Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 10

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 10
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006 Ragnar Ólafsson: Ólafur Snóksdalín ættfræðingur s Agrip framætta 1. grein 1 Ólafur Snóksdalín, f. 27. des. 1761, d. 4. aprfl 1843. Ættfræðingur. Verslunarstjóri í Stykkis- hólmi og Straumfirði, Mýrasýslu. Bóndi Snóks- dal, Dalasýslu og Miðhúsum, Alftaneshreppi, Mýrasýslu. 2 Guðmundur Pálsson, f. 1733, d. 3. okt. 1787. Bóndi og hreppstjóri, Snóksdal, Miðdölum, Dalasýslu. - Þorbjörg Hannesdóttir (sjá 2. grein) 3 Páll Helgason, f. 1696, d. 22. nóv. 1750. Bóndi á Hnúki, Skarðsströnd, Dalasýslu. - Bergljót Sigurðardóttir (sjá 3. grein) 4 Helgi Einarsson, f. 1666. Bóndi á Níp, Skarðs- strönd, Dalasýslu. - Helga Gunnlaugsdóttir (sjá 4. grein) 5 Einar Jónsson, f. (1630). Bóndi að Á, Skarðs- strönd, Dalasýslu. 6 Jón Einarsson, f. (1610). Bóndi, skáld og smiður Skarði, Skarðsströnd, Dalasýslu. - Guðrún Jónsdóttir (sjá 5. grein) 7 Einar Einarsson, f. (1585). Bóndi á Skarðs- strönd, Dalasýslu. - Arnþrúður Þorsteinsdóttir, f. (1585). Húsfreyja. 8 Einar Teitsson, f. (1560). Bóndi í Ásgarði í Hvammssveit, Dalasýslu. - Halla Sigurðardóttir (sjá 6. grein) 9 Teitur Eiríksson, f. (1520). Bóndi í Ásgarði, Hvammssveit, Dalasýslu. - Katrín Pétursdóttir (sjá 7. grein) 10 Eiríkur Guðmundsson, f. um 1489. Bóndi í Ásgarði í Hvammssveit, Dalasýslu. - Guðrún Gunnlaugsdóttir, f. (1500). Húsmóðir í Ásgarði í Hvammssveit. 2. grein 2 Þorbjörg Hannesdóttir, f. (1740). Húsfreyja. 3 Hannes Þórðarson, f. (1667), d. (1736). Bóndi Snóksdal, Miðdölum og Amarbæli, Fellsströnd, Dalasýslu. - Þorbjörg Pálsdóttir (sjá 8. grein) 4 Þórður Hannesson, f. 1643. Bóndi á Dunki og Snjóskdal, Dalasýslu. - Kristín Jónsdóttir (sjá 9. grein) 5 Hannes Eggertsson, f. um 1610, d. 1655. Bóndi og lögréttumaðurí Snóksdal. - Jórunn Jónsdóttir (sjá 10. grein) 6 Eggert Hannesson, f. (1580). Lögréttumaður í Snóksdal. - Halldóra Hákonardóttir (sjá 11. grein) 7 Hannes Bjömsson, f. 1547, d. 1615. Lögréttu- maður og bóndi í Snóksdal í Miðdölum, Dala- sýslu. - Guðrún Ólafsdóttir (sjá 12. grein) 8 Bjöm Hannesson, f. (1520), d. 1554. Bóndi í Snóksdal, Dalasýslu. Lögsagnari. - Þórunn Daðadóttir (sjá 13. grein) 9 Hannes Eggertsson, f. (1490). Hirðstjóri, bjó á Núpi í Dýrafirði. - Guðrún „eldri“ Bjömsdóttir (sjá 14. grein) 10 Eggert Eggertsson, f. (1460). Lögmaður í Vfldnni í Noregi. (Aðlaður af konungi 1488.) - Jóhanna Matthíasdóttir, f. (1460). Ólafur Snóksdalín œttfrœðingur varfœddur 27. des. 1761 og dáinn 4. apríl 1843. Ólafur var verslunarstjóri í Stykkishólmi og Straumfirði í Mýrasýslu. Einnig var hann hóndi Snóksdal í Dalasýslu og Miðhúsum í Alftaneshreppi í Mýrasýslu. Ólafur Snóksdalín var einn af okkar merk- ustu œttfrœðingum. A fyrri hluta 19. aldar voru unnin nœr samtímis þrjú stór œttartölusöfn. Höfundar þeirra voru Ólafur Guðmundsson Snóksdalín, Jón Espólín (1796-1836) sýslumaður og Stein- grímur Jónsson ( 1796-1845) biskup. Segja má að verk þessara þriggja manna séu grund- völlurinn að nútíma œttvísi Islendinga. Ættartölusafn Ólafs Snóksdalín er um 1000 hls. í foliostærð og hver blaðsíða er tvídálka. Hann mun hafa endurritað safn sitt að minnsta kosti átta sinnum og jók þá jafnan við nýjum œttliðum. Þar er að finna œttbálka sem hvergi er annars staðar að finna. Þorsteinn Jónsson bókaútgefandi og Sögu- steinn gáfu Ættartölubók Ólafs Snóksdalín út í þrem stórum bindum 1985 í aðeins 75 eintökum. Bækurnar era því löngu orðnar illfáanlegar. I handriti því sem Þorsteinn studdist við eru viðbœtur Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjala- varðar. Hannes sagði um œttartölusafn Ólafs Snóksdalín að það vœri „eitthvert hið allra áreiðanlegasta og fullkomnasta ættarsafn íslenskt“. http://www.vortex.is/aett 10 aett@vortex.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.