Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 7
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Hún var lengi vinnukona í Viðey hjá Stephensens- fólkinu. Hún var síðast í Reykjavík hjá systrunum Mörtu og Elínu Stephensen. Gunnvör dó 1936. Faðirinn fundinn! Með þessar upplýsingar sat ég svo í rúman áratug eða þar til ég minntist á minn blessaða Árna Ámason við Guðmund Sigurð Jóhannsson, okkar mikla ættfræðing á Sauðárkróki. Og ekki leið á löngu fyrr en ég fékk bréf sem birtist hér nokkuð stytt: Heil og sæl Guðfinna! Eg er um þessa mundir að skrifa ættartölu dóttur minnar og kíkja á ættir móður hennar og rekjast sumir leggimir í Biskupstungumar. Eg leit eftir forföður þínum Áma Ámasyni í leiðinni og tel mig nú vera búinn að finna foreldra hans, eða í öllu falli föður hans. Ég hef legið yfir gömlum sóknar- mannatölum úr Torfastaðaprestakalli í Ámessýslu, sem góðu heilli eru varðveitt. Um feril Áma er það að segja að hann var á sveitarframfæri hjá hjónunum Ólafi Guðmundssyni og Guðlaugu Ámadóttur á Bóli í Biskupstungum 1769-1770 eða lengur og er talinn 4 ára við húsvitjun þar 18. nóv. 1769. Hann er svo hjá hjónunum Þor- steini Ólafssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur á Tjöm í Biskupstungum 1774-1779 eða lengur. Ámi fermdist í Torfastaðaprestakalli árið 1783 þá talinn 17 ára gamall. Hann var þénari hjá Páli Högnasyni presti á Torfastöðum 1790-1795 eða lengur. Frillulífisbrot Árið 1774 urðu legorðssek í Torfastaðaprestakalli Árni Jónsson og Helga Jónsdóttir, „beggja annað frillulífisbrot, öreigar“ (Legorðsskýrslur 1774). Hér er vafalaust kominn faðir Árna Ámasonar og væntanlega móðir, þó hið síðarnefnda sé ekki hægt að fullyrða, þar sem legorðsskýrslan tilgreinir ekki sérstaklega hvort fyrra „brot“ þeirra hjúa hafi verið þeirra á milli eða með einhverjum öðrum persónum. Um feril Áma Jónssonar er það að segja að hann var þénari hjá hjónunum Ólafi Einarssyni og Helgu Styrsdóttur á Syðri-Reykjum í Biskupstungum 1764- 1765 eða lengur. Ámi er talinn 33 ára við húsvitjun á Syðri-Reykjum 13. des. 1764. Við sömu húsvitjun er þar á heimilinu Salvör Ámadóttir, þénari, talin 18 ára. Ámi er svo þénari hjá hjónunum Gunnari Egilssyni og Sigríði Einarsdóttur í Múla í Biskups- tungum 1777-1778 eða lengur. Hann er talinn 41 árs við húsvitjun í Múla 29. nóv. 1777. Ámi Jónsson dó 27. janúar 1784 í Bræðratungusókn í Ámessýslu, titlaður „líkþrár ómagi“ og talinn 44 ára. Hygg ég að þetta sé allt einn og sami maðurinn, þó nokkm skeiki um aldur. Salvör Ámadóttir dó 12. febrúar 1785 í Hauka- dalssókn í Ámessýslu, þá talin 41 árs. Ljósrit úr skiptabók Gullbringusýslu 1822-1828. Dagsetning færslunnar er 5. júlí 1827. Hér er greint frá skiptum eftir Árna Árnason og þær mæðgur Sigríður Gamalíelsdóttir og Þóra Árnadóttir eru þar báðar til- greindar sem erfingjar. Ekki er getið hinna barnanna, Illuga og Guðríðar. Bróðir Árna? Um feril hinnar legorðsseku Helgu Jónsdóttur er það að segja að hún var þénari hjá hjónunum Þorsteini Ólafssyni og Guðrúnu Sigurðardóttur á Tjörn í Bisk- upstungum 1764-65 eða lengur og er talin 29 ára við húsvitjun á Tjöm 13. desember 1764. (En það er einmitt hjá þeim hjónunum sem Arni Arnason langa- langalangafi minn og trúlega sonur hennar dvelur 1774-1779 eða lengur. Það gceti bent til þess að Helga sé móðir Arna. Arni er einmitt hjá þeim hjónunum þegar Helga er dœmd legorðssek í annað sinn. lnnskot ritstjóra.) Helga er svo þénari hjá hjónunum Eiríki Brynjólfssyni og Valgerði Sveinsdóttur í Bræðra- tungu í Biskupstungum 1769-1770 eða lengur og hjá hjónunum Bjarna Hierónymussyni og Þórunni Jónsdóttur í Halakoti í Biskupstungum 1777-1779 eða lengur. Hún er talin 47 ára við húsvitjun í Hala- koti 6. desember 1777 og við sömu húsvitjun er þar með henni á heimilinu Jón Ámason sveitarómagi talinn þriggja ára. Við húsvitjun á sama stað ári seinna er með henni á heimilinu Jón Árnason „hennar bam“ talinn fjögurra ára. (Það segir okkur að Jón litli sé fœddur um 1774 og trúlegast er því að hann sé afrakstur ofangreinds annars frillulífisbrots þeirra Helgu og Arna. Ef Helga er móðir Arna Arnasonar - og sé hann afrakstur fyrsta frillulífisbrots þeirra Helgu og Árna - er Jón bróðir Árna og um átta árum yngri en hann. lnnskot ritstjóra). Hygg ég að þetta sé allt ein og sama konan, þó nokkru skeiki um aldur. Um afdrif hennar get ég ekki sagt að svo stöddu. http://www.vortex.is/aett 7 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.