Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 16
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 Skarð á Skarðsströnd. Þar sat sýsluinaðurinn þegar beinagrindin fannst við Hádegisfjall. (Ljósmynd Björn Jónsson). Faðir Jósúa var Jón Jónsson líklega f. um 1731, b. Stóra-Múla í Saurbæ um 1762 og aftur 1771 og lengur. K. h. Rannveig, f. unr 1740, Olafsdóttir, f. um 1710, úr Bíldsey Guðmundssonar. Attu þau saman sjö böm. Þóra Magnúsdóttir var fædd 1787 í Stóra-Skógi. Hún er á lífi 1845. Faðir hennar var Magnús Guð- mundsson, f. 1748 d. 1800, bóndi í Hlíð í Hörðudal. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir, f. 1757 d. 1821, og er fjölmenn ætt frá þeim komin. Foreldrar Magnúsar voru Guðmundur Arnason, f. eftir 1702, b. Kambsnesi og Dönustöðum og kona hans Guðrún Magnúsdóttir, f. 1719 d. 1803. Áttu þau fjögur böm saman. Foreldrar Guðmundar voru Árni Guðmundsson, f. um 1670, b. Ytri-Þorsteinsstöðum í Haukadal 1703 og k. h. Ása Önundardóttir, f. um 1667. Foreldrar Áma voru Guðmundur Þórðarson og k.h. Oddhildur Magnúsdóttir. Foreldrar Sigríðar, móður Þóru, vom Jón Sveins- son f. um 1715 b. í Tjaldanesi í Saurbæ og k.h. Elín Einarsdóttir, f. 1725 d. 1779, húsfreyja í Tjaldanesi. Foreldrar Jóns voru Sveinn Þorláksson frá Hrafnagili í Laxárdal Skagafjarðarsýslu og k.h. Sigríður Bjama- dóttir prests í Mývatnsþingum Ormssonar. Foreldrar Elínar voru Einar Magnússon, f. 1702 d. 1779, lærði í Skálholtsskála, sýslumaður í Strandasýslu 1726- 1757, talinn fróður en þrætugjarn, grályndur og mjög drykkfelldur, Móðir Elínar Einarsdóttur var Elín Vísa Aldrei sá ég œttarmót með eyrarós og hrafni. Allt mun þó afeinni rót í allteims gripasafni. ísleifur Gíslason mun hafa kastað fram fyrri partinum en Ólína Jónasdóttir skáldkona frá Fremri-Kotum í Skagafirði botnaði. Tilefnið nrun hafa verið það að Isleifi þótti vinur Ólínu (eyrarósin) henni ekki samboðinn (hrafninn). Jónsdóttir, f. um 1699 d. 1752. Faðir hennar var Jón Jónsson sýslumaður, f. 1645 d. 1705, Hamraendum Miðdalahreppi. Allvel að sér, auðugur en fékk mis- jafnt orð. Hrapaði til bana fyrir ofan Knörr í Breiðu- vík. Það má því segja að Jón Jónsson sýslumaður hlyti svipuð örlög og bamabarnabamabamabarn hans, Ólafur Jósúason, sem úti varð 135 árum síðar. Heimildir: Annáll 19. aldar, bls. 141 Árferðaannáll 865- 1900, bls 241 Þorvaldur Thoroddsen Borgfirskar æviskrár II bls. 371, III bls. 259, V bls. 393 og 396 Byggðir Borgarfjarðar, Kristleifur Þorsteinsson Stóra- Kroppi Dalamenn Jón Guðnason I bls. 82, 98, 125, 133, 153, 245, 344, 364, II bls. 306, 345 og 435 Guðmundur Pálmi Ásmundsson f. 3. des 1890 d. 23. júní 1981. b. Krossi í Haukadal og Oddsstöðum í Miðdölum. Hjörtur Einarsson f. 31. des. 1918 b. Neðri-Hundadal Miðdölum. Kristmundur Jóhannesson f. 28. des 1923 d. 6. júlí 2005 b. á Giljalandi. Veðurstofa íslands 21. mars 2005 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þjóðskjalasafn íslands 2. mars 2005 Jón Torfason. Fært í letur í október 2005. Skáldsagan Njála „Þess má minnast hér lauslega, að Þiðreks saga barst snemma hingað og hafði ýmiss konar áhrif á Njálu eins og Einar Ól. Sveinsson, Lars Lönnroth, Marina Mundt og þó einkum Anna Kersbergen hafa rökstutt. Ummæli Einars Ólafs og annarra fræðimanna um áhrif útlendra bóka á Njálu eru skref í rétta átt, en þessi skref eru of fá og of stutt, enda verður miklurn mun auðveldara að fást við þetta vandamál, þegar fræðimenn hætta að miða við þá fáránlegu hugmynd, að atburðir Njálu hafi yfirleitt gerzt og síðan alið af sér munnlegar arfsagnir, og svo hafi þjóðin lagt öll þessi ósköp á minnið um nokkrar aldir, þangað til skrifari á þrettándu öld létti þungri byrði af því fólki, sem var að sligast undir oki munnlegra arfsagna. “ Dr. Hermann Pálsson, prófessor við Edin- borgarháskóla: Uppruni Njálu og hugmyndir (bls. 19). Reykjavík 1984. Fyrirsögnin er blaðsins. Guðjón Óskar Jónsson sendi. http://www.vortex.is/aett 16 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.