Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 3
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008 Texti og myndir Guðfinna Ragnarsdóttir A „Eg hef engan áhuga á ættfræði“ Ég hef engan áhuga á œttfrœði, segir Jón Aðalsteinn Hermannsson, fyrrverandi bóndi, grúskari og ritstjóri sem situr við fræðistörf- in öllum stundum. Ég neyðist til þess að hella mér út í œttfrœðina, hún er nauðsynleg hliðar- grein í sagnfrœðinni og þjóðfrœðinni og sam- ofin byggðasögunni sem ég hefverið að safna í árum saman. En það er ekki bara byggðasagan sem á liug Jóns Aðalsteins. Hann hefur nýlokið við að taka þátt í útgáfu á bréfum langafa síns Jóns Jónssonar frá Mýri í Bárðardal, „Leitin að landinu góða“. Pessa dagana eru einnig að koma út, þó í lokaðri útgáfu, „Mýrarbréf- in“, bréf afa hans og ömmu sem skrifuð voru til Ameríku til Jóns frá Mýri. Einnig þar liefur Jón Aðalsteinn lagt drjúga hönd á plóginn. Á sama tíma lauk hann við rit um Brasilíufarana og er nú áförum til Brasilíu á landnemaslóðir. - Ætli það sé ekki áhuginn sem rekur mig áfram, segir Jón Aðalsteinn þegar ég spyr hann hvernig hann geti komið öllu þessu í verk. Ég er alltaf að og það er víða hægt að leita fanga. Við útgáfu bréfa langafa míns og núna bréfa afa og ömmu eru margir sem lögðu hönd á plóginn. Ég hef verið mikið í að safna myndum og er orðinn býsna góður í þeim forritum sem best eru við að hreinsa og laga gamlar myndir. Myndir gefa svona útgáfum mikið gildi og eru höf- uðprýði á verkunum. Við erum heppin með að það eru til margar myndir frá fólkinu mínu í Ameríku. Þar fóru allir til myndasmiðs. Það er ekki um að villast að myndir eru Jóni Aðalsteini hugleiknar. Þegar ég heimsæki hann að Hlíðskógum, bænum sem hann eyddi orku sinni og kröftum á í áratugi, blasa við glæsilegar myndir af Mýrarsystrunum og forfeðrum hans og fjölskyldum þeirra. Hverri mynd fylgir saga sem fær persónurnar til að lifna og tala. Það fer ekki á milli mála að hér fer maður sem er hugfanginn af viðfangsefninu, hvort sem það heitir myndir, fjölskyldusaga, ættarsaga eða ábúendatal. Öllu fylgir fróðleikur sem haldið er utan um. Gamla bænum, sem hann er að rífa að hluta fylgir löng saga, túnunum, gróðrinum og fljót- inu, Skjálfandafljóti, sem liðast skolgrátt neðan við - Ætli það sé ekki áhuginn sem rekur mig áfram, segir Jón Aðalsteinn Hermannsson sem situr við fræðistörfin ölium stundum. bæinn. Meira að segja ærin eina, sem ár hvert leggur leið sína út í Valleyjuna í fljótinu með lömbin sín, á sína ættarsögu sem Jón hendir reiður á. Frumheimild glötuð Byggðasagan sem Jón Aðalsteinn hefur helgað krafta sína undanfarin ár er saga byggðar í Bárðardal. Hann kallar hana „Bárður og Bússagan“ og hún mun verða hans fylgikona næstu vetur enda mikið verk og víða leitað fanga. - Ég reyni að taka saman allt finnanlegt efni um Bárðardal frá landnámi og fram á okkar daga. Verk mitt byggir þó fyrst og fremst á ábúendatali Konráðs Erlendssonar sem var kennari á Laugum í Reykjadal. Konráð var fæddur á Brettingsstöðum í Reykdæla- Bók Jóns Aðalsteins Hermannssonar um Bras- ilíufarana: „Drög að landnámssögu Islendinga í Brasilíu“. má nálgast hjá Þjóðræknisfélaginu á Oðinsgötu 7 í Reykjavík. http://www.ætt.is 3 aett@aett.is

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.