Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2006, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2006
Danskur vinur minn hefur mikinn áhuga á að
rekja ættir forfeðra sinna til dagsins í dag en forfeður
hans voru íslendingar í 3. ættlið. Er einhver leið fyrir
hann að fá aðgang að upplýsingaveitu sem getur
komið honum á slóð ættingja sinna hér á Islandi?
Svar sendist til thyb@hraunfolk.net og til Frétta-
bréfs Ættfræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Átti Ragnhildur Sveinsdóttir barn?
Tómas V. Albertsson spyr um Ragnhildi Sveins-
dóttur f. 19. apríl 1879 á Egilsstöðum í Þverárhreppi
Hún. d. 30. júní 1958 í Reykjavík. Hún var vinnu-
kona á Amtmannsstíg 5 1953-58. Tómas hefur
upplýsingar um foreldra Ragnhildar en vanhagar um
feril hennar og vill vita hvort hún eignaðist bam.
Hún mun hafa verið ógift alla tíð.
Svar sendist til: tva@hi.is og til Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Vafasamt nafn
Robert Scott frá Iowa er að leita upplýsinga um Jafet
Reinholt. Hann efast þó um að það hafi verið hans
rétta nafn en hann gekk undir því eftir að hann flutti
vestur um haf frá íslandi um 1880 eða 1890. Allar
upplýsingar eru vel þegnar.
Svar sendist til:
scotty200469@yahoo.com og til Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Frá Víðidal í Húnavatnssýslu
Bev Searle-Freeman frá Dease Lake, BC Canada
skrifar:
Ég er nýfarin að skrá ættartölu mannsins míns.
Hann heitir Shaun Dennison Freeman. Faðir hans er
Jón Dennis Freeman og foreldrar hans voru Sigríður
Lilja og Sigurjón Alfred Freeman Foreldrar
Sigurjóns vom Sigurbjöm Freeman og Sigurbjörg
Thorvaldson. Fjölskyldan kemur frá íslandi en flutti
til Ameríku 1888 og þaðan til Manitoba í Kanada
1896. Einn langafi og ein langamma mannsins míns
voru Halldór Jónsson og Ambjörg Jónsdóttir frá
Víðidal í Húnavatnssýslu. Annar langafi og lang-
amma vom Guðmundur Finnbogason og Guðlaug
Eiríksdóttir frá Þorgrímstöðum í Breiðdal í Suður-
Múlasýslu. Fjölskyldan settist að nálægt Lundar í
Gimli í Manitoba. Ég hefði áhuga á að komast í
samband við einhvem sem þekkir til þessa fólks eða
er ættingi mannsins míns.
Upplýsingar sendist til:
bevsdesign@hotmail.com og til Fréttabréfs Ætt-
fræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Brydeættin
Peter Sven frá Vancouver, BC, Canada skrifar:
Móðurafi minn var Johan Chistian Valdemar
Bryde sem rak verslun og sá um póst, annað hvort á
Borðeyri eða Hofsósi. Við höfum undir höndum
skjal þar sem honum er veitt verslunarleyfi á Hofs-
ósi. Skjalið er dagsett 10.6. 1860 og undirritað af
Christian Christiansson umboðsmanni sýslumanns.
Svo er það faðir Valdemars, Ditlev Valentiv
Bryde, sem ég held að hafi líka rekið verslun á
íslandi. Ég held hann hafi átt dóttur sem hét Trine
Ingebjorg Caroline Bryde. Hún var fædd á íslandi.
Ég er þakklát fyrir allar upplýsingar um Brydeættina
og sögu hennar á Islandi og greiði að sjálfsögðu fyrir
þær ef þess er óskað.
Upplýsingar sendist til: pgsven@telus.net og til
Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Er Braithwaite íslenskt?
David Braithwaite skrifar: Kannast einhver við
íslenskt nafn sem gæti verið eitthvað í ætt við
Braithwaite? Ættfræðiathuganir mínar hafa leitt mig
til Islands en ég er hluti af hóp Ila, Vikingahópnum.
Ef einhver getur hjálpað mér væri ég glaður.
Upplýsingar sendist til:
dab65@aol.com og til Fréttabréfs Ættfræði-
félagsins, gudfragn@mr.is
Aftur fyrir 1500
Bemice Frederick skrifar frá Richton Park, Illinois
Mig langaði bara að dást að heimasíðunni ykkar og
segja frá því að ég er búinn að rekja ættirmínar aftur
til 1520 eða þar um bil, en ég held það ætti að vera
hægt að komast lengra. Elstu forfeðumir eru Páll
Grímsson og Margrét Erlendsdóttir uppi um 1500.
Upplýsingar sendist til: neecef@att.net og til
Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Hver veit um Wictor Benedict Ólafsson?
Nellie Irene Reif frá Noregi skrifar:
Mig langar til að fræðast meira um ættingja minn
sem kom frá íslandi. Hann hét Wictor Benedict sonur
0ilfur og Gudrun Hansen, en hún var fædd í
Kristiansand. Þau Ólafur og Guðrún fórust bæði með
seglskútunni Celma á Atlantshafi 1886. Wictor var
fæddur 25. júlí 1868 á Arnarholti í Skorradal. Hann
lést 14. mars í Tofte Hurum í Noregi. (ártal fylgir
ekki. Innskot ritstjóra). Ég hef mikinn áhuga á að
fræðast meira um forfeður hans. Ég veit að hann átti
eftirtalin systkini: Gudmundur 0iulfurson, Sig-
mundur 0iulfurson og Adelheidur 0iulfursdotter.
Með bestu kveðjum og von um einhverja úrlausn
mála.
Upplýsingar sendist til: reif_2@msn.com og til
Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, gudfragn@mr.is
Ættfræðirit til sölu
Stórt safn ættfræðirita til sölu m.a.
Dalamenn og Strandamenn.
Hlér Guðjónsson sími 6169376.
http://www.vortex.is/aett
23
aett@vortex.is