Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Fyrirspurnir Ættfræðifélaginu berast stöðugt fyrirspurnir bæði innlendar og erlendar. Allir eru að leita ættingja eða forfeðra eða leita upplýsinga um forrit, skipulag ættarmóta o. fl o. fl. Oft liggur mikil vinna í að svara slíkum fyrirspurnum og með fjölgun netfanga verður æ algengara að menn sendi svör sín beint til spyrjendanna. Oft eiga svörin þó erindi til fleiri en spyrjandans og því vill Fréttabréfíð fara þess á leit við þá sem svara slíkum fyrirspurnum að þeir sendi svörin einnig til Fréttabréfsins á netfangið gudfragn@mr.is Þingeyjarsýsla/Eyjafjarðarsýsla Sævar Geir Sigurjónsson f. 10. 9 1967, spyr hvort einhver geti frætt sig á foreldrum forföður síns sem hét Rafn Guðmundsson f. um 1620 og var kenndur við Vatnsenda í Ljósavatnshreppi. Sonur Rafns var Páll Rafnsson f. 1646 b. Garðshorni Ljósavatns- hreppi, kvæntur Steinunni Jónsdóttur f. 1656. Sonur Páls og Steinunnar var Sigurður Pálsson f. um 1680? b. Sandhaugum í Bárðardal. Barnabam Sigurðar var Eiríkur Pálsson f. 1753 vinnumaður í Gröf í Kaup- angssveit, kallaður Drykkju-Eiríkur. Svar sendist til: sos@simnet.is og til Fréttabréfs Ættfræðifélags- ins, gudfragn@mr.is Ert þú af Buchætt? Bjame Logstein í Moss í Noregi sendir eftirfarandi bréf: Forfaðir minn Peter Christian Buch, var fæddur í Helsingpr í Danmörku 1723. Hann flutti til Norður- Noregs, settist þar að og kvæntist norskri konu. Hann var auðugur maður. 1755 sendi hann íslendingum 100 hreindýr að gjöf og hlaut að launum gullmedalíu danska kóngsins. Hann sendi son sinn, Nicolai Amt Buch, með hreindýrin til íslands. Nicolai Amt Buck settist að á Islandi og kvæntist íslenskri konu. Hann breytti nafni sínu í Niculás Arent Buch. Hann bjó í fyrstu á Bakka á Tjörnesi. Hann átti marga afkomendur og hefur verið nefndur „faðir íslensku þjóðarinnar“. Eg geri ráð fyrir að margir Islendingar séu komnir út af honum. Eg hef undir höndum ýmsan fróðleik um norska og danska forfeður þeirra Buchfeðga Peters og Niculáusar. Fyrir tveim ámm lét ég íslenskan ættfræðing í Danmörku hafa þessar upplýsingar og hann sagðist ekki vita til þess að þær væru mönnum kunnar á íslandi. Ef svo er þá sendi ég með ánægju þennan fróðleik til allra sem áhuga hafa og þá ekki síst til afkomenda þeirra Peters og Niculáusar. Með bestu kveðju Bjarne Logstein bjalog@online.no Leit að ættingjum Vestur-íslendings Ardis Hedrick spyr um ættingja ömmu sinnar sem hét Hanna Asbjomsson og var fædd á Islandi um 1875-1880. Hún flutti ung vestur um haf ásamt for- eldrum sínum. Ardis heldur að amma sín hafi átt bróður og ef til vill systur líka. Hún giftist Georg Lahmon og Ardis heldur að þau hafi sest að í Portland í Oregon. Svar sendist til: NWBluzlvr@yahoo.com og til Fréttabréfs Ætt- fræðifélagsins, gudfragn@mr.is Forrit? (síðbúið bréf) Steinþóra Ágústsdóttir skrifar: Var að skrá mig í félagið, er eitthvert árgjald hjá ykkur? Hef mikinn áhug á ættfræði, er að skipu- leggja ættarmót í sumar með frænku minni og annað einhvem tímann, langar að gera niðjatal eins og á að gera þau. Er til eitthvert forrit til að fara eftir og fylla inn í. Síðan ykkar er fín. kveðja Steinþóra, Selfossi - steina 1969@hotmail.com Afkomendur Frakkans Louis Henri J. Vandercruyce (síðbúið bréf) Jón Baldur Lorange hyggst stofna félag afkom- enda Fransmannsins Louis Henri J. Vandercruyce sem var 31 árs er hann strandaði í rigningu og þoku 13. apríl 1818 á Skálafjöru í Meðallandi. Afkom- endur eru örugglega orðnir um eitt þúsund og eru nú 11 ár síðan fyrsta ættarmótið var haldið á Kirkju- bæjarklaustri. Markmið félagsins yrði m.a. að rann- saka uppruna ættarinnar í Frakklandi, koma saman ættartali, gefa út vandað ættartal, halda úti heimasíðu og skipuleggja ættarmót. Þeir sem hafa áhuga finna nánari upplýsingar á vefsíðu www.orange.is/benony. Netfang Jóns Baldurs er jbl@bondi.is Aðstoð við ættrakningu Þorsteinn Bjarnason skrifar: http://www.vortex.is/aett 22 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.