Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 9

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 dóru Gunnsteinsdóttur. Hún giftist Þorsteini Péturssyni jámsmið í Dölum í Vestmannaeyjum en hann var þá ekkjumaður og átti eina dóttur sem Ástrós hét og fædd var 4. ágúst 1884. Þau Þorsteinn og Sigríður áttu tvær dætur til viðbótar, Jónína var fædd 27. nóvember 1885 og Dómhildur fæddist 2. júní 1887. Þorsteinn tók mormónatrú árið 1886 og ári seinna hélt fjölskyldan vestur um haf. Dómhildur litla lést á leiðinni, en foreldrar hennar settust að í Spanish Fork með dætrunum tveim, bjuggu svo um skeið í Springville en síðan aftur í Spanish Fork. Sigríður dó 23. mars 1934 og Þorsteinn dó 28. júní 1939. Ástrós dóttir Þorsteins giftist William C. Boyd. Hún lést 19. desember 1911 og lét eftir sig dóttur, sem alin var upp hjá Þorsteini og Sigríði. Jónína dóttir Þorsteins og Sigríðar giftist Dell Fullmer og áttu þau heima í Spanish Fork. Jónína lést 16. mars 1955. Fjölskylda Jóns Kristins Arnoddssonar Jón Kristinn Arnoddsson fæddist 6. júlí 1862, sonur Amodds Jónssonar bónda á Amarhóli í Vestur- Landeyjum og konu hans Steinunnar Pálsdóttur. Hann kvæntist Olöfu Jónsdóttur og áttu þau heima í París í Eyjum. Sonur þeirra Þorsteinn var fæddur 1886. Jón flutti til Utah 1888 og ári síðar kom Ólöf með soninn. Þau mæðginin dóu bæði 1889, en Jón giftist síðar Ingveldi Árnadóttur. Þau fluttu ti! Raymond í Kanada um 1903 og bára þar beinin. Lokaorð Fróðir lesendur veita því vafalaust athygli að í pistli þessum er að litlu eða engu getið ýmissa Rangæinga sem fluttust til Utah og voru sumir meðal þekktustu boðenda mormónatrúarinnar, enda er hér helst reynt að draga fram dagsetningar, ártöl og aðrar staðreynd- ir sem mér er ókunnugt um að hafi áður birst í aðgengilegum ritum. Enga tilraun gerði ég heldur til þess að telja hve margir Rangæingar voru í hópi þeirra 355 íslendinga sem sannanlega komust alla leið til Utah, en það fer tæpast milli mála að drjúgur meirihluti þeirra var úr Rangárþingi eða ættaður þaðan. Ur einni sveit sýslunnar, Austur-Landeyjum, fluttu alls 28 manns til sæluríkisins í vestri árið 1886. Haustið áður voru íbúar sveitarinnar 501 samkvæmt sóknarmannatali og hafa því nærri 6 % íbúanna farið úr landi á einu ári. Prósentan var ekki eins vinsælt fyrirbæri þá og nú og hæpið að nokkrum sem eftir sat hafi dottið í hug að reikna hana út, en trúlega hefur samt einhverjum þótt nóg um fjöldann, enda voru vel metnir hæfileikamenn í hópnum. Af afdrifum flestra Utahfara úr Landeyjum segir nokkuð í Landeyinga- bók sem út kom 1999. Það gefur auga leið að slíkir áhugamenn um ætt- menni sín sem mormónamir eru, hafa jafnan nokk- urn hug á að halda uppruna sínum á lofti. Islensk tunga er að vísu ekki lengur töluð í Utah, en einstök Kirkjulækjartorfan. Guðný Erasmusdóttir fæddist á Kirkjulæk 6. september 1794. Um 1855 snerist Guðný til mormónatrúar og 1857 lagði hún af stað til Utah, en á leiðarenda komst hún ekki fyrr en tveim árum seinna. Guðný festi á blað ýmsan fróðleik um Islendinga í Utah. (Ljósmynd B jörn Jónsson). orð minna þó enn á hvaðan áar margra íbúanna komu. Ungt fólk á það til að snæða „lummas“ og dýfir „moleys“ í bollann og íslensk mannanöfn eins og Helga þekkjast enn. Islendingadagur var fyrst haldinn hátíðlegur í Spanish Fork 3. ágúst 1897 og jafnan síðan í byrjun ágúst. Á síðustu árum hefur þátttaka í hátíðahöldum hans vissulega minnkað, en ýmsir Utahbúar hafa endumýjað kynni sín af landi forfeðranna og minnis- merkið sem reist var árið 1938 í Spanish Fork til heiðurs fyrstu íslensku nýlendunni í Bandarfkjunum minnir stöðugt á karla og konur sem yfirgáfu Islandsgreyið fyrir rúmum hundrað árum og lögðu vissulega margt af mörkum við uppbyggingu á öflugu menningarsamfélagi á nýjum slóðum. Heimildir: Sunnlenskar byggðir VI. bls. 34. Finnur Sigmundsson: Vesturfarar skrifa heim. Gunnar M. Magnúss: Langspilið ómar. Kristján Róbertsson: Gekk ég yfir sjó og land. La Nora Allred: The Icelanders of Utah, Spanish Fork 1998. Prestsþjónustubækur úr Rangárþingi og Vestmannaeyjum. (Filmur á Héraðsskjalasafni Ámesinga.) Grein þessi birtist 1999 í Goðasteini, héraðsriti Rangæinga. Fyrirspurn Um Ástralíu Ég er að leita að ættfræðingi sem hefur þekkingu á búferlaflutningi héðan til Ástralíu fyrr á tímum. Einnig ef einhver hefur yfirsýn yfir niðja þeirra sem settust þar að. Vonandi er einhver á ykkar snærum sem getur orðið mér að liði. Kveðja Kristrún http://www.vortex.is/aett 9 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.