Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 14
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 Horft niður í Suðurárdal á leið yfír Bröttubrekku. Frá Illagilskambi sýndist leitarmönnum þeir sjá einmana hvíta kind í Hádegisfjalli. (Ljósmynd Björn Jónsson). draga til sín þoku og alla þá úrkomu sem úr loftinu kemur á hvaða formi sem er. Þekkt er að þokubólstr- amir velta niður af Snjófjöllunum og yfir það svæði sem Olafur Jósúason týndist á. Það er staðreynd sem ekki verður hrakin að Olafur Jósúason frá Bæ í Miðdölum týndist í sauðfjárgöng- um haustið 1840. Hann var þá skráður vinnumaður hjá föður sínum. Olafur var fæddur 25. apríl 1818 og hefur því verið rúmlega tvítugur er hann lést. Ymsir hafa haldið því fram að hann hafi verið lítt kunnugur á þessu svæði, en slíkt dreg ég mjög í efa. Ungir menn voru sendir í göngur um leið og þeir höfðu þroska og getu til með tilsjón sér eldri og reyndari manna. Einnig var gasprað um að hann hefði verið skilamaður Miðdælinga og hefði verið að koma úr Fiskivatnsrétt Þverhlíðinga sem stóð fjarri byggð fyrir ofan Hermundarstaði í Þverárhlíð. (Fiskivatns- rétt var aflögð 1911 er Þverárrétt var reist og vígð). Ekki finnst mér það trúlegt þó svo að fjársafnið sé alla jafna rekið upp Sanddal og yfir Sand í botn Reykjadals og síðan til Fellsendaréttar sem stóð í gilkjaftinum fram af Svarfhóli. Draumur í því sambandi komst sá kvittur á loft að Hallur Egilsson bóndi í Miðskógi vissi eitthvað um hvarf Olafs. Hvað satt er í því veit enginn, en Hallur þessi var sagður blendinn í skapi. Skrítið þótti að þegar leitin að Olafi stóð yfir leitaði Hallur á því svæði sem Olafur síðar fannst á. Sagt var að Hallur hefði farið þessa sömu leið haust eftir haust og má vera að það hafi ýtt undir þann kvitt sem upp kom. Annáll 19. aldar bls. 141 getur um hvarf Ólafs og segir þar: „Annar hvarf úr sauðagöngum í Dalasýslu, Ólafur Jósúason frá Bæ, var hans leitað af mörgum og fannst ekki.“ Svo mörg voru þau orð. Marga dreymdi Ólaf og einhvem dreymdi hann þar sem hann kvað vísu eina: Veit ég ykkur villist sýn veldur galdramugga. A bersvœði liggja beinin mín ber á engan skugga. Það liggur við að í vísunni sé sagt berum orðum hvar líkamsleifar Ólafs sé að finna. Þeir sem einu sinni hafa komið á Hádegisfjall á Miðdalaafrétti skilja hvað við er átt. Þvílíkur berangur, með örfáum steinum sem hægt er að tilla sér á. Annað er svo flatt að mús ætti í erfiðleikum með að finna sér skjól á bak við stein eða þúfu. A þessum tíma flaug ýmislegt milli bæja, jafnt sögusagnir, galdratrú og bábiljur og oft varð mikið úr litlu. Ýmislegt af því tagi gæti hafa magnað upp orðróminn um að Hallur vissi meir en hann vildi segja. Auk orðrómsins um skapferli Halls var hann einnig þekktur fyrir að kasta fram vísum við ýmiss tækifæri. Þess vegna gæti vísan verið eftir hann sjálfan. En ég læt öðrum eftir að spekúlera í því eða láta hugann fara á flug. En það ýtti undir sögusagn- irnar að Hallur skildi einmitt smala Hádegisfjallið haust eftir haust. Ófundinn Þjóðskjalsafni Islands var send skrifleg fyrirspum í febrúar 2005 varðandi hvarf Ólafs Jósúasonar. I svari safnsins kemur fram staðfesting á hvarfi hans og því að hann hafi ekki fundist. Tekið er fram að leitað hafi verið í kirkjubókum og gögnum sýslumanns, en ekkert hafi fundist. Sú kirkjubók sem vitnað er til mun væntanlega vera kirkjubók Sauðafellskirkju því Bær átti kirkjusókn þangað 1845 þó ekki sé hún nefnd á nafn. Hvað varðar sýslumannsembættið mun vera átt við Kristján Klingenberg Magnúsen sýslu- mann á Skarði á Skarðsströnd (f. 5. des. 1801 d. 3. júlí 1871) fremur en son hans Ebeneser Kr Magnúsen (f. 24. mars 1843 d. 20.júní 1875) sem tók við embættinu af föður sínurn. Samkvæmt framanskráðum upplýsingum úr opin- berum gögnum er Ólafur Jósúason því enn ófundinn og hvarfið óleyst gáta. Fundinn? En það er eins og svo oft að vart er öllu að treysta. Hér er staðhæfing gegn staðhæfingu. Samkvæmt frá- sögn föður míns fannst Ólafur Jósúason tæpum þrem áratugum eftir að hann hvarf. Hér var greinilega eitthvað sem ekki stemmdi. Eg leitaði því í smiðju til Kristmundar Jóhannessonar bónda á Giljalandi og spurði hann um þetta mál. Kristmundur staðfesti að Ólafur hefði fundist. Sömu sögu sagði Hjörtur Einarsson bóndi í Neðri-Hundadal er Kristmundur bar þetta undir hann. Báðir staðfestu sem sagt frásögn föður míns en hún er svona: Haustið, (því miður er ártalið glatað), í smalamennsku í fallegu veðri, voru menn staddir á Illagilskambi og sýnist þá einmana, hvít kind vera á Hádegisfjalli. Þótti þeim slæmt að skilja hana eftir og fóru því til baka til að ná í hana. Er þeir komu á http://www.vortex.is/aett 14 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.