Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 2
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 FRETTABREF íÆttfræðifélagsins Fróðleiksmolar frá Einari Kristjánssyni fv. skólastjóra: Útgefandi: © Ættfræðifélagið Ármúla 19, 108 Reykjavík. S 588-2450 aett@vortex.is Heimasíða: http://www.vortex.is/aett Ritnefnd Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir ® 568-1153 audfragn@mr.is Ólafur H. Óskarsson S 553-0871 oho@li.is Ragnar Böðvarsson S 482-3728 bolholt@eviar.is Umsjónarmaður Fréttabréfs: Guðfinna Ragnarsdóttir Laugateigi 4, 105 Reykjavík S 568-1153 gudfragn@mr.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins 1 indasmari@ simnet.is Umbrot: Þórgunnur Sigurjónsdóttir Efni sem óskasí birt í blaðinu berist umsjónarmanni á rafrœnu formi (tölvupóstur/disketta) Prentun: Gutenberg Fréttabréf Ættfræði- félagsins er prentað í 700 eintökum og sent öllum skuldlausum félögum. Verð í lausasölu er 300 kr. Allt efni sem skrifað er undir nafni er birt á ábyrgð höfundar. Annað er á ábyrgð ritstjórnar. Frá jarðarför Jónasar Guðbrandssonar í Sólheimum Jónas Guðbrandsson, bóndi í Sólheimum í Laxárdal, f. 1863 d. 1949, var jarðsunginn í Hjarðarholtskirkju af sr. Ólafi Ólafssyni á Kvennabrekku. Jónas var faðir Eyjólfs bónda í Sólheimum þess mikla hestamanns, sem lést rúmlega 100 ára 1989. Athöfnin hófst með húskveðju á Sólheimum. Mun þetta hafa verið um Jónsmessuskeið. Tók húskveðjan nokkum tíma, húsakynnin þröng, en fjölmenni við athöfnina, Fljótlega mun hafa orðið vart við ölföng á staðnum, því sóknarpresturinn gerðist fljótlega alldrukkinn. Nokkuð mun þó hafa slegið á áhrif vínsins, því öllum var Löng leið er frá Sólheimum til Hjarðar- holts, en Sólheimar eru fremsti bær í Laxárdal, og var komið kvöld þegar komið var á kirkjustaðinn. Þegar loksins var komið með kistuna út í kirkjugarð var töluvert liðið á kvöldið. Nótt var þó björt og allir vissu að Sólheimabóndinn gamli yrði ekki jarðsettur nema einu sinni. Ekkert lá á. Eitthvað mun prestur hafa hýrgað sig á víni, annað hvort drukkið hressilega hestaskálina í Sólheimum eða hresst sig eitthvað á kirkjustaðnum, því þegar hann stóð á grafarbakkanum, hætti mönnum að lítast á blikuna. Riðaði hann mjög við og vissu menn ógjörla nema sr. Ólafur mundi fara í gröfina á undan kistunni. Þó slamp- aðist þetta af og varð ekki að slysi. Sól- heimabóndinn komst að lokum einsamall í sína gröf og fékk sína hvíld. Jarðhús Guðrúnar Ósvífursdóttur fundið? í Laxdælu segir svo er Ósvífurssynir komu heim eftir að Kjartan hafði verið veginn vestur á Svínadal: „Síðan gengu þeir Ósvífurssynir í jarðhús þat er þeim var búit á laun.„ Oft höfum við heimamenn velt því fyrir okkur hvar þetta jarðhús muni hafa verið og hafa margar tilgátur verið uppi. Nú hefur svo skipast málum að ef til vill erum við þar nokkru nær. Fyrir nokkrum árum var Jón Jóel Benediktsson f.v. bóndi í Sælingsdalstungu að líta eftir kindum í Lauga- hlíð. Rakst hann þá á jarðhús eða byrgi efst í svo nefndu Hrauni, rétt neðan við Tófuklett - beint á móti Tungustapa. Hraun þetta er framhrun úr hlíðinni ofanverðri og nær að kalla allt niður að Sælingsdalsá. Byrgið rúmar tvo fullorðna menn, tæpast fleiri. Ósvífurssynir, fimrn að tölu, voru í aðförinni að Kjartani. Urðu sumir þeirra mjög sárir, sem vænta mátti, og hafa þeir etv. legið heima, en þeir hressari haldið sig í byrginu. Allir voru þeir bræður gerðir útlægir og sigldu þeir samsumars og áttu ekki afturkvæmt til Islands. Ekki hafa því liðið nema 3-4 mánuðir frá drápi Kjartans og þar til þeir bræður fóru af landi brott, hvort sem þeir hafa nú dvalið í byrginu allan þann tíma. Þorleifur Magnússon bóndi í Sælingsdal, 1919-1930, sagði mér að Bjarni Jónsson bóndi á Laugum, 1905-1924, hefði líka fundið jarðhúsið og sagði Bjami að það væri í Hrauninu. veittur matur í Sólheimum. Jónas Guðbrandsson bóndi í Sólheimum í Laxárdal og Ingigerður Sigtryggsdóttir kona hans. Jónas dó tæplega 86 ára 1949 en kona hans dó 1940, 90 ára gömul. Ingi- gerður varð blind um fimmt- ugt en sinnti störfum fram í háa elli. http://www.vortex.is/aett 2 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.