Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í nrars 2006 Elst bama Auðbjargar og Guðmundar var Helga, fædd 20. ágúst 1869. Hún giftist Eleanor Jones járn- brautarstarfsmanni, en annað er ekki urn hana vitað. Næstur í röðinni var Bjarni, fæddur 9. júlí 1873. Hann varð aðeins rúmlega tvítugur, dó úr berklum 11. júlí 1896. Þriðja barn þeirra hjóna var Einar, fæddur 23. apríl 1876. Hann kvæntist Berthu Jones og er talið að þau hafi búið í Binghanr Canyon og Einar unnið við námagröft. Hann fórst í snjóflóði 17. febrúar 1926. Sigríður hét dóttir Guðmundar og Auðbjargar, fædd 17. janúar 1878. Hún átti James Albertson, þau bjuggu í Spanish Fork og þar lést Sigríður 19. ágúst 1966. Yngstur bama Guðmundar og Auðbjargar var Árni, fæddur 16. ágúst 1880. Kona hans hét Hannah Jane Small Robertson. Þau bjuggu í Spanish Fork. Ámi dó úr berklunt 7. febrúar 1923. Fjölskylda Sigríðar Jónsdóttur Sigríður Jónsdóttir var fædd 10. september 1832 í Eyvindarholti. Foreldrar hennar vora Jón Guð- mundsson og Sigríður Oddsdóttir, vinnuhjú á bænum. Maður Sigríðar var Bjarni Bjarnason frá Pétursey. Þau bjuggu í Stóragerði í Vestmannaeyjum en fluttu til Spanish Fork 1883 og tóku með fósturdótturina Þuríði Sigurðardóttur, níu ára gamla. Sigríður Oddsdóttir, móðir Sigríðar, giftist síðar Þorláki Jónssyni bónda í Dufþekju. Sonur þeirra var Jón, fæddur 7. nóvember 1842. Hann skírðist til mormónatrúar 17. júlí 1885 og daginn eftir lagði hann af stað til Utah þar sem hann dvaldi á heimili hálfsystur sinnar, Sigríðar. Jón kvæntist aldrei. Hann lést 2. febrúar 1922. Sigríður lést 21. janúar 1920. Fjölskylda Sigurðar Porleifssonar Sigurður Þorleifsson fæddist 20. september 1859, sonur Þorleifs Eyjólfssonar í Aurgötu undir Eyja- fjöllum og Sigríðar Brynjólfsdóttur í Brennu. Hann flutti vestur 1884, dvaldi fyrst skamman tíma í Norður-Dakota en flutti svo til Spanish Fork. Þar giftist hann Guðnýju Jónsdóttur frá Bakka í Land- eyjum. Hún var fædd 16. júlí 1858, gekk í söfnuð mormóna árið 1889 og hélt sama ár til Utah. Hún lést 20. desember 1891. Sigurður giftist síðan Hjálmfríði Hjálmarsdóttur frá Kastala í Vestmannaeyjum og dóu þau bæði árið 1922, hann 6. mars og hún 20. nóvember. Sigríður, móðir Sigurðar, var fædd 28. apríl 1822, dóttir Brynjólfs Brynjólfssonar og Guðnýjar Erlendsdóttur á Miðskála. Hún skírðist til mormóna- trúar 1876 og tíu árum seinna flutti hún til sonar síns í Spanish Fork og þar lést hún 4. júlí 1888. Fjölskylda Guðmundar Guðmundssonar Guðmundur Guðmundsson var fæddur 22. janúar 1842, sonur Guðmundar Guðmundssonar og Sól- rúnar Ketilsdóttur, vinnuhjúa á Sauðhúsvelli. Hann var hafnsögumaður í Eyjum, bjó í París og var kvæntur Jóhönnu Guðmundsdóttur. Hún hafði áður verið gift Sæmundi Ólafssyni og áttu þau einn son, Sæmund að nafni. Guðmundur gekk til liðs við kirkju mormóna árið 1886 og nokkrum dögunr eftir skímina hélt hann af stað til Utah ásamt konu sinni, þrem dætrurn þeirra og stjúpsyninum Sæmundi. Bjó fjölskyldan í fyrstu í Spanish Fork en síðan um sex ára skeið í Alberta í Kanada, en Guðmundur og Jóhanna fluttu aftur til Utah og bjuggu síðast í Mapleton. Guðmundur stundaði húsasmíðar og eitthvað var hann við fisk- veiðar. Hann lést 23. ágúst 1919 og Jóhanna lést 22. apríl 1935. Sæmundur sonur hennar og fyrri manns- ins varð skammlífur, hann dó þann 12. janúar 1890 í Spanish Fork, ókvæntur. Sólrún hét elsta dóttir Guðmundar og Jóhönnu, fædd 11. október 1867. Hún flutti vestur til foreldra sinna árið 1888, giftist þar Jóhanni Pétri Jónssyni frá Elínarhúsi í Eyjum og bjuggu þau fyrst í Spanish Fork, síðan í Winter Quarters en fluttu upp úr alda- mótum til Alberta. Sólrún andaðist 8. mars 1949. Önnur dóttir Guðmundar og Jóhönnu var Jóhanna, fædd 20. janúar 1870. Hún fór einnig vestur 1888 og giftist þar manni að nafni Edward King, en skammar urðu samvistir þeirra því að Jóhanna dó 24. nóvember 1892. Ragnhildur hét hin þriðja dóttir þeirra hjóna, fædd 2. maí 1873. Hún varð samferða systrum sínum til Spanish Fork árið 1888, en aldurinn varð henni ekki að meini fremur en Jóhönnu, eitrun af einhverju tagi varð henni að bana 9. nóvember 1891. Ein dóttir Guðmundar og Jóhönnu hét Ingveldur, fædd 30. desember 1874. Hún fór vestur til foreldra sinna 1887, giftist manni er hét John Jarnes Carrick og bjuggu þau unr hríð í Winter Quarters en sneru svo aftur til Spanish Fork. Dánardagur Ingveldar er ekki þekktur. Þá er ógetið þriggja yngstu dætranna, þeirra er fluttu vestur með foreldrum sínum strax árið 1886. Guðbjörg var ein þeirra, fædd 14. nóvember 1876. Hún giftist Jeremiah M. Davis, þau áttu fyrst heima í Winter Quarters, en fluttu eftir aldamót til Raymond í Alberta. Guðbjörg var nefnd Rebekka vestra. Hún lést 27. maí 1962. Önnur var María, fædd 1. maí 1878. Hún giftist Julius Whitmore. María dó 15. september 1951. Yngsta dóttir þeirra hjóna var Jónína Steinunn, fædd 31. janúar 1880. Hún giftist Angus Lee Harmer og fluttu þau skömmu eftir aldamót til Raymond, bjuggu þar í um það bil sex ár en snera þá aftur til Utah og settust að í Mapleton. Jónína dó 4. mars 1963. Böm Guðmundar og Jóhönnu voru fleiri, en þau sem hér eru ekki nefnd urðu eftir heima í Eyjum. Fjölskylda Sigríðar Eiríksdóttur Sigríður Eiríksdóttir fæddist 23. júní 1865 í Miðmörk, dóttir giftra vinnuhjúa, Eirfks Hannessonar og Hall- http://www.vortex.is/aett 8 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.