Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Einar Kristjánsson f.v. skólastjóri:
Hinn keltneski menningararfur
Einar Kristjánsson fv. skólastjóri á Laugum í
Sælingsdal hefur lengi velt fyrir sér keltneskum
áhrifum á menningu okkar og sögu, sömuleiðs
örnefnum af gellískum uppruna. Einar er alinn
upp í Dölum vestur, söguhéraðinu mikla þar
sem tveir þriðju hlutar varðveittra Islendinga-
sagna gerast og eru skráðar. Hann ólst upp við
fróðleik og sagnir fyrri alda, og hefur lengst af
ævi sinnar búið í nánd við sögufræga staði eins
og Hvamm, Höskuldsstaði, Hjarðarholt og
Helgafell. Hann efast ekki um að höfundar
Islendingasagnanna voru kynbornir kvistir af
írskri rót. Hér tekur Einar okkur með sér vestur
á vit keltneskra áhrifa, sagna og ömefna og
kynnir okkur vangaveltur sínar um hinn forna
keltneska menningararf.
Margt keltneskt fólk tók sér bólfestu við Breiðafjörð í
upphafi landnáms. Hefur þar gætt inest fylgdarliðs
Unnar djúpúðgu beggja megin Hvaminsfjarðar.
(Ljósmynd Björn Jónsson).
Papana höfum við aldrei séð nema í þoku. Þeirri
þoku léttir víst ekki héðan af. Þó vitum við að þessir
kristnu einsetumenn skópu fyrsta kafla Islandssög-
unnar. Heimildir um dvöl þeirra hér á landi eru fáar
og smáar en þó eru líkur á að þeir hafi flutt með sér
fyrstu handritin til landsins.
Skýrustu vísbendingamar um dvöl þessara fyrstu
landnámsmanna eru ömefnin: Papey, Papýli í Suður-
sveit, Papafjörður, Papafell í landi Prestbakka í
Hrútafirði og hylurinn Papi í Laxá í Laxárdal í
Dölum.
Sambandinu við Suðureyjar má skipta í þrjú tíma-
bil. Hið fyrsta var tímabil Papanna. Um það vitum
við minnst. Síðan kom tímabil landnámsins, 870-
930. Svo er þriðja tímabilið sem ekki verður ársett en
það spannar verslunarferðir íra til íslands etv fram
undir 1500. Eftir því sem heimildir og örnefni greina
hafa þær ferðir beinst ekki hvað síst að Breiðafirði.
Um það vitna ömefnin: írska varða sem er innsigl-
ingarmerki í Dagverðamesi á Fellsströnd, írskaleið,
sem er siglingaleið inn á Hvammsfjörð, inn með
Skógaströnd og Helgafellssveit, nú fáum kunn, og
írskubúðir í Purkey, sem enn hafa ekki verið rann-
sakaðar. Heimildir herma að þar hafi hinir írsku
kaupmenn haft vetrarsetu. Irskubúðir eru einnig
nafndar Kaupmannabúðir. írska varða hrundi
snemma á miðöldum svo sem getið er um í annálum.
Annað ömefni í Dölum sem rekja má til íra er
Vestliðaeyri í Hörðudal, en keltneskt eða írskt fólk
sem staðfestist á Islandi var nefnt Vestmenn. Vest-
liðaeyri er eyrin með sjónum frá Snóksdalspollum og
út að ósum Skraumuhlaupsár.
Krubba
Þrjú landsvæði hafa einkum verið nefnd þar sem
keltneskt fólk tók sér bólfestu í upphafi landnáms:
Síða í Skaftafellssýslu, Kjalarnes og Breiðifjörður.
Hefur þar gætt mest fylgdarliðs Unnar djúpúðgu
beggja megin Hvammsfjarðar.
Það leynast þó víða mun fleiri keltnesk örnefni en
þau sem kennd eru við Papa. Þau eru trúlega frá
seinni tíma verslunarferðum írskra manna, en þó er
það ekki víst. Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka,
dóttir sr. Jóns Guðnasonar, höfundar Dalamanna,
mun hafa verið fróðust manna um um keltneska
búsetu við Breiðafjörð, en hún ólst upp á Kvenna-
brekku. Hún talaði og ritaði gellísku, dvaldi á Suður-
eyjum og var í bréfasambandi við keltneskt fólk um
margra ára skeið.
Guðrún benti mér á að ömefnið Krubba væri hrein
gelíska. Krubbur eru lautir, lyngi og grasivaxnar,
gjarnan góðarberjalautir. Guðrún mundi frá Kvenna-
brekkuárunum að Krubba var örnefni ofan við túnið
á Erpsstöðum. Síðan hef ég fundið þrjár aðrar
Krubbur í Dölunum; A Skerðingsstöðum, Hólum og
Sælingsdal. Svo segja má að gelískan sé enn ekki
útdauð í landnámi Unnar djúpúðgu!
Það var reyndar ekki fyrr en 1999 sem mér varð
kunnugt um Krubbuna í Skerðingsstaðalandi. I litlu
dalverpi ofan við gamla íbúðarhúsið, efst í túninu, er
laut sem heitir Krubba, Hvammsmegin í dalverpinu.
Vafalaust kynnu að finnst fleiri forn, gelísk eða írsk
ömefni hér ef leitað væri af kunnáttu.
Annað nafn sem trúlega er af keltneskum uppruna
er bæjarnafnið Dunkur og Dunkárbakki. Hermann
Pálsson fullyrðir að nafnið sé dregið af írska manns-
http://www.vortex.is/aett
10
aett@vortex.is