Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 6
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006
Guðfinna Ragnarsdóttir:
Ættfræðinnar flóknu fylgsni
Árni Arnason, Guðlaug Árnadóttir, Guð-
s s
laug Jónsdóttir, Arni Jónsson, Jón Arnason,
s s
Guðrún Arnadóttir, Salvör Arnadóttir. Allir
þessir einstaklingar og síendurteknu nöfn
tengjast þvers og krus í Biskupstungunum
og Hrunamannahreppnum alltfrá 1703 þar
til endarnir koma saman öld síðar í honum
langalangalangafa mínum, Arna Arnasyni,
s
á Alftanesinu. En hvernig þrœðirnir liggja
er enn óráðin gáta og hafa þó margir lagt
gjörva hönd á plóginn við að leysa hana.
Þær eru margar blindgötumar í ættfræðinni það
þekkjum við öll og seint komast öll kurl til grafar. Ég
var lengi búin að leita að foreldrum eins langalanga-
langafa míns. Sá hét Ami Amason og var fæddur um
1765 í Austurhlíð í Biskupstungum. Ég fann hann
fyrir margt löngu í Ministerialbók Garða á Álftanesi
1784-1818 þar sem Sigríður Gamalíelsdóttir lýsir
húsbónda sinn Árna Árnason tómthúsmann á
Svalbarða á Álftanesi, föður að syni sínum Illuga
sem fæddur er 18. sept. 1806. Þessi Illugi var faðir
Svanhildar langömmu minnar. 14. des. sama ár gift-
ast þau Árni og Guðríður. 1811 eiga þau saman
dótturina Guðríði sem sögð er þeirra ektabarn. Þau
eru þá á Ottarsstöðum þar sem Árni er tómthús-
maður. 1816 er Sigríður orðin ein með Guðríði 5 ára
á Eyvindarstöðum í Bessastaðasókn og Illugi, sem
þá er aðeins 10 ára, er orðinn niðurseta í Hlíð.
En það var sama hvar ég bar niður aldrei fann ég
neitt meir um Árna Ámason eða hans forfeður. Þar
kom að ég leitaði í smiðju til Guðjóns Óskars
Jónssonar sem er öllum hnútum kunnugur í Ámes-
sýslunni og hann komst skrefinu lengra eins og við
var að búast. Guðjón Óskar taldi að Árni hefði verið
sonur vinnuhjúa en hann sá að bóndinn í Austurhlíð
við fæðingu Áma var Gísli Arngrímsson. Hann fann
Áma svo sem tökubarn í Amarholti í Biskupstungum
árið 1770 en þar bjuggu þá hjónin Ólafur Guð-
mundsson 43 ára og Guðlaug Ámadóttir. 48 ára.
Guðlaug var búandi (ekkja?) í Austurhlíðarhjáleigu
1758. Ef til vill voru þau Guðlaug og Árni Ámason
skyld, segir Guðjón Óskar. Hann fann Áma síðan
sem vinnumann á Torfastöðum í Biskupstungum
1790-1793 hjá sr. Páli Högnasyni.
Við Mt. 1801 (bls. 27) var Ámi vinnumaður á
Bergsstöðum í Biskupstungum, sagður 35 ára. I Mt.
1816 finnur Guðjón Óskar Áma á tveim stöðum:
annars vegar sem lausamann í Keflavík, (bls. 380 nr.
39), sagður 53 ára og fæddur í Biskupstungum, hins
vegar sem vinnumann á Galmatjöm í Kirkjuvogs-
sókn (bls. 393 nr. 566) sagður 54 ára og fæddur í
Austurhlíð í Biskupstungum. Það manntal er tekið
1817. Ámi dó í Sandgerði 30. júní 1826, „sjálfs síns
maður“, sagður 63 ára. Svo bætir Guðjón Óskar við:
Ætt Áma mun vera ókunn.
Góð viðbót við rninn fróðleik en gátan um for-
eldra Árna Árnasonar var samt enn óleyst.
Gamli og Gamalíel
Guðjón Óskar fylgdi einnig eftir konu Áma, Sigríði
Gamalíelsdóttur, langalangalangömmu minni. Hún
var fædd 1778 og var hjá foreldrum sínum í Amar-
holti í Biskupstungum í Mt. 1801 (bls 283). Faðir
hennar var Gamalíel Greipsson f. 1728, b. Brú í
Biskupstungum 1768-1773 og í Amarbæli 1801.
Athuga ber að Gamalíel og Gamli er sama nafnið. Til
gamans má geta þess að Gamalíel Greipsson var
langalangafi Sigurðar Greipssonar á Geysi. Seinni
kona Gamalíels og móðir Sigríðar var Guðríður
Snorradóttir f. 1740.
Foreldrar Gamalíels voru Greipur Þórðason b.
Gýgjarhóli Biskupstungum 1729 (Mt 1703/1729 bls
619), f. 1668 sennilega dáinn 1735. Kona hans var
Guðrún Einarsdóttir f. 1684. Það er, undirstrikar
Guðjón Óskar, ekki sú Guðrún Einarsdóttir sem er í
Hamarsholti Hrunamannahreppi 1703 (Mt 1703 bls.
534). Afi Gamalíels var Þórður Gamalíelsson b.
Gýgjarhóli 1703 (Mt 1703 bls 540) f. 1632. Kona
hans var Guðríður Sveinbjörnsdóttir f. 1636.
Guðjón Óskar fann einnig Illuga langalangafa
minn Ámason ókvæntan á Svalbarði 1835 (bls. 69)
og kvæntan á sama stað 1845 og 1850 (bls. 68).
Kona hans var Halldóra Gamalíelsdóttir f. 1820 á
Dysjum á Álftanesi (Bergsætt III bls. 47). Systir
Illuga var Guðríður Ámadóttir f. 3. nóv. 1811 á Sval-
barði. Maður hennar var Sæmundur Jónsson. Dóttir
þeirra var Gunnvör Sæmundsdóttir f. 8. sept. 1849.
Hér getur að líta skrásetningu annars frillulífisbrots
þeirra Árna Jónssonar og Helgu Jónsdóttur, árið 1774,
sem að öllum líkindum eru foreldrar Árna Árnasonar
langalangalangafa míns. Hér er það þó trúlega bróðir
hans Jón Árnason sem sér dagsins ljós. Af því leiðir að
Árni hefur þá verið afrakstur fyrsta frillulífisbrots
þeirra Árna og Helgu.
http://www.vortex.is/aett
6
aett@vortex.is