Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 8
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006
Fjórar kynslóðir afkomenda Árna Árnasonar. t.h. Þórdís Jónsdóttir, föðursystir mín, Iangalangafabarn Árna, Elsa
Eyþórsdóttir dóttir Þórdísar, Þórdís Skúladóttir dóttir Elsu og Elsa Björg Ragnarsdóttir, dóttir Þórdísar yngri.
Fóstrin, nöfnin og tengslin
Guðlaug Árnadóttir (sú sem fóstraði Árna litla
Árnason 4 ára. Innskot ritstjóra) var húsmóðir í
Arnarholti í Biskupstungum 1762-1769 og á Bóli í
Biskupstungum 1769-1779 eða lengur. Hún er talin
41 árs í Manntali á Islandi 1762 og 48 ára við
húsvitjun á Bóli 18. nóvember 1769. Hún var í fóstri
hjá föðurforeldrum sínum, Jóni Erlendssyni og
Guðrúnu Árnadóttur, í Núpstúni í Hrunamanna-
hreppi við Manntal á íslandi 1729 þá talin 8 ára
gömul. Samkvæmt Manntalsbókum Ámessýslu var
hún búlaus í Biskupstungnahreppi 1754-1757 en bjó
í Austurhlíð í Biskupstungum 1758-1759, eða
lengur, í tvíbýli við Gísla Amgrímsson.
Faðir Guðlaugar var Ámi Jónsson sem var hjá
foreldrum sínum á Helgastöðum í Biskupstungum
við Manntal á íslandi 1703, þá talinn 9 ára gamall.
/ /
Niðjar Arna Arnasonar í 7 liði:
Elsa Björg Ragnarsdóttir f. 1988
Þórdís Skúladóttir f. 1970
Elsa Eyþórsdóttir f. 1947
Þórdís Jónsdóttir f. 1914
Ingveldur Rut Ásbjörnsdóttir f. 1872
Svanhildur Illugadóttir f. 1844
Illugi Árnason f. 1806
Árni Ámason f. um 1775
Árni Jónsson f. milli 1730 og 1740
???
???
???
(systir hans, sem var nœst honum í aldri eða ári
yngri, bar einnig nafnið Guðlaug. Innskot ritstjóra).
Hann var húsmaður hjá systur sinni Oddnýju
Jónsdóttur á Drumboddsstöðum í Biskupstungum
1764-1766 eða lengur. Hann var talinn 72 ára við
húsvitjun á Drumboddsstöðum 9. desember 1764 og
við sömu húsvitjun er þar með honum á heimilinu
Ingveldur Ámadóttir „ekkja hans dóttir“ talin 41 árs.
Þau eru þar bæði ári seinna.
í fyllingu tímans
Um Áma Jónsson (sem er 9 ára 1703 og þvífœddur
um 1694. Innskot ritstjóra). föður Guðlaugar og
foreldra hans er lítillega fjallað í Esp. 6701-6703, en
mjög er sú umfjöllun rýr í roðinu!
Vera má að um skyldleika sé að ræða á milli þessa
fólks og feðganna Áma Ámasonar og Áma Jóns-
sonar, sem í upphafi vora nefndir, en á hvem hátt
hann kynni að vera verður ekki spáð að svo stöddu.
Vonandi verða framangreindar upplýsingar til
þess að takast megi að ættfæra Árna Ámason sóma-
samlega og ítarlega í fyllingu tímans. Við höfum þó
alltént meira til að byggja á en áður.
Bestu kveðjur
Guðmundur Sigurður Jóhannsson
Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem manni
berast svona innihaldsrík bréf, en Guðmundur leitar
fanga víðar en flestir aðrir og hafa bæði dómabækur
og legorðaskrár reynst honum drjúg uppspretta
fróðleiks sem hvergi er annars staðar að finna.
Auk alls þessa fann Guðmundur í skiptabók Gull-
bringusýslu frá 5. júlí 1827 skipti eftir Áma Áma-
http://www.vortex.is/aett
8
aett@vortex.is