hvort hann hafi hagnýtt sér á einhvem hátt þennan
lærdóm? Vita menn eitthvað um tannsmíðar á Islandi
http://www.vortex.is/aett
17
aett@vortex.is