Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2006, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2006 7. Þórður Guðmundsson prestur Sandfelli Öræfum. f. 1680. d. 1707 ~ Sigríður Bjömsdóttir (64 + 14) = 78 - 7 8. Guðmundur Þórðarson lögréttumaður Sævar- hólum Suðursveit. f. 1640/1650 nefndur 1696. ~ Guðrún ísleifsdóttir (128 + 14) 142 - 8 9. Þórður Guðmundsson prestur. Kálfafellsstað Suðursveit. f. c. 1610 d. 1659. ~ Guðný Pálsdóttir (256 + 14) = 270 - 9 10 Guðmundur Guðmundsson lögréttum. Bæ Borgarfirði. f. ca. 1570 drukknaði 1618. ~ Sigríður Jónsdóttir (512 - 14) = 526 - 10 11. Guðntundur Hallsson lögréttum. Þverárþingi. f. ca. 1540 d. fyrir Alþing 1608. ~ Ástríður Ásgeirsdóttir (1024 + 14) = 1038- 11 12. Hallur Ólafsson lögréttum.og sýslum. Miðfelli o.v. Borgarfirði. f. ca. 1510 nefndur 1570. ~ Sesselja Guðmundsdóttir (2048 + 14) = 2062 - 14 Hér verður látið staðar numið, þótt lengra mætti rekja. Ættfræðitímaritið N. kv. kom út í þrjú ár, 1960 - 1962, fjögur hefti á ári. Þá var útgáfu N.Kv. hætt. Síðasta framhaldssagan í ritinu var Dalurinn og þorpið eftir Þórdísi Jónasdóttur f. 1902. d. 1942. Sagan byrjaði í blaðinu árið 1958 og var ólokið í árslok 1962. Sama er að segja um sjálfsævisögu Jónasar Jónassonar frá Hofdölum, en hún byrjaði í l.tbl. 1960. íslenzkir ættstuðlar eftir Einar Bjamason hafa komið út í þrem bindum (1969 - 1972). Útgefandi Sögufélagið. Auk þess er fjöldi ritgerða E.B. um ættfræði á víð og dreif í tímaritum. Skrá yfir þær ritgerðir er að finna í Lögfræðingatali 1993. Þó vantar í þá skrá þáttinn Krossreið (1471). sem birtist í tímaritinu Goðasteini árið 1965. Á hlífðarkápu íslenskra ættstuðla segir svo: Islenzkir œttstuðlar eftir Einar Bjarnason er ritverkið, sem unnendur íslenzkra frœða hafa beðið eftir. A undanförnum áratugum hefur margs konar fróðleikur komið í leitirnar og varpað nýju Ijósi á forn vandamál. I bjarma þess hefur Einar Bjarnason endurskoðað íslenzka œttfrœði, hreinsað hana af getspeki, og lœtur hann heimildirnar tala sínu máli. Islenzkir œttstuðlar eiga að verða ritröð, sem leysir afhólmi eldri úrelt œttfrœðirit. Einar Bjarnason er þjóðkunnur frœðimaður af fjölda ritgerða um íslenzka sögu og œttfrœði, og hafa þœr einkum birzt í Sögu, tímariti Sögufélagsins Fróðleiksmolar frá Einari Kristjánssyni fv. skólastjóra: Vatnsleiðsla Daða í Snóksdal Einn svipmesti höfðingi sextándu aldar var Daði Guðmundsson bóndi og sýslumaður í Snóksdal. Hann er fæddur um 1500 og andaðist 1563. Eins og flestum er kunnugt átti Daði í margvíslegum erjum um sína daga en kunnust er þátttaka hans í átökum siðaskiptanna og þá sérstaklega þá hann handtók Jón biskup Arason og syni hans og færði til Skálholts. Áður en kom til handtöku þeirra Hólafeðga stóð Daði í margskonar deilum og átti hann oft von ófriðar úr ýmsum áttum. Á þeim árum víggirti Daði bæinn í Snóksdal, segir sagan. Eg kom nokkrum sinnum að Snóksdal og fékk oft góðar móttökur hjá Kristínu Eysteinsdóttur, ekkju Pálma Jónassonar, en þau hjónin höfðu búið í tvíbýli í Snóksdal. Síðustu árin dvaldi hún á köflum einsömul í Snóksdal. Eg minnist þess ekki að hún haft nokkm tíma minnst á neinar fomminjar á staðnum við mig. Um 1990 áttum við Daníel Einarsson frá Dunki tal saman um liðna atburði í Hörðudal og þar á meðal fornar menjar, en það skal tekið fram að Snóksdalur tilheyrði Miðdalahreppi, áður en sveitarfélögin hófu sameiningu. Þá sagði Daníel mér að þeir bændurnir í Snóksdal, annar hvor eða báðir, hefðu fundið niðurgrafna vatnsleiðslu ofarlega í túninu. Þetta var hlaðið steinræsi og virtist stefna að bænum. Taldi Daníel að þarna hefðu bændurnir Berjyón Kristjánsson (1893- 1980) og/eða Pálmi Jónasson (1900-1964) grafið niður á hina fomu vatnsleiðslu Daða bónda. Tekið skal fram að þama var verið að vinna við túnasléttun en ekki verið að leita fomminja. Ekki minnist ég þess að Daníel segði frá því að neinn hefði verið látinn vita um leiðslu þessa. http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.