Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 Guðjón Óskar Jónsson skrifar: Nýjar kvöldvökur Tímaritið Nýjar kvöldvökur hóf göngu sína á Akur- eyri árið 1907. Útgefandi var Félag á Akureyri. Fyrsti ritstjóri tímaritsins var séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Efni ritsins fyrstu árin var mest þýddar framhaldssögur. Þó kom fyrir, að íslenskar sögur birtust. Skáldsagan Borgir eftir Jón Trausta birtist í N. Kv. á fyrstu árum þess. Þegar fram í sótti, varð efni tímaritsins fjölbreyttara. Það birti þjóðlegan fróðleik og endurminningaþætti, en framhaldssögur voru jafnan mikill hluti af lesmáli þess. Árið 1960 varð sú breyting á N. Kv., að ritið varð ættfræðitímrit að öðrum þræði. Árið 1957 höfðu þeir Gísli Jónsson menntaskólakennari Akureyri og Jónas Rafnar læknir Akureyri tekið við ritstjórn tímaritsins af Þorsteini M. Jónssyni skólastjóra. Með tilkomu ættfræðinnar í tímaritið bættust við tveir menn í ritstjóm, þeir Einar Bjamason ríkis- endurskoðandi Reykjavík og Jón Gíslason póstfull- trúi Reykjavík. Tímaritið var prentað á Akureyri sem fyrr. Útgefandi var Kvöldvökuútgáfan hf. Á titilblaði ritsins segir eftir breytinguna: „Tíma- rit um ættvísi og þjóðleg fræði.“ Ritið skyldi koma út fjórum sinnum á ári 56 blaðsíður hvert hefti en auk þess allmargar auglýsingasíður án blaðsíðutals. Ritið var myndum prýtt. I fyrsta tölublaði 1960 birtist áatal Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Islands og í öðru tölu- blaði s.á. birtist áatal Dóru Þórhallsdóttur forseta- - ættfræðitímarit frúar. I N. Kv. hóf Einar Bjarnason að rita hina merku þætti, íslenska œttstuðla. Fyrsti þátturinn var Hagaœtt (á Barðaströnd). Efni ritsins var annars mest æviágrip og minningarorð. I lok hvers þáttar var áatal viðkomandi manns. Flest áatölin mun Einar Bjarnason hafa samið. Framhaldssaga birtist áfram í ritinu ennfremur sjálfsævisögur, vísnaþættir o.fl. Ritið Nýjar kvöldvökur var nú orðið arftaki tíma- ritanna Sunnanfara og Óðins. í N. Kv. notaði Einar Bjarnason áatalskerfi, sem ég hafði ekki kynnst áður. Hvort Einar var höfundur kerfisins, er mér ekki kunnugt. Kerfið hef ég notað í þeim áatölum, sem ég hef samið. Sum þeirra hafa birzt í Fréttabréfinu. Kerfið skal nú útskýrt nánar. Þungamiðja kerfisins er sú, að oddatölur greina er föðurætt en jafnar tölur móðurætt. 1. gr. er karlleggur föður, 2. gr. karlleggur móður, 3. gr. karlleggur föðurmóður, 4.gr. karlleggur móðurmóður o.s.frv. 1. ættliður er 1.-2. gr. 2. ættliður er 3.-4. gr. 3. ættliður er 5. - 8. gr. 4. ættliður er 9. - 16. gr. 5. ættliður er 17.-32. gr. 6. ættliður er 33. - 64. gr. 7. ættliður er 65.-128. gr. 8. ættliður er 129.-256. gr. 9. ættliður er 257.-512. gr. o.sfrv. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að suma ættleggi er ekki unnt að rekja lengra en í 5.eða 6. lið. Það verða því óhjákvæmilega skörð í númer greina. En stundum kemur ný vitneskja í ljós, og þá þarf hún að komast á réttan stað í kerfinu. Hér fer á eftir grein í áatali Einars Bjamasonar ríkisendurskoðanda, sem ég á í handriti. 14. grein. 4. Guðný Jónsdóttir, hfr Laxámesi Kjós. f. 1777 Reynivöllum d. 22. okt. 1861 Laxárnesi. ~ Þorsteinn Guðmundsson 6-4 5. Jón Jónsson bóndi Reykjadalskoti Ytrahrepp, svo Möðruvöllum Kjós, síðast Flekkudal sömu sveit. f. 1737 Kálfafelli Suðursveit. d. des. 1819 Laxárnesi. ~ Guðrún Jónsdóttir ( 16 + 14) = 30 - 5 6. Jón Þórðarson prestur Hruna svo Reynivöllum f. 1706 d. 10. ág. 1789 Fremra - Hálsi Kjós. ~ Sesselja Guðmundsdóttir (32 + 14) = 46 - 6 http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.