Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Keldur á Rangárvöllum. Mormónar af íslenskum
ættum komu íslenskum kirkjubókum á filmur og
tölvuskráðu fæðingar eða skírnir, giftingar og dauðsföll
frá upphafi og til ársins 1870. (Ljósmynd Björn Jónsson).
Eyjólfssonar og Katrínar Ásgeirsdóttur. Hún giftist
Árna Hafliðasyni frá Stóru-Hildisey og áttu þau sex
börn, en til fullorðinsára komust aðeins dæturnar
Helga og Guðný. Árni drukknaði 1846 en þá höfðu
þau hjón átt lengi heima í Vestmannaeyjum. Um
1855 snerist Guðný til mormónatrúar og 1857 lagði
hún af stað til Utah, en á leiðarenda komst hún ekki
fyrr en tveim árum seinna. Settist hún að í Spanish
Fork hjá Magnúsi Bjarnasyni og Þuríði Magnús-
dóttur og varð seinna önnur kona Magnúsar. Guðný
festi á blað ýmsan fróðleik um íslendinga í Utah.
Hún dó 14. júní 1888.
Helga dóttir Guðnýjar var fædd 7. júlí 1833. Hún
giftist Sveini Þórðarsyni beyki og þó að þau hjón
væru í fyrstu rnjög andvíg nýrri trú gömlu konunnar,
fóru leikar svo að þau létu skírast árið 1874, og
fjórum árum síðar fluttu þau til Utah með Jóni syni
sínum. Bjuggu þau í fyrstu á einni ekru lands norður
af Spanish Fork, þar sem þau grófu sér jarðhús inn í
hæð eina og bjuggu í því í eitt ár. Fleiri íslendingar
bjuggu í slíku húsnæði fyrst eftir komuna vestur.
Sveinn og Helga fluttu árið 1890 til Cleveland og þar
dó Sveinn 4. nóvember 1901 af afleiðingum alvar-
legra meiðsla á baki. Helga dó 15. febrúar 1907.
Jón sonur Sveins og Helgu var fæddur 1. desem-
ber 1872. Hann kvæntist vestra árið 1894 danskri
konu, Emmu Jensen að nafni, en hún dó ári síðar,
skömmu eftir barnsburð. Jón var sendur til trúboðs á
Islandi árið 1903 og þar kynntist hann Málfríði
Olafsdóttur frá Akranesi. Hún skírðist til mormóna-
trúar og flutti til Utah 1905 þar sem hún giftist Jóni.
Jón lést 24. maí 1951 í Cleveland og Málfríður dó 5.
ágúst 1948 í Cleveland.
Guðný yngri, dóttir Guðnýjar Erasmusdóttur, var
fædd 26. desember 1834. Hún giftist Guðmundi
Árnasyni en missti hann frá ungum börnum. Hún
skírðist til mormónatrúar 1881 og flutti vestur árið
eftir með yngstu dóttur sína Karólínu. Hún var fædd
1. maí 1876, giftist vestra og átti ellefu börn.
Karólína dó 25. júní 1962.
Þrjár aðrar dætur Guðnýjar fluttust einnig til Utah.
Kristín var elst, fædd 19. október 1854. Hún giftist
Jóni Hreinssyni frá Brandshúsi, syni Hreins Jóns-
sonar, fyrr bónda á Búðarhóli, og fluttu þau til
Spanish Fork 1892 með bömum sínum þrem, Rósu,
Jóhanni og Kristni. Dóttirin hét fullu nafni Rósa
Jóhanna Sigríður, fædd 15. janúar 1880. Hún bjó í
Spanish Fork, gift Stringer nokkram. Hún lést 17.
aprfl 1954.
Eldri bróðirinn hefur sjálfsagt breytt nafni sínu
vestra til þæginda fyrir hina enskumælandi eins og
nokkuð algengt var. Hann fæddist 21. ágúst 1887 og
var skírður Jóhann Sigurmundur en er í bókum
jafnan nefndur Jón. Kvonfangs hans er ekki getið.
Hann lést 30. nóvember 1934 í Castle Gate í Utah.
Nafn yngra bróðurins hefur einnig breyst í
meðförum. Hann fæddist 11. febrúar 1891 og hét
réttu nafni Jón Kristinn en er í bók Kristjáns Róberts-
sonar nefndur Kristján. Um afdrif hans vestra er
ekkert vitað. Ritum ber ekki saman um dánardag
Kristínar Guðmundsdóttur. I „Gekk ég yfir sjó og
land“ er hann talinn 25. maí 1900, en La Nora Allred
segir 23. maí 1910.
Næst dætra Guðnýjar Árnadóttur var Jónína
Helga Valgerður, fædd 14. september 1867. Hún
flutti til Utah 1885 og giftist Eiríki Eiríkssyni frá
Gjábakka. Þau bjuggu í Spanish Fork og áttu ellefu
börn. Jónína dó 18. desember 1932. Yngsta dóttir
Guðnýjar var Jóhanna Sigríður, fædd 7. desember
1870. Hún flutti vestur árið 1883, giftist þar Sigurði
Jónssyni úr Reykjavík og bjuggu þau í Spanish Fork.
Jóhanna dó 23. mars 1926.
Fjölskylda Magnúsar Bjarnasonar
Magnús Bjamason var fæddur 3. ágúst 1815, sonur
Bjarna Jónssonar bónda í Efri-Úlfsstaðahjáleigu og
konu hans Þorbjargar Guðmundsdóttur. Magnús
skírðist til mormónatrúar 1853 og ári síðar lét
Þuríður kona hans skírast. Þuríður var fædd 13. apríl
1817, dóttir Magnúsar Vigfússonar bónda á Snotru
og vinnukonunnar Sigríðar Þorsteinsdóttur.
Sú missögn hefur komist á bækur að Þuríður hafi
verið frá Brekku í Landeyjum. Sá bær var aldrei til
og er átt við Bryggjur, en þar bjó faðir Þuríðar lengi.
Magnús og Þuríður lögðu af stað til Spanish Fork
1857 ásamt dóttur sinni Kristínu, fæddri 6. aprfl
1856, og til Utah komust þau 1859. Magnús var
fróðleiksfús lestrarhestur og átti stóran þátt í stofnun
http://www.vortex.is/aett
6
aett@vortex.is