Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.2007, Blaðsíða 21
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í mars 2007
Eftirfarandi vísu orti hann til Ingu Árnadóttur
vinkonu sinnar á skrifstofunni. Inga varð seinna
eiginkona Vilhjálms Þ. Gíslasonar, skóla- og
útvarpsstjóra.
Skrifstofuvísa
(1918)
Sólin þótt ei sjáist hér,
samt ég hag minn róma,
því sólufegri á móti mér
meyjaraugu Ijóma.
Það má geta þess að afi minn hafði mjög fallega
söngrödd, sem hann beitti að smekkvísi, segja vinir
hans, og var söngurinn hans hjartans mál alla tíð svo
og tónlist almennt. Hann átti t.d. grammófón upp úr
1920 og naut þess að hlusta á fallega tónlist. Tveir
af sonum hans, Haukur, faðir minn, og Ingi Baldur
lærðu á fiðlu og lék Ingi með Sinfóníuhljómsveitinni
um árabil. Valborg Elísabet lærði á píanó sem til
var á heimilinu. Afi var einn af stofnendum „Kátra
félaga“ og síðar „17. júní kórsins“.
Sönglistin
(1892)
Ó, hvað er það sem huggar best
er hjartað sorgir sker?
Og hvaðfœr aukið gleði og glaum
þá glatt á hjalla er?
Það er að heyra hvella skært
in himinfögru lög,
það sorgarinnar burtu ber
hin bitru skýjadrög.
Og sjaldan verður lífsvo leitt,
að láti ei huggast ég,
efheyri ég aðeins sungið sœtt
um sorg eða gœfu veg.
Og ekkert getur ágœtt meir
hinn unga og frjálsa lýð,
en heyra gjalla lipur Ijóð
með lögin undra-þýð.
Þú sönglist ert svo hrein og há
og hafin yfir glaum,
þú ert svo laus við lygi og tál
og lífsins ólgustraum.
Því í þér aðeins fegurð felst,
hið fagra glœðir þú.
Þú ert frá himnum œttuð víst,
þar er þitt rétta bú.
Ég skyldi gefa gull og frœgð,
efgnótt ég œtti afþví,
Helga Benediktsdóttir Gröndal, síðar Egilson, og
Sveinbjörn Egilsson rektor voru móðurforeldrar
Benedikts Þ. Gröndal. Helga var dóttir Benedikts
Gröndal skáids. Bencdikt Gröndal skáld var því langafi
nafna síns Benedikts Þ. Gröndal og langalangalangafi
Guðfinnu Lilju Gröndal.
til að geta unað œ
við undra-lögin hlý.
Og þegar lífsins kemur kvöld
ég kýs mér þetta eitt,
að heyra fagran hljóma söng,
þá lijartað brestur þreytt.
Þú drottning lista, lofsé þér,
sem lífgar hug og sál,
égfæ þér ei með orðum lýst,
þú ert svo himneskt mál!
Amma tekur við uppeldinu
Til Reykjavíkur komu þau afi og amma vorið 1907.
Ekki var hægt að segja að Reykjavík hafi verið
myndarbær á þessum árum, geysileg húsnæðisekla var
þar og næstu ca 10 árin bjuggu þau á 6 stöðum. 1924
festa hjónin kaup á húsinu nr. 24 við Ránargötu, sem
síðan varð heimili þeirra þar til Benedikt dó 1938.
Þá er það árið 1940 í janúar að móðir mín,
Sigríður Pálsdóttir, deyr og pabbi situr einn með tvö
börn 3ja og 4ra ára. Ég tel það gæfu okkar að þá kom
amma mín á heimilið og annaðist okkur systkinin.
Eins og ég gat um áðan, þá var amma hin dæmigerða
húsmóðir og bústýra. Hún stjórnaði af röggsemi og
mildi. Eitt af gullkomum, sem amma mín sagði,
var: „Geymdu ekki til morguns, það sem þú getur
gert í dag.“ Eftir að pabbi minn kvæntist aftur, þá
hélt amma sínum störfum og þegar bræður mínir
þrír bættust í hópinn, var það amma sem hélt öllu
gangandi, hún var kletturinn í lífi okkar. Sigurlaug
amma mín lést 24. október 1960.
http://www.ætt.is
21
aett@aett.is