Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.2008, Qupperneq 22
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í október 2008
Að vekja áhuga
Er ættfræðin bara fyrir eldra fólkið, gamlingjana?
spyrja margir og oft finnst okkur unga fólkið sýna
ættrakningum okkar og fróðleiksmolum takmarkaðan
áhuga. Þó hefur margt breyst með tilkomu tölvunn-
ar og ættfræðiforritanna. Þar vaknar oft áhugi þeirra
yngri enda hefur unga fólkið tæknina á valdi sínu og
skýtur okkur sem eldri erum þá ref fyrir rass. En í
ættfræðinni gildir sama lögmál og í flestu öðru, en
það er að vera virkur, þá kviknar áhuginn. Að festa
hönd á einhverju, taka þátt. Það sannreyndi ég í sum-
ar þegar ég brá mér vestur á Fellsströnd með ungviði
ættarinnar á aldrinum 5 til 17 ára. Eg þuldi og fræddi,
sýndi og sagði sögur aftan úr öldum og blessuð börn-
in hlustuðu af ótrúlegri þolinmæði en stundum af
takmörkuðum áhuga.
En þegar kom að því að lagfæra steininn á leiði
í kirkjugörðunum leynist margur fróðleikurinn. En þar
eins og víðar verður hann forgcngileikanum að bráð.
Legsteinar mást og síga í svörðinn. Legsteinn Björns
Olafssonar bónda á Ytrafelli á Fellsströnd, sem lést
1890, var nær horfinn eftir ríflega hundrað ár í Stað-
arfcllskirkjugarði. Hér vinna afkomendurnir við að
bjarga steininum úr klóm gleymskunnar og jarðarinnar
undir styrkri stjórn Þorgeirs Adamssonar garðyrkju-
stjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma. Ekki
sakar heldur að hafa fróða heimamcnn sér til aðstoðar
við að finna gömul leiði. Hér er Jóhann Pétursson bóndi
í Stóru-Tungu á Fellsströnd sem þekkir kirkjugarðana
á Staðarfelli og í Dagverðarnesi upp á sína tíu fingur.
langalangalangafa þeirra, Björns Ólafssonar sem
drukknaði 1890 við Hvítabjarnarey utan við Stykkis-
hólm, í gamla kirkjugarðinum á Staðarfelli, þá stóðu
sko hendur fram úr ermum. Þau kepptust við að bera
sand og möl til þess að hækka steininn sem var að
hverfa ofan í svörðinn og í sameiningu hreinsuðu
þau svo og skófu upp allt letrið á steini langalanga-
langalangafa síns Guðfinns Helgasonar sem fæddur
var 1822 og lést 1894. Og allt í einu kviknaði ljós
hjá tíu ára ömmustráknum: Amma, þú heitir eins og
Guðfinnur afi þinn og hann heitir eins og Guðfinn-
ur afi hans! Vá! Og hann fæddist fyrir bráðum tvö
hundruð árum!
Texti og myndir: Guöfinna Ragnarsdóttir
Börnunum fannst gaman að fara höndum um predik-
unarstólinn í Dagverðarneskirkju eftir einu messuna
sem haldin er þar á ári. Ekki sakaði heldur að vita að
það voru langalangalangalangalangalangati og -amma
þeirra, Jón Brandsson f. 1724 og Guðlaug Jónsdóttir f.
1724 sem gáfu stólinn. Þau voru tengdaforeldrar Orms
Sigurðssonar sem Ormsætt er rakin frá.
http://www.ætt.is
22
aett@aett.is