Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 4
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 í Silfrastaðafjalli stendur eftir helmingur gamallar skilaréttar sem þar var byggð á seinni hluta 19. aldar en Norðuráin tók síðan að brjóta land undan réttinni og 1915 var hún komin upp í vegginn svo hún var fluttniður fyrir Silfrastaði. Hér á einkar vel við vísa Olínu Jónasdóttur skáldkonu: Lœkjaraðir fjöllum frá fram sér hraða af stalli. Sýnist glaður svipur á Silfrastaðafjalli. (Ljósmynd Hjalti Pálsson) stærð verksins er a.m.k. 3500 bls. En ítarlegar nafna- og heimildaskrár verða í lokabindi. Vinna við byggðasöguna hófst með heimildavinu haustið 1995 þar sem farið var yfir tugþúsundir blað- síðna í prentuðum ritum, auk skjalgagna, einkum á Héraðsskjalsafni Skagfirðinga, Þjóðskjalasafni, Landsbókasafni og nokkrum fleiri stöðum. Tvö fyrstu árin fóru eingöngu í þessa heimildaöflun. Við upphaf verksins var margt óljóst og enginn vissi í raun út í hvað var verið að fara. Vilji manna stóð til þess að gera þetta verk mun ítarlegra og yfirgrips- meira en fram til þess hafði tíðkast um sambærileg rit. Þar með var ljóst að fetuð yrði ný braut í byggðasöguritun og það tók nokkra orku og tíma að hanna þetta verk. Um hvað átti að fjalla og hverju átti að sleppa? Verkið þurfti í senn að vera fræðilegt, auðvelt aflestrar og áhugavert. Þess vegna var t.d. ákveðið að taka með ítarefni, sögur og vísur tengdar jörðunum, hafa ríkulegt myndefni og myndatextar notaðar til að koma á framfæri upplýsingum. Kapphlaup við tímann I heimilda- og úrvinnslu var stuðst við þrjá megin- þætti: Hinar prentuðu og skjallegu heimildir, vett- vangsferðir og skoðun jarðanna, munnlegar heim- ildir ábúenda og brottfluttra. Ljóst var einnig að þetta yrði kapphlaup við tímann. Aldamótakynslóðin var í mun nánari tengslum við landið sitt en seinni kyn- slóðir, margir þeirra sem bjuggu yfir ómetanlegum fróðleik voru látnir þegar af stað var farið, aðrir komnir á efri ár. En sú aðferð ritstjóra að skoða sjálf- ur landið sem fjallað er um og afla munnlegra heim- ilda staðkunnugra gerir verkið mun þýðingarmeira og nákvæmara heldur en ef það væri unnið eftir rituðum heimildum eingöngu inni á skrifstofu. Þannig hefur margur fróðleikur safnast sem annars hefði endanlega glatast eftir tiltölulega fá ár. I Byggðasögunni er gerð grein fyrir sögu hvers hrepps með sveitarfélagslýsingu: lýsingu á landi og landsháttum, landnámi, byggð og búskap, sjósókn þar sem það á við, hlunnindum, samgöngum, pósti, síma og rafmagni, afrétt og réttum, sóknum, kirkjum og félagsheimilum. I ritinu eru listar yfir trúnaðar- menn hreppanna og býli og búendur á hinum ýmsu tímum auk korts með nöfnum allra bæja og selja sem um er getið. Hver bær fær síðan ítarlega umfjöllun, hver jörð er heimsótt og skoðuð og rætt við ábúendur eða aðra sem yfir fróðleik búa. Gerð er grein fyrir stöðu hverrar jarðar, afstöðu til annarra jarða, land- lýsing, byggingar og búhagir, tafla um fólkstal og áhöfn. Einnig er tekið fyrir eignarhald, jarðarlýsingar og mat og ýmiss konar söguleg umfjöllun. Ábú- endatal frá 1781-2000 fylgir hverri jörð ásamt ljós- mynd af ábúendum og skrá um heimilisfasta. Auk bæjarmynda og teikninga með ítarlegum mynda- textum eru birtar atvinnusögulegar myndir og greint frá þjóðtrú og álagablettum. Flest eyðibýli eru stað- Bólugil í Blönduhlíö. Á einum stað er hægt að grilla í fimm fossa í gilinu. (Ljósmynd Hjalti Pálsson) http://www.vortex.is/aett 4 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.