Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 9
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006
Ingveldur Rut Ásbjörnsdóttir föður-
amma mín, langafabarn Árna, fædd
í Ási við Hafnarfjörð 1872.
son. Þar með er einnig komið trúlegt dánarár hans
sem væri þá 1827, en það hefur til þessa hvergi verið
að finna.
Lauslæti
En það hafa fleiri lagt hönd á plóginn. Þannig er það
jú innan Ættfræðifélagsins að þar er margan fróð-
leikinn að finna og menn ávallt fúsir að deila með
sér. Höfuðsnillingurinn í ættum Hafnfirðinga og sá
sem veit allt um Bessastaðasókn og Garðasókn, bæði
að fomu og nýju. er auðvitað Magnús Haraldsson.
Hann komst að vísu ekki langt með Ama minn, enda
hann kominn að austan, en þeim mun meira fiskaði
hann upp um Sigríði Gamalíelsdóttur konu hans.
Reyndar svo mikið að mér þótti nóg um lauslætið í
þessari formóður minni sem átti tvo eiginmenn og
þar að auki tvo bamsfeður.
Eftirfarandi niðjatal Sigríðar Gamalíelsdóttur
(með smá skáletruðum viðbótum frá mér) sendi
Magnús Haraldsson mér:
Niðjatal Sigríðar Gamalíelsdóttur
Sigríður Gamalíelsdóttir,
f. 1778 í Torfastaðasókn í Biskupstungnahr. í Ám.
d. ló.júní 1846
vinnukona/ og síðar húsfreyja á Svalbarða á
Álftanesi, var á Óttarsstöðum 1811, húskona á
Eyvindarstöðum í Garða/Bessastaðahr í Gull 1816,
Hausastöðum 1820, Skereyri 1823, ekkja á
Breiðabólsstað í Bessastaðasókn 1835, sjálfrar sín í
Brekkit Bessastaðasókn 1840 og á Svalbarða hjá
Illuga syni sínum 1845.
- Maki 1,14. des. 1806
Ámi Ámason,
f. um 1775, d. 30.júní 1826,
sjómaður á Svalbarði á Álftanesi og var á
Óttarsstöðum 1811. Böm þeirra:
a) Þóraf. um 1801
b) Illugi, f. 18. sept. 1806,
c) Guðríður, f. 1811.
- M. 2
Magnús Þórðarson,
f. 1791 í Hafnarfirði,
var á Eyvindarstöðum í Garða/Bessastaðasókn í
Gull 1816.
For.: Þórður Gíslason,
f. 1762 í Sviðholti,
d. 26. nóv. 1842,
bóndi á Hlíðamesi í Álftanesi og Eyvindars-
stöðum 1816
Ragnheiður Illugadóttir (1855-1917) sonardóttir Árna
Árnasonar t.h. systir Svanhildar langöminu minnar.
Lengst af húsett á slóðum forfeðranna í Hafnarfirði.
og k.h. Guðríður Pálsdóttir,
f. 1763 í Grímsnesi,
húsfreyja á Hlíðamesi í Álftamesi og Eyvindar-
stöðum 1816.
Bam þeirra:
d) Þorvaldur, f. 10. febr. 1818. d. 1876 (kallaður
Þóroddur í Islendingabók)
- Bamsfaðir
Guðmundur Jónsson,
f. um 1790, (d. 1865)
var í Hákoti.
Bam þeirra:
e) Guðmundur, f. 8. febr. 1820 (d. 1885)
- Bamsfaðir
Lárus Ólafsson,
f. um 1790
Bam þeirra:
f) Guðríður, f. 30. ágúst 1823.
Af framangreindu má sjá hvílík vinna getur legið
að baki einu eða tveim nöfnum í ættrakningum.
Nöfnum sem þó skipta sköpum ef við eigum að geta
rakið ættina áfram. Hver hlekkur er ekki bara mikil-
vægur heldur nauðsynlegur, gleymum því ekki. Þess
vegna getum við aldrei nógsamlega þakkað þeim
mörgu og góðu forfeðrum okkar og fræðimönnum
öllum, lærðum og leikum, sem skjalfestu og skráðu,
söfnuðu fróðleik og varðveittu, öld fram af öld. Án
þeirra værum við ansi rótlaus og fáfróð um ættir
okkar. Og eins og fram kemur af þessari grein er
augljóst að við eigum enn marga merka og duglega
fræðimenn á sviði ættfræðinnar. Fræðimenn sem leita
fanga alls staðar þar sem nokkur von er um fróðleik.
Og hver veit nema þrotlaus elja margra eigi í
fyllingu tímans eftir að treysta enn betur ræturnar
hans Áma Árnasonar, langalangalangafa míns, og
um leið mínar og minna skyldmenna. Eg er bjartsýn
á það!
http://www.vortex.is/aett
9
aett@vortex.is