Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Tjaldeyrar á Vindárdal í fjöllunum milli Hjaltadais og Út-Blönduhlíðar. Nafnið er talið runnið frá sumrinu 1551 þegar Helga Sigurðardóttir fylgikona Jóns Arasonar biskups flúði þangað meðan dönsku herskipin voru hér við land. Hún var þar í tjaldi með fylgdarkonu sinni en vegna hættu á mannaferðum fluttu þær sig fram í Húsgil sem er suðaustan við Glóðafeyki og höfðust þar við þangað til hættan var liðin hjá. (Ljósmynd Hjalti Pálsson) sett með GPS-hnitum og hvert einasta fombýli og sel hefur verið leitað uppi, skráð og staðsett á sama hátt. Þar með er hverjum manni auðvelt að finna þessa staði, hafi hann slíkt tæki við höndina. Þessi þáttur verksins hefur reynst mjög fyrirhafnarsamur þar sem sel og fornbýli eru gjama langt inn til dala og heiða, en hann hefur um leið verið einn sá skemmtilegasti. Við þá leit hefur ýmsum farartækjum verið beitt: bíl, vélsleða, fjórhjóli, flugvél, hestum og að sjálfsögðu tveimur jafnfljótum. Góð héraðskynning Byggðasagan hefur þegar komið að miklum notum í kynningu á héraðinu, ferðaþjónustu og fornleifa- skráningu. Þar eru saman komnar margvíslegar upp- lýsingar sem áreiðanlega munu í framtíðinni nýtast til ýmiss konar úrvinnslu sagnfræðinga. Útgáfa Jarða- og búendatals í Skagafirði var brautryðjanda- verk fyrir hálfri öld. A sama hátt má segja að Byggðasaga Skagafjarðar sé brautryðjandaverk að því leyti að hún markar nýja braut í byggðasöguritun á Islandi. Ymislegt má vafalaust gagnrýna í efnis- tökum og á komandi tímum verður vonandi bætt um betur á vissum sviðum. Hins vegar er deginum ljós- ara að í framtíðinni verður ekki byggt jafnmikið á munnlegum upplýsingum staðkunnugra sem þrátt fyrir allt hefur náðst í þessu riti. Þriðja og síðasta bindi byggðasögunnar um Lýtingsstaðahrepp kom út haustið 2004, 528 blaðsíðna rit í stóru broti með rúmlega 600 myndum og teikningum. Fjórða bindi um Akrahrepp er væntanlegt haustið 2007 og verður svipað að umfangi. Það er Sögufélag Skagfirðinga sem gefur Byggðasöguna út og hefur það aðstöðu sína og heimili á Héraðsskjalasafninu í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Hluti af erindi Hjalta Pálssonar fjallaði um forna eyðibyggð í Vesturdal en hann hefur lagt mikla vinnu og alúð í að kemba Vesturdalinn í leit að fornum býlum. Komið hefur í Ijós að til forna teygði byggðin í Vesturdal sig allt upp undir Hofsjökul. Hjalti veltir fyrir sér ástœðum þessarar byggðar og eyðingu, fólksfjölda, jarðastœrðum, veðurfari og eldgosum. Við munum í nœsta Fréttabréfi gera greinfyrir erindi Hjalta Pálssonar um hina formt eyðibyggð í Vesurdal og birta einstakar myndir hans af hinum fornu bœjarstæðum sem mörg hver fundust eftir endalausa leit þar sem notuð voru bílar, vélsleðar, fjórhjól, flugvélar og hestar auk tveggja jafnfljótra. http://www.vortex.is/aett 5 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.