Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006
Hádegisfjall var engin kind í sjónmáli, hvorki hvít né
misleit, heldur beinagrind af manni sem virtist hafa
sest á stein og fallið aftur fyrir sig. Myndaðst þannig
sjónarhorn að úr fjarlægð virtist sem um kind væri að
ræða. Voru menn vissir um að hér væri Ólafur Jósúa-
son fundinn.
Embættisglöp
Ég hef enga ástæðu til að véfengja þessa frásögn,
öðru nær. En hvað hefur orðið þess valdandi að þessi
fundur var aldrei færður inn í kirkjubækurnar eða í
skrár sýslumannsins er ráðgáta sem varla verður
leyst úr þessu. Var það trassaskapur, hreppaósætti
eða eitthvað annað?
Það er ekki úr vegi að nefna þá presta sem sátu
Kvennbrekku og Sauðafell á þessum tíma. Þá er fyrst
að telja séra Bjarna Eggertsson (f. 1801 d. 1863),
hann sat Kvennabrekku 1835-1844. Eftir hann
kemur séra Benedikt Þórðarson (f. 1800 d. 1882),
hann sat Kvennabrekku 1844-1848. Þá kemur séra
Guðmundur Einarsson (f. 1816-1882) en hann þjón-
aði öllum sóknum Suðurdala sem þá voru fimm, þar
til hann fluttist að Breiðabólsstað á Skógaströnd
1869. Þá kom séra Jakob Guðmundsson (f. 1817 d.
1890) hann var á Kvennabrekku 1869-1874 en síðan
á Sauðafelli.
Keldan
Til gamans má geta þess, í bland við þessa frásögn
um hvarf Ólafs Jósúasonar, að maddama Kristín
Kúld reið hina illræmdu Miðskógskeldu að haust-
lagi, en þar kemur við sögu áðurnefndur Hallur
Egilsson bóndi í Miðskógi. Maddaman var þá í
kynnisferð á leið til vinafólks síns í Náhlíðinni
svonefndu sem liggur á bak við Sauðafellið. Þessi
Miðskógskelda var foræði mikið á þessum tíma, ekki
mjög breið en löng. Alla jafna var farið fyrir annan
hvom enda hennar en þó var hægt að fara yfir
kelduna á einum stað nálægt miðju hennar. Það haft
var mjög mjótt og vandratað. Ekki er vitað hvort
maddama Kristín ætlaði sér að fara haftið mjóa en í
keldunni lenti hún. Það sást til ferða hennar og
fylgdarmanns hennar og menn komu til hjálpar, m.a.
Hallur bóndi í Miðskógi.
Er komið var á staðinn hafði fylgdarmanni
maddömu Kristínar tekist að klóra sig til lands og
hestur hans hafði brotist yfir kelduna en maddama
Kristín flaut á reiðpilsinu, líkt og krínólíni í miðri
keldunni en reiðskjóti hennar, sem var hryssa, lá á
hliðinni hálf sokkin. Sagt var að Hallur hefði kallað
upp er hann kom að keldunni; Helvítis, Andskotans,
Djöfull, hún er að sökkva! Hvort hann átti við frúna
eða hestinn veit enginn, en sagður var hann orðljótur
alla jafna.
Þá varð til vísa sem sumir höfðu eftir Halli en sem
ég tel nokkuð víst, vegna orðalagsins, að sé ort af
einhverjum öðrum:
Hjálpiði piltar hryssunni
hafs á miðið dökkva.
Hallur kallar H.A.D.
Hún er að sökkva.
Áttaviltur
Læt ég svo lokið umfjöllun minni um hvarf og fund
Ólafs Jósúasonar sem úti varð haustið 1840. Það fer
vel á því að skilja lesendur eftir í lausu lofti hvað
varðar hvarf Ólafs. Opinber gögn segja hann ófundinn
en meðal sveitunga hans lifði sagan um beinafundinn
á Hádegisfjalli þrem áratugum síðar. Og enn geta
menn velt fyrir sér þætti Halls bónda Egilssonar. Var
hann einhver og þá hver ef svo var? Því verður seint
svarað. Og hvers vegna var aldrei neitt skjalfest um
líkfundinn hvorki af presti né sýslumanni? Olli því
misklíð í hreppnum eða var það trassaskapur. Þessu
verður öllu seint svarað og nægt rými er fyrir alla til
þess að velta þessum gamla harmleik fyrir sér. Þótt ég
sé þaulkunnugur þessu svæði svamla ég í óvissu og
verð áttaviltur þegar að lausn þessarar gátu kemur.
Sauðafell í Döluni. Mikil ólga var í Kvennabrekku- og
Sauðafellssóknum en það gæti hafa valdið því að ekk-
ert var skjalfest um fund Ólafs Jósúasonar. (Ljósmynd
Björn Jónsson).
Ættir Ólafs Jósúasonar
Ólafur Jósúason var fæddur 25. apríl 1818 d. 10.
október 1840, týndist í göngum. Faðir hans var Jósúa
Jónsson, f. um 1768 d. 14.okt 1835, b. á Bæ í Mið-
dölum, var á Hólum í Hjaltadal um 1796 er Jón
bróðir hans var yfirprentari þar. Jósúa var kominn að
Bæ 1804 og nefndur vefari, kvæntist það ár og bjó á
Bæ til æviloka. Kona hans var Kristín Jónsdóttir, f.
1777 d. 2. jan 1849. Slitnaði upp úr hjúskap þeirra
1818 er Jósúa fór að eiga böm með annarri konu,
Þóru Magnúsdóttur. Fór Kristín þá að Kvennabrekku
og var hjá fjölskyldu séra Gunnlaugs Gunnlaugs-
sonar til æviloka. Böm Jósúa og Kristínar voru
fjögur. Dóttir Jósúa áður en hann giftist var Sigríður
sem dó ógift 1864. Bamsmóðir Jósúa var Þóra
Magnúsdóttir frá Hlíð í Hörðudal f. 1787 í Stóra-
Skógi. Þóra og Jósúa áttu saman fjögur börn og var
Olafur elstur þeirra.
http://www.vortex.is/aett
15
aett@vortex.is