Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 12
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Kjarlaksstaðir (Kjallastaðir) á Felsströnd. Kjarlakur
er talið skylt írska orðinu Challaghan.
(Ljósmynd Björn Jónsson).
leysi, mold og steinar geyma enn drjúgan hluta sögu
okkar.
Álfdís hin barreyska
Frá Suðureyjum komu samkvæmt Landnámu á
þriðja tug landnámsmanna, þar af átta frá Barrey.
Einn þessara landnema var Alfdís Konálsdóttir hin
barreyska, kona Olafs feilan í Hvammi, sonarsonar
Unnar djúpúðgu. Alfdís var konan sem kom frá fjar-
lægri eyju við Skotlandsströnd og settist í húsmóður-
sætið í Hvammi á eftir landnámskonunni miklu og
djúpúðgu, byggðamóðurinni sjálfri.
Þessi kona hefur ekki fengið mikið pláss í sög-
unni. Hún þerrði ekki blóð af sverðsoddi líkt og
Guðrún Osvífursdóttir, hinu megin við fjallið. í
æðum Alfdísar rann blóð hins kaþólska siðar sem
búinn var um mörg hundruð ára skeið að móta siði
og lífshætti fólks á Suðureyjum. Þar ríktu ekki hug-
sjónir hins norræna víkings - að stunda morðskap og
rán meðal friðsamra eyjaskeggja. Það voru því býsna
ólíkir heimar mannlífs og siðvenja sem mættust
þegar víkingar hófu sínar dráps- og ránsferðir til
Suðureyja, Irlands og Skotlands.
Fyrirspurn
Frá Færeyjum
Góðan dag. Eg veit ekki hvort ég er að spyrja
rétta aðila en mig vantar aðstoð við ættrakningar.
Mig vantar afkomendur Elisabeth Olsen f. 22.
janúar 1861 í Klakksvík í Færeyjum. Hún giftist
Magnúsi Hannessyni úr Vopnafirði. Þetta er ekki
skylt mér en mig langar til að hafa upp á
afkomendum þeirra.
Bestu kveðjur með von um aðstoð.
Johan Petur Dam
FO-475 Funningur, Föroyar
Suðureyjar voru og eru enn byggðar blendingsþjóð
sem komin er af Keltum og norrænum mönnum. Á
Barrey var stundaður landbúnaður og fiskveiðar
svipað og hér varð þegar landið byrjaði að byggjast.
Fært var frá, ofin efni í klæði, ræktað kom og
stundaðar veiðar með ströndum fram. Þar er ennþá
borðaður harðfiskur og svið eins og við þekkjum.
Gelíski ættararfurinn í Snorra og Sturlu
I mínum huga er Álfdís í Hvammi fulltrúi þessara
fjarlægu eyja. Sem kristin kona, sannur Suðurey-
ingur, söng hún ljóð, sagði sögur og lék á hörpu. Allt
þetta kenndi hún bömum sínum um leið og flutt voru
bænamál heilagrar Maríu. Fáir staðir á landinu eru
betur vígðir hinni upphaflegu kaþólsku trú en
Krosshólaborg. Allt bendir til þess að börn þeirra
Álfdísar og Þorsteins hafi alist upp við keltneska siði
og menningu sem móðirin færði með sér frá sínum
heimahögum.
Og Álfdís hin barreyska varð, ekki síður en
Unnur, mikil ættmóðir. Þorsteinn þorskabítur átti
Þóra dóttur Álfdísar og Ólafs. Sonur þeirra var Þor-
grímur faðir Snorra goða á Helgafelli og í Tungu.
Snorri var ættfaðir Sturlu Þórðarsonar í Hvammi,
ættföður Sturlunganna. I æðum þeirra Snorra Sturlu-
sonar og Sturlu sagnfræðings, bróðursonar hans,
rann því bæði norskt og keltneskt blóð.
Gelíski ættararfurinn bar því hvergi fegurri ávöxt
en í Hvammi í Dölum. Snorri Sturluson og Sturla
Þórðarson eru báðir til vitnis um það.
Nelson Gerrard, kennari og ættfræðingur í
Kanada er mörgum Islendingum að góðu
kunnur. Hann hefur m.a. gefið út bókina
Icelandic River Saga og verið fremstur í flokki
vestra á síðari tímum við að safna og skrá
fróðleik um Vestur-íslendinga. Hann heimsótti
Ættfræðifélagið síðastliðið sumar og við það
tækifæri færði formaðurinn Eiríkur
Einarsson honum að gjöf manntalið 1910 úr
Reykjavík sem þakklætisvott fyrir framlag
hans til ættfræðinnar.
http://www.vortex.is/aett
12
aett@vortex.is