Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 21

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Faðir minn fór í Geithellisnesið. Þar var Þorgeir búinn að ná Óskari upp, hafði krækt í föt hans með öngli. Greinilegt var að Óskar hafði vaðið afturábak út í hylinn og haldið í landvað netsins, en vaðurinn slitnað, hann hélt enn á slitrinu í höndudm sér. Þorgeir og faðir minn hófu strax lífgunartilraunir, þó vitanlega vissu þeir báðir að slíkt væri vonlaust með öllu. Móðir mín hljóp vestur í Garð til þess að fá mann og hesta að sækja lækni til Húsavíkur, þangað eru rúmlega 20 kílómetrar. Tvíbýli var í Garði, þar bjuggu bræðumir Bene- dikt og Sigurður Baldvinssynir og voru bæjarhúsin samliggjandi. í Garði sváfu allir. Móðir mín bankaði á glugga hjá Sigurði, þar var brugðið skjótt við og söðlaðir hestar. Kristjana Jónasdóttir sem var vinnukona á heimili Benedikts vaknaði við umganginn og kom út. Heils- aði hún móður minni og sagði áður en hún vissi hvað um var að vera: - Mig dreymdi undarlega, mér þótti vera barið og eg fer til dyra, úti er hann. Þiðrandi alvotur og stend- ur vatn í sporum hans, eg segi við hann: - Nei komdu sæll Þiðrandi minn, ósköp eru að sjá þig blessaður komdu inn. Og hann svarar: - Nei, eg má ekki vera að því, nú er eg að finna fólkið mitt í Austurhaga. Nú stöndum við á vesturbakka árinnar gegnt slysstaðnum. Hérna yfir ána var Óskar fluttur til Neskirkju, liðið lík, nákvæmlega átta vikum eftir að hann stóð þar fyrir framan altarið við hlið brúðar sinnar. Héma yfir ána voru þær ferjaðar í morgunsárið 18. júlí 1927, á afmælisdaginn hans, eiginkona hans og móðir, afmælisdaginn sem haldið var upp á of snemma. Getur þú sagt mér, eru til forlög? Getur þú sagt mér hvaða afl það er sem veitir fólki vitneskju um óorðna hluti og í hvaða tilgangi? Því getur víst hvorugt okkar svarað. Jóhanna A. Steingrímsdóttir (1920-2002) var húsfreyja íNesi í Aðaldal. Hún gafút margar hœkur m.a. frásagnabókina: A bökkum Laxár Tveggja manna tal, sem kom út 1987. Frásögnin um slysið í Daufhyl er úr þeirri bók og birtist hér með góðfús- legu leyfi barna hennar. Fróðleiksmolar frá Einari Kristjánssyni fv. skólastjóra: Baðlaugin gamla á Laugum í Sælingsdal í Laxdælu segir svo: „Ósvífr hét maðr ok var Helgason, Óttars sonar Bjamar sonar ins austræna, Ketils sonar flatnefs, Bjamar sonar bunu. Móðir Ósvífs hét Niðbjörg, hennar móðir Kaðlín, dóttir Göngu-Hrólfs Öxna-Þórissonar, hann var hersir ágætr austr í Vík.“ Ætt Ósvífs er norsk en ekki er rakin ætt konu hans Þórdísar Þjóðólfsdóttur lága. En því vil ég geta uppmna þessara Laugahjóna að þeirra er getið í sögunni fyrst allra ábúenda á Laugum í Sælingsdal. Samkvæmt Laxdælu hefur baðlaug á Laugum verið komin í notkun eitthvað fyrir árið 1000. Víg Kjartans Ólafssonar varð snemma vors 1003. Nokkrar líkur eru á að öllum almenningi hafi verið heimil notkun baðlaugarinnar á Laugum. Ymsar frásagnir styðja að svo hafi verið. Snorralaugar er lítt eða ekki getið fyrr en með komu Snorra Sturlusonar í Reykholt, en hann er veginn í laugargöngunum 1241. Manni kemur í hug að hann hafi beinlínis haft laugina á Laugum í huga er hann lét gera baðlaugina í Reykholti. Þegar ég var í Reykholti árin 1936-38 sá ég oft grjóthleðsluna úr hvemum Skriflu í Snorralaug. Árið 1956 var grafinn upp nokkurra metra partur af hinum forna hellulagða hitaveitustokk í holtinu milli giljanna á Laugum. Blasti þá við mér sams- konar mannvirki og í Reykholti forðum daga; höggnir steinar í hliðum stokksins og svo hellur yfir sem flísféllu saman. Þeir sem unnu við uppgröftinn á hinni fornu leiðslu í holtinu voru Gísli Gestsson safnvörður við Þjóðminjasafnið og Garðar Jónsson frá Sælings- dalstungu. Þeir voru búnir að vinna við uppgröftinn í tvo daga, eða tæplega það, þegar Jóhanna Bjama- dóttir sem þá dvaldi í gamla bænum á Laugum kom til okkar upp í holtið og harðbannaði að þama yrði meira aðhafst. Þá kom í ljós að það hafði láðst að láta hana vita um uppgröftinn og einskis leyfis hafði verið leitað hjá henni eða jarðeigendum. Þetta varð til þess að uppgreftrinum var hætt. Nú em að verða 50 ár frá því tilraun var gerð til þess að grafa þessi ævafomu mannvirki á Laugum upp í dagsbirtuna. Þessi mannvirki sem tengja okkur svo áþreifanlega sögunni og fólkinu sem þama bjó. Það er meiriháttar virðingar- og metnaðarleysi að verkinu skuli enn ekki lokið - og það í sjálfu söguhéraðinu. http://www.vortex.is/aett http://www.vortex.is/aett 21 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.